Aukið öryggi á norðlægum slóðum Gunnar Alexander Ólafsson og Elvar Örn Arason skrifar 4. september 2012 06:00 Umtalsverðar breytingar hafa orðið á framkvæmd varnarstarfsins við Bandaríkin eftir brottför varnarliðsins árið 2006. Breyttar aðstæður á alþjóðavettvangi kölluðu á endurskoðun á stefnu íslenskra stjórnvalda í öryggis- og varnarmálum. Í kjölfar brottfarar varnarliðsins samþykkti fastaráð NATO að komið yrði á reglulegri loftrýmisgæslu umhverfis Ísland, enda stefna bandalagsins að öll aðildarríki þess njóti eftirlits. Íslensk stjórnvöld hafa því á umliðnum árum tekið upp virkt grannríkjasamstarf við okkar helstu nágrannaríki, ekki síst Norðurlöndin og samstarfið við ESB á sviði öryggismála hefur aukist hröðum skrefum. Í annan stað er megintilgangur loftrýmisgæslunnar að viðhalda þekkingu og vitund aðildarríkja bandalagsins á aðstæðum á Íslandi svo þau geti brugðist skjótt og skilvirkt við þurfi Ísland á aðstoð flugsveita bandalagsins að halda. Að endingu er svo tilgangur loftrýmisgæslunnar sá að á Íslandi fyrirfinnist sú þekking og reynsla sem þarf til að taka á móti erlendum flugsveitum. Fyrir rúmum þremur árum afhenti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, utanríkisráðherrum Norðurlandanna skýrslu um norrænt utanríkis- og varnarmálasamstarf. Í henni voru settar fram þrettán tillögur sem miða að því að efla norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Meðal tillagna Stoltenbergs er norrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi. Tillagan um samnorrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi er frumleg og ögrandi, þar sem hvorki Finnar né Svíar eiga aðild að NATO. Slíkt fyrirkomulag gæti verið upphafið að þróun, sem hefði í för með sér að Norðurlöndin tækju smám saman að sér stærra hlutverk varðandi eftirlit á norrænu loftrými. Ýmislegt bendir til að samnorræn loftrýmisgæsla sé að líta dagsins ljós. Varnarmálaráðherra Finnlands, Carl Hagelund, ræddi nýverið við sænska varnarmálaráðherrann, Karin Enström, um þátttöku þeirra í eftirliti innan íslensku lofthelginnar. Haglund sagði að út frá sjónarhóli Finnlands væri það mikilvægt að Svíar tækju einnig þátt í eftirlitinu. Finnsk stjórnvöld telja að þátttaka í loftrýmisgæslu á Íslandi muni dýpka og styrkja norrænt samstarf. Í þessu sambandi er athyglisvert að bæði Finnland og Svíþjóð eru hlutlaus ríki og bæði aðildarríki ESB, en tækju þátt í varnarsamstarfinu á grundvelli norrænnar samvinnu. Loftrýmisgæsla yfir Íslandi gæti samtvinnað hagsmuni Norðurlanda, NATO og stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum. Aukið samstarf Norðurlandanna á þessu sviði mun efla öryggi á norðlægum slóðum. Efling norræns samstarfs kæmi því til viðbótar því evrópska samstarfi og Evró-Atlantshafssamvinnu sem nú þegar á sér stað. Utanríkis-, öryggis- og varnarsamstarf ESB er í stöðugri þróun. Íslendingar geta skipað sér í sveit með öðrum norrænum ríkjum og Eystrasaltslöndunum innan þess. Innganga Íslands í ESB ásamt nánara samstarfi Norðurlanda á sviði öryggismála mun uppfylla það tómarúm sem skapaðist eftir brotthvarf Bandaríkjahers og minnkandi þátttöku Atlantshafsbandalagsins í öryggismálum á norðlægum slóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Umtalsverðar breytingar hafa orðið á framkvæmd varnarstarfsins við Bandaríkin eftir brottför varnarliðsins árið 2006. Breyttar aðstæður á alþjóðavettvangi kölluðu á endurskoðun á stefnu íslenskra stjórnvalda í öryggis- og varnarmálum. Í kjölfar brottfarar varnarliðsins samþykkti fastaráð NATO að komið yrði á reglulegri loftrýmisgæslu umhverfis Ísland, enda stefna bandalagsins að öll aðildarríki þess njóti eftirlits. Íslensk stjórnvöld hafa því á umliðnum árum tekið upp virkt grannríkjasamstarf við okkar helstu nágrannaríki, ekki síst Norðurlöndin og samstarfið við ESB á sviði öryggismála hefur aukist hröðum skrefum. Í annan stað er megintilgangur loftrýmisgæslunnar að viðhalda þekkingu og vitund aðildarríkja bandalagsins á aðstæðum á Íslandi svo þau geti brugðist skjótt og skilvirkt við þurfi Ísland á aðstoð flugsveita bandalagsins að halda. Að endingu er svo tilgangur loftrýmisgæslunnar sá að á Íslandi fyrirfinnist sú þekking og reynsla sem þarf til að taka á móti erlendum flugsveitum. Fyrir rúmum þremur árum afhenti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, utanríkisráðherrum Norðurlandanna skýrslu um norrænt utanríkis- og varnarmálasamstarf. Í henni voru settar fram þrettán tillögur sem miða að því að efla norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Meðal tillagna Stoltenbergs er norrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi. Tillagan um samnorrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi er frumleg og ögrandi, þar sem hvorki Finnar né Svíar eiga aðild að NATO. Slíkt fyrirkomulag gæti verið upphafið að þróun, sem hefði í för með sér að Norðurlöndin tækju smám saman að sér stærra hlutverk varðandi eftirlit á norrænu loftrými. Ýmislegt bendir til að samnorræn loftrýmisgæsla sé að líta dagsins ljós. Varnarmálaráðherra Finnlands, Carl Hagelund, ræddi nýverið við sænska varnarmálaráðherrann, Karin Enström, um þátttöku þeirra í eftirliti innan íslensku lofthelginnar. Haglund sagði að út frá sjónarhóli Finnlands væri það mikilvægt að Svíar tækju einnig þátt í eftirlitinu. Finnsk stjórnvöld telja að þátttaka í loftrýmisgæslu á Íslandi muni dýpka og styrkja norrænt samstarf. Í þessu sambandi er athyglisvert að bæði Finnland og Svíþjóð eru hlutlaus ríki og bæði aðildarríki ESB, en tækju þátt í varnarsamstarfinu á grundvelli norrænnar samvinnu. Loftrýmisgæsla yfir Íslandi gæti samtvinnað hagsmuni Norðurlanda, NATO og stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum. Aukið samstarf Norðurlandanna á þessu sviði mun efla öryggi á norðlægum slóðum. Efling norræns samstarfs kæmi því til viðbótar því evrópska samstarfi og Evró-Atlantshafssamvinnu sem nú þegar á sér stað. Utanríkis-, öryggis- og varnarsamstarf ESB er í stöðugri þróun. Íslendingar geta skipað sér í sveit með öðrum norrænum ríkjum og Eystrasaltslöndunum innan þess. Innganga Íslands í ESB ásamt nánara samstarfi Norðurlanda á sviði öryggismála mun uppfylla það tómarúm sem skapaðist eftir brotthvarf Bandaríkjahers og minnkandi þátttöku Atlantshafsbandalagsins í öryggismálum á norðlægum slóðum.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar