Frændi minn er með krabbamein Bergur Hauksson skrifar 4. september 2012 06:00 Frændi minn er með krabbamein og var eitthvað ósáttur við að vera sendur heim af spítalanum vegna þess að tæki sem er hluti af meðferð hans var bilað. Samkvæmt fréttum þá kostar svona tæki um fjögur hundruð milljónir króna. Það eru ekki til peningar segja stjórnmálamennirnir sem hafa sumir unnið myrkranna á milli í þrjú ár og eru orðnir þreyttir. Ég sagði frænda mínum að vera ekki að þessu væli, honum væri ekki vorkunn, stjórnvöld væru alltaf að hugsa um hann en það væru ekki til peningar. Honum væri nær að hugsa um þreyttu stjórnmálamennina sem væru alltaf að vinna, enginn vorkenndi þeim. Frændi minn sagði þá að þetta snerist um forgangsröðun. Ég sagðist nú þekkja það, stjórnmálamennirnir hefðu sagt okkur að þeir forgangsraði og ekki ljúga þeir. Frændi minn sagði þá að forgangsröðunin væri ekki rétt. Ég sagði að nú væri hann ósanngjarn, stjórnmálamennirnir hafa sagt okkur að þeir hafi lagt áherslu á að skera niður á réttum stöðum og halda verndarvæng yfir þeim sem minna mega sín. Frændi minn maldaði eitthvað í móinn milli þess sem hann kastaði upp. Loksins þegar hann gat talað aftur sagði hann: En væri það ekki rétt forgangsröð að kaupa nýtt geislatæki svo meðferð krabbameinsjúklinga gæti verið með eðlilegum hætti. Og einnig að veitt yrði fjárveiting fyrir öðrum tækjum sem spítalinn þarf á að halda bætti hann við. Ætti ekki frekar að veita fjármunum í þessi tækjakaup en að styrkja stjórnmálaflokkana um hundruð milljóna króna á ári eða styrkja einhver barnaheimili norður í landi sem eru hætt starfsemi eða gera jarðgöng sem kosta milljarða króna og engin þörf er á, væri það ekki meira í anda hugsjóna stjórnmálaflokkanna spurði hann. Ég náði ekki að svara honum áður en hann rauk inn á klósett. Vanþakklætið í fólki hugsaði ég, getur fólk aldrei unnt öðrum neins, það eru ekki til peningar í allt og hann frændi minn verður að skilja að það verður að forgangsraða! Vonandi verður hann orðinn góður þegar göngin verða tilbúin svo hann geti að minnsta kosti notað þau, hugsaði ég og gekk út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Frændi minn er með krabbamein og var eitthvað ósáttur við að vera sendur heim af spítalanum vegna þess að tæki sem er hluti af meðferð hans var bilað. Samkvæmt fréttum þá kostar svona tæki um fjögur hundruð milljónir króna. Það eru ekki til peningar segja stjórnmálamennirnir sem hafa sumir unnið myrkranna á milli í þrjú ár og eru orðnir þreyttir. Ég sagði frænda mínum að vera ekki að þessu væli, honum væri ekki vorkunn, stjórnvöld væru alltaf að hugsa um hann en það væru ekki til peningar. Honum væri nær að hugsa um þreyttu stjórnmálamennina sem væru alltaf að vinna, enginn vorkenndi þeim. Frændi minn sagði þá að þetta snerist um forgangsröðun. Ég sagðist nú þekkja það, stjórnmálamennirnir hefðu sagt okkur að þeir forgangsraði og ekki ljúga þeir. Frændi minn sagði þá að forgangsröðunin væri ekki rétt. Ég sagði að nú væri hann ósanngjarn, stjórnmálamennirnir hafa sagt okkur að þeir hafi lagt áherslu á að skera niður á réttum stöðum og halda verndarvæng yfir þeim sem minna mega sín. Frændi minn maldaði eitthvað í móinn milli þess sem hann kastaði upp. Loksins þegar hann gat talað aftur sagði hann: En væri það ekki rétt forgangsröð að kaupa nýtt geislatæki svo meðferð krabbameinsjúklinga gæti verið með eðlilegum hætti. Og einnig að veitt yrði fjárveiting fyrir öðrum tækjum sem spítalinn þarf á að halda bætti hann við. Ætti ekki frekar að veita fjármunum í þessi tækjakaup en að styrkja stjórnmálaflokkana um hundruð milljóna króna á ári eða styrkja einhver barnaheimili norður í landi sem eru hætt starfsemi eða gera jarðgöng sem kosta milljarða króna og engin þörf er á, væri það ekki meira í anda hugsjóna stjórnmálaflokkanna spurði hann. Ég náði ekki að svara honum áður en hann rauk inn á klósett. Vanþakklætið í fólki hugsaði ég, getur fólk aldrei unnt öðrum neins, það eru ekki til peningar í allt og hann frændi minn verður að skilja að það verður að forgangsraða! Vonandi verður hann orðinn góður þegar göngin verða tilbúin svo hann geti að minnsta kosti notað þau, hugsaði ég og gekk út.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar