Að finnast lífið vera ævintýri Þorleifur Örn Gunnarsson skrifar 5. september 2012 06:00 Eftir stúdentspróf ákvað ég að fara að vinna á leikskóla. Ég var heppinn með vinnustað því þar var mér treyst til að taka þátt í metnaðarfullu og faglegu starfi á deildinni minni. Ég beið með óþreyju hvers deildarfundar þar sem skoðanir mínar voru virtar en vænst þótti mér um að fá minn eigin hóp til að vinna með. Hópurinn samanstóð af nokkrum fjögurra ára einstaklingum. Eitt af því sem ég tók mér fyrir hendur var að fara með hópinn í skipulagða vettvangsferð í hverri viku. Við tókum með okkur farangur svo sem stækkunargler, vatnsbrúsa og stundum rúsínupoka. Ferðin var skipulögð af mér um nærumhverfi leikskólans. Með þessum börnum lærði ég í fyrsta skipti á mínum ferli eitthvað nýtt. Ég uppgötvaði að kennsla er alltaf gagnkvæm. Ég lærði kennslufræði. Að vinna með börnum getur verið svo óskaplega gefandi. Eftir hverja vettvangsferð settist hópurinn saman og við ræddum um hver upplifun okkar hafði verið. Hversu vel sem ég skipulagði þessar vettvangsferðir þá kom í ljós að ég hafði lítil sem engin áhrif á það hvað börnin fengu út úr ferðinni. Ég komst að því að það skipti litlu máli hver áfangastaðurinn var, það var leiðin að honum sem var ævintýrið. Ævintýrin voru persónuleg. Það sem reyndist standa upp úr ferðunum voru atvik sem mér þóttu venjulega ekkert sérlega tilkomumikil. Kannski var það fyrsti fífillinn sem óx við girðingarstaur eða ný brum á runna. Kannski var það steypubíllinn sem vann að framkvæmdum eða lögreglubíllinn sem keyrði fram hjá með brosandi lögregluþjóni sem vinkaði til okkar. Það tók mig ekki margar vikur að uppgötva að áfangastaðurinn skipti minna máli en ferðalagið að honum. Litlu hlutirnir í kringum okkur eru þeir sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Fullorðið fólk, kennarar, geta virst vera steinrunnin tröll úr fortíðinni því það er ekkert sem kemur okkur á óvart lengur. Við vitum ávallt betur. Með öðrum orðum þá finnst okkur hlutirnir ekkert vera spennandi lengur. Ég vann á leikskólanum í tvö ár og kvaddi með kökk í hálsi. Ég fór ekki beint í grunnskólakennarafræði. Fyrst fór ég í sálfræði (fyrir alla þroskasálfræðina) og seinna bætti ég stjórnmálafræði við sem aukagrein. Það tók mig tvö ár að uppgötva að ég væri ekki á réttri leið í lífinu. Ég uppgötvaði að ég stefndi á áfangastað í stað þess að njóta ferðalagsins. Ég lagðist undir feld og þurfti að taka afstöðu til ákveðinna spurninga. Var ég tilbúinn að ganga inn í stétt sem stöðugt þarf að berjast fyrir sanngjörnum launum? Móðir mín er góður kennari en þrisvar sinnum hef ég horft á hana þurfa að beita verkfallsrétti sínum. Er það eðlilegt? Hvernig ætlaði ég að eldast í starfi og komast hjá stöðnun? Hvað var það sem ég gat boðið upp á? Allt það sem fór í gegnum huga mér á þessum tíma uppgötvaði ég að væru fordómar. Áskapaður hugsunarháttur samfélagsins. Hversu margir stúdentar ætli velti því fyrir sér hvernig maður eigi nú eftir að eldast í starfi? Það er fáránleg pæling. Laun kennara eru allt að því svívirðileg miðað við ábyrgð og traust samfélagsins á getu þeirra til að fá börnum framtíðarinnar hæfni í hendur til að takast á við lífið. Hversu margir hæfir stúdentar ætli fari í annað nám en kennaranám vegna launa? Hversu há tala er ásættanleg? Hvað er ásættanlegur kennari? En nóg um það. Á endanum fór ég í grunnskólakennaranám því mér fannst stéttin skipta máli og ég hafði líklega smá trú á að ég gæti staðið undir ábyrgðinni. Ég útskrifaðist frá H.Í. með B.Ed.-gráðu síðastliðið vor og hef senn meistaranám. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér varð hugsað til litlu vina minna á leikskólanum sem kenndu mér að ævintýrið verður ekki skipulagt. Það er á ábyrgð hvers og eins að finnast lífið vera forvitnilegt, áhugavert, spennandi. Ævintýri. Það er skylda kennara að fóstra litla barnið í sjálfum sér. Það er spennandi að skilja hluti en það er alltaf eitthvað ævintýri sem börnin, nemendurnir, leiða okkur inn í. Foreldrar, kennarar og nemendur, saman, skrifa framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Eftir stúdentspróf ákvað ég að fara að vinna á leikskóla. Ég var heppinn með vinnustað því þar var mér treyst til að taka þátt í metnaðarfullu og faglegu starfi á deildinni minni. Ég beið með óþreyju hvers deildarfundar þar sem skoðanir mínar voru virtar en vænst þótti mér um að fá minn eigin hóp til að vinna með. Hópurinn samanstóð af nokkrum fjögurra ára einstaklingum. Eitt af því sem ég tók mér fyrir hendur var að fara með hópinn í skipulagða vettvangsferð í hverri viku. Við tókum með okkur farangur svo sem stækkunargler, vatnsbrúsa og stundum rúsínupoka. Ferðin var skipulögð af mér um nærumhverfi leikskólans. Með þessum börnum lærði ég í fyrsta skipti á mínum ferli eitthvað nýtt. Ég uppgötvaði að kennsla er alltaf gagnkvæm. Ég lærði kennslufræði. Að vinna með börnum getur verið svo óskaplega gefandi. Eftir hverja vettvangsferð settist hópurinn saman og við ræddum um hver upplifun okkar hafði verið. Hversu vel sem ég skipulagði þessar vettvangsferðir þá kom í ljós að ég hafði lítil sem engin áhrif á það hvað börnin fengu út úr ferðinni. Ég komst að því að það skipti litlu máli hver áfangastaðurinn var, það var leiðin að honum sem var ævintýrið. Ævintýrin voru persónuleg. Það sem reyndist standa upp úr ferðunum voru atvik sem mér þóttu venjulega ekkert sérlega tilkomumikil. Kannski var það fyrsti fífillinn sem óx við girðingarstaur eða ný brum á runna. Kannski var það steypubíllinn sem vann að framkvæmdum eða lögreglubíllinn sem keyrði fram hjá með brosandi lögregluþjóni sem vinkaði til okkar. Það tók mig ekki margar vikur að uppgötva að áfangastaðurinn skipti minna máli en ferðalagið að honum. Litlu hlutirnir í kringum okkur eru þeir sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Fullorðið fólk, kennarar, geta virst vera steinrunnin tröll úr fortíðinni því það er ekkert sem kemur okkur á óvart lengur. Við vitum ávallt betur. Með öðrum orðum þá finnst okkur hlutirnir ekkert vera spennandi lengur. Ég vann á leikskólanum í tvö ár og kvaddi með kökk í hálsi. Ég fór ekki beint í grunnskólakennarafræði. Fyrst fór ég í sálfræði (fyrir alla þroskasálfræðina) og seinna bætti ég stjórnmálafræði við sem aukagrein. Það tók mig tvö ár að uppgötva að ég væri ekki á réttri leið í lífinu. Ég uppgötvaði að ég stefndi á áfangastað í stað þess að njóta ferðalagsins. Ég lagðist undir feld og þurfti að taka afstöðu til ákveðinna spurninga. Var ég tilbúinn að ganga inn í stétt sem stöðugt þarf að berjast fyrir sanngjörnum launum? Móðir mín er góður kennari en þrisvar sinnum hef ég horft á hana þurfa að beita verkfallsrétti sínum. Er það eðlilegt? Hvernig ætlaði ég að eldast í starfi og komast hjá stöðnun? Hvað var það sem ég gat boðið upp á? Allt það sem fór í gegnum huga mér á þessum tíma uppgötvaði ég að væru fordómar. Áskapaður hugsunarháttur samfélagsins. Hversu margir stúdentar ætli velti því fyrir sér hvernig maður eigi nú eftir að eldast í starfi? Það er fáránleg pæling. Laun kennara eru allt að því svívirðileg miðað við ábyrgð og traust samfélagsins á getu þeirra til að fá börnum framtíðarinnar hæfni í hendur til að takast á við lífið. Hversu margir hæfir stúdentar ætli fari í annað nám en kennaranám vegna launa? Hversu há tala er ásættanleg? Hvað er ásættanlegur kennari? En nóg um það. Á endanum fór ég í grunnskólakennaranám því mér fannst stéttin skipta máli og ég hafði líklega smá trú á að ég gæti staðið undir ábyrgðinni. Ég útskrifaðist frá H.Í. með B.Ed.-gráðu síðastliðið vor og hef senn meistaranám. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér varð hugsað til litlu vina minna á leikskólanum sem kenndu mér að ævintýrið verður ekki skipulagt. Það er á ábyrgð hvers og eins að finnast lífið vera forvitnilegt, áhugavert, spennandi. Ævintýri. Það er skylda kennara að fóstra litla barnið í sjálfum sér. Það er spennandi að skilja hluti en það er alltaf eitthvað ævintýri sem börnin, nemendurnir, leiða okkur inn í. Foreldrar, kennarar og nemendur, saman, skrifa framtíðina.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun