Ég sé fyrir mér mennskan heim Júlíus Valdimarsson skrifar 6. september 2012 06:00 Þegar ég vaknaði einn fallegan morgun í janúar 1996 eða fyrir 16 árum setti ég á blað persónulega yfirlýsingu sem ég nefndi „Ég sé fyrir mér mennskan heim". Það sem þarna var ritað stóð einhvern veginn ljóslifandi fyrir mér og tiltrú mín hefur ekki minnkað á þá mennsku framtíð sem þar er lýst þrátt fyrir tímabundna erfiðleika sem við göngum nú í gegnum. Ekki síst er tiltrú mín sterk á unga fólkið sem er kraftmikið og skapandi og reiðubúið til þess að leita nýrra leiða eins og kom vel fram í bús-áhaldabyltingunni sem ekki hefði átt sér stað án þess. Hér á eftir fer fyrri hluti þessara skrifa sem mig langar nú að deila með ykkur sem lesa. Seinni hlutann langar mig til að birta síðar en hann gæti heitið „Ísland sem mennskt land". „Ég sé fyrir mér mennskan heim, ég vil vera húmanisti og hef ákveðið að helga líf mitt því tilgangsríka verkefni húmanista úti um allan heim að gera hann mennskan. Ég sé fyrir mér mennskt Ísland sem orðið geti fyrirmynd annarra þjóðfélaga, um betra þjóðfélag fyrir alla. Ég sé fyrir mér hvernig þetta muni gerast… Ég sé fyrir mér að í öllum hverfum, alls staðar í öllum götum, hittist fólk heima hvert hjá öðru. Ég sé fyrir mér fólkið hittast til þess að bera saman líðan sína, sorgir sínar og vonbrigði, vonir sínar og þrá, aðeins eftir hamingjusömu lífi án angistar, misskilnings og þjáningar fyrir sig og fyrir þá sem þeim þykir vænt um. Ég sé fyrir mér fólk í öllum hverfum, öllum skólum, öllum vinnustöðum, í öllum félögum byrja að bera saman þrá sína eftir þjóðfélagi þar sem fólk er ekki að þeytast út og suður í leit að ómerkilegum hlutum, ómerkilegri uppbót fyrir tilgangslausa og litlausa tilveru. Ég sé fyrir mér fólk alls staðar úti um allt land byrja að hittast reglulega til að bera saman sameiginlega þrá eftir því að öll þessi þjáning, vegna óréttlætisins, græðginnar og einstaklingshyggjunnar, verði yfirstigin. Ég sé fyrir mér að fólk uppgötvi, þegar það fer að hittast, fer að ráða ráðum sínum saman, að innsta þrá hvers og eins er hin sama. Ég sé fyrir mér að fólk í sameiningu uppgötvi sín í milli aðeins að við viljum hamingju fyrir okkur sjálf og fyrir þá sem okkur þykir vænt um. Ég sé fyrir mér að þegar, alls staðar og úti um allt, þetta fer að gerast muni fólk uppgötva undraverðan kraft, óvænta sameiginlega visku, hamingju og gleði. Ég sé fyrir mér að fólk muni, með þessu mannlega skipulagi, með mannlegu neti sameiginlegrar ætlunar, auðveldlega ná fullri stjórn á kringumstæðum sínum. Öll þekking býr í hinum mörgu, allt sem búið er til og heimurinn gengur fyrir er gert með þekkingu og framlagi hinna mörgu. Það er aðeins þannig að öll völdin, öll uppspretta græðginnar, allir áhrifamiðlarnir eru í höndum nokkurra fárra, gráðugra og tillitslausra valda- og peningamanna. Það er engin þekking þar, það er ekkert framlag þar og heimurinn gengur sallafínt án þeirra. Ég sé fyrir mér að fólkið taki auðveldlega, og án ofbeldis og hörmunga, völdin í sínar hendur. Ég sé fyrir mér að fólkið opni nýja leið, nýja mannkynssögu svo gjörólíka allri sögu mannsins hingað til, ég sé nýja mannveru fæðast…" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Þegar ég vaknaði einn fallegan morgun í janúar 1996 eða fyrir 16 árum setti ég á blað persónulega yfirlýsingu sem ég nefndi „Ég sé fyrir mér mennskan heim". Það sem þarna var ritað stóð einhvern veginn ljóslifandi fyrir mér og tiltrú mín hefur ekki minnkað á þá mennsku framtíð sem þar er lýst þrátt fyrir tímabundna erfiðleika sem við göngum nú í gegnum. Ekki síst er tiltrú mín sterk á unga fólkið sem er kraftmikið og skapandi og reiðubúið til þess að leita nýrra leiða eins og kom vel fram í bús-áhaldabyltingunni sem ekki hefði átt sér stað án þess. Hér á eftir fer fyrri hluti þessara skrifa sem mig langar nú að deila með ykkur sem lesa. Seinni hlutann langar mig til að birta síðar en hann gæti heitið „Ísland sem mennskt land". „Ég sé fyrir mér mennskan heim, ég vil vera húmanisti og hef ákveðið að helga líf mitt því tilgangsríka verkefni húmanista úti um allan heim að gera hann mennskan. Ég sé fyrir mér mennskt Ísland sem orðið geti fyrirmynd annarra þjóðfélaga, um betra þjóðfélag fyrir alla. Ég sé fyrir mér hvernig þetta muni gerast… Ég sé fyrir mér að í öllum hverfum, alls staðar í öllum götum, hittist fólk heima hvert hjá öðru. Ég sé fyrir mér fólkið hittast til þess að bera saman líðan sína, sorgir sínar og vonbrigði, vonir sínar og þrá, aðeins eftir hamingjusömu lífi án angistar, misskilnings og þjáningar fyrir sig og fyrir þá sem þeim þykir vænt um. Ég sé fyrir mér fólk í öllum hverfum, öllum skólum, öllum vinnustöðum, í öllum félögum byrja að bera saman þrá sína eftir þjóðfélagi þar sem fólk er ekki að þeytast út og suður í leit að ómerkilegum hlutum, ómerkilegri uppbót fyrir tilgangslausa og litlausa tilveru. Ég sé fyrir mér fólk alls staðar úti um allt land byrja að hittast reglulega til að bera saman sameiginlega þrá eftir því að öll þessi þjáning, vegna óréttlætisins, græðginnar og einstaklingshyggjunnar, verði yfirstigin. Ég sé fyrir mér að fólk uppgötvi, þegar það fer að hittast, fer að ráða ráðum sínum saman, að innsta þrá hvers og eins er hin sama. Ég sé fyrir mér að fólk í sameiningu uppgötvi sín í milli aðeins að við viljum hamingju fyrir okkur sjálf og fyrir þá sem okkur þykir vænt um. Ég sé fyrir mér að þegar, alls staðar og úti um allt, þetta fer að gerast muni fólk uppgötva undraverðan kraft, óvænta sameiginlega visku, hamingju og gleði. Ég sé fyrir mér að fólk muni, með þessu mannlega skipulagi, með mannlegu neti sameiginlegrar ætlunar, auðveldlega ná fullri stjórn á kringumstæðum sínum. Öll þekking býr í hinum mörgu, allt sem búið er til og heimurinn gengur fyrir er gert með þekkingu og framlagi hinna mörgu. Það er aðeins þannig að öll völdin, öll uppspretta græðginnar, allir áhrifamiðlarnir eru í höndum nokkurra fárra, gráðugra og tillitslausra valda- og peningamanna. Það er engin þekking þar, það er ekkert framlag þar og heimurinn gengur sallafínt án þeirra. Ég sé fyrir mér að fólkið taki auðveldlega, og án ofbeldis og hörmunga, völdin í sínar hendur. Ég sé fyrir mér að fólkið opni nýja leið, nýja mannkynssögu svo gjörólíka allri sögu mannsins hingað til, ég sé nýja mannveru fæðast…"
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar