Það er mikilvægt að eiga val: fermingarfrelsi í aldarfjórðung! Hope Knútsson skrifar 6. september 2012 06:00 Árið 1988 datt mér í hug að efna til borgaralegrar fermingar á Íslandi. Ég þekkti til slíkra ferminga í öðrum löndum sem voru óháðar trú og börnin mín sem voru að nálgast fermingaraldur höfðu áhuga á slíku vegna þess að við erum ekki kristin. Ég skrifaði grein í dagblöðin og sagði að börnin mín myndu verða fyrstu Íslendingarnir til að fermast borgaralega og spurði hvort fleiri vildu vera með. Síminn byrjaði að hringja og hefur ekki stoppað síðan. Það sem ég ætlaði að gera einu sinni hefur orðið að ævistarfi. Fimmtán aðrar fjölskyldur höfðu samband við mig fyrsta árið og við bjuggum til nefnd sem setti saman fermingarnámskeið. Við tókum til fyrirmyndar skipulag Norðmanna sem hafa staðið að borgaralegum fermingum síðan 1951. Við höfum verið að þróa námskeiðið síðan. Tilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf ungmenna til lífsins. Þátttakendur rækta meðal annars með sér jákvæðni og ábyrgðarkennd gagnvart sjálfum sér og samborgurum sínum. Borgaraleg ferming er valkostur fyrir þá sem eru ekki reiðubúnir að strengja trúarheit, þá sem ekki trúa á æðri mátt, eða fyrir þá sem af öðrum ástæðum vilja ekki taka þátt í hefðbundinni kirkjulegri fermingu. Fjallað er meðal annars um siðfræði, gagnrýna hugsun, að taka erfiðar ákvarðanir, mannleg samskipti, mismunandi lífsskoðanir og lífsstíl, tilfinningar, skaðsemi vímuefna, sjálfsmyndina og samskipti kynjanna, hamingjuna, tilgang lífsins, fordóma og fjölmenningu, að vera unglingur í auglýsinga- og neyslusamfélagi, umhverfismál, lífsferlið, sorg og áföll. Þátttakendur fá mörg tækifæri til þess að mynda sér skoðanir á hinum ýmsu málum og taka þátt í rökræðum. Að námskeiðinu loknu fer fram falleg og virðuleg athöfn og taka þau fermingarbörn sem vilja virkan þátt í henni með ýmsum hætti s.s. tónlistarflutningi, dansi, ljóðalestri og ávörpum. Einnig koma gestir sem flytja ávörp. Í lok athafnar fá þátttakendur viðurkenningarskjal til staðfestingar því að hafa tekið þátt í námskeiðinu. Í haust fórum við af stað í tuttugasta og fimmta skiptið. Frá upphafi hafa um 1.800 íslensk börn verið fermd borgaralega og um 23.000 gestir hafa verið viðstaddir útskriftarathafnirnar. Við höfum verið með börn alls staðar að af landinu og haldið sérstakt helgarnámskeið fyrir landsbyggðarfólk. Nýtt met var slegið sl. vetur með þátttöku 214 fermingarbarna. Þá var Siðmennt með sjö námskeiðshópa, sex í Reykjavík og einn á Akureyri fyrir ungmenni sem búa á Norður- og Austurlandi. Einnig erum við alltaf með nokkur fermingarbörn í fjarnámi sem búa erlendis. Fermingarathafnir voru haldnar í Reykjavík og Kópavogi, og á Selfossi, Akureyri og Fljótsdalshéraði. Alls konar unglingar velja að fermast borgaralega. Sumir tilheyra trúfélögum, aðrir ekki, sumir eiga við fötlun að stríða og aðrir ekki, sumir eru af erlendum uppruna og sumir hafa ekki náð fullkomnum tökum á íslensku, sumir eru bráðgerir og eiga mjög auðvelt með nám og sumir eiga erfitt með nám. Tekið er á móti hverjum og einum eins og hann er og er fjölbreytt mannlíf álitinn mikill kostur. Trúarbrögð, kyn, uppruni, aldur, fötlun o.s.frv. skipta engu máli. Við eigum það öll sameiginlegt að vera manneskjur hvernig sem við erum og borgaraleg ferming er fyrir alla. Sumir hafa spurt okkur af hverju orðið ferming er notað. Íslenska orðið „ferming" er dregið af latneska orðinu „confirmare" sem þýðir meðal annars „að styðja" eða „að styrkjast". Ungmenni sem fermast borgaralega eru að styrkja þá ákvörðun sína að vera ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Árið 1990 var lífsskoðunarfélagið Siðmennt stofnað í kringum borgaralega fermingu, en frá maí 2008 hefur félagið boðið upp á alhliða athafnarstjórnun við allar tímamótaathafnir fjölskyldna (nafngjöf, giftingu og útför) á veraldlegan eða húmanískan máta, stýrt af faglærðum athafnarstjórum félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Árið 1988 datt mér í hug að efna til borgaralegrar fermingar á Íslandi. Ég þekkti til slíkra ferminga í öðrum löndum sem voru óháðar trú og börnin mín sem voru að nálgast fermingaraldur höfðu áhuga á slíku vegna þess að við erum ekki kristin. Ég skrifaði grein í dagblöðin og sagði að börnin mín myndu verða fyrstu Íslendingarnir til að fermast borgaralega og spurði hvort fleiri vildu vera með. Síminn byrjaði að hringja og hefur ekki stoppað síðan. Það sem ég ætlaði að gera einu sinni hefur orðið að ævistarfi. Fimmtán aðrar fjölskyldur höfðu samband við mig fyrsta árið og við bjuggum til nefnd sem setti saman fermingarnámskeið. Við tókum til fyrirmyndar skipulag Norðmanna sem hafa staðið að borgaralegum fermingum síðan 1951. Við höfum verið að þróa námskeiðið síðan. Tilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf ungmenna til lífsins. Þátttakendur rækta meðal annars með sér jákvæðni og ábyrgðarkennd gagnvart sjálfum sér og samborgurum sínum. Borgaraleg ferming er valkostur fyrir þá sem eru ekki reiðubúnir að strengja trúarheit, þá sem ekki trúa á æðri mátt, eða fyrir þá sem af öðrum ástæðum vilja ekki taka þátt í hefðbundinni kirkjulegri fermingu. Fjallað er meðal annars um siðfræði, gagnrýna hugsun, að taka erfiðar ákvarðanir, mannleg samskipti, mismunandi lífsskoðanir og lífsstíl, tilfinningar, skaðsemi vímuefna, sjálfsmyndina og samskipti kynjanna, hamingjuna, tilgang lífsins, fordóma og fjölmenningu, að vera unglingur í auglýsinga- og neyslusamfélagi, umhverfismál, lífsferlið, sorg og áföll. Þátttakendur fá mörg tækifæri til þess að mynda sér skoðanir á hinum ýmsu málum og taka þátt í rökræðum. Að námskeiðinu loknu fer fram falleg og virðuleg athöfn og taka þau fermingarbörn sem vilja virkan þátt í henni með ýmsum hætti s.s. tónlistarflutningi, dansi, ljóðalestri og ávörpum. Einnig koma gestir sem flytja ávörp. Í lok athafnar fá þátttakendur viðurkenningarskjal til staðfestingar því að hafa tekið þátt í námskeiðinu. Í haust fórum við af stað í tuttugasta og fimmta skiptið. Frá upphafi hafa um 1.800 íslensk börn verið fermd borgaralega og um 23.000 gestir hafa verið viðstaddir útskriftarathafnirnar. Við höfum verið með börn alls staðar að af landinu og haldið sérstakt helgarnámskeið fyrir landsbyggðarfólk. Nýtt met var slegið sl. vetur með þátttöku 214 fermingarbarna. Þá var Siðmennt með sjö námskeiðshópa, sex í Reykjavík og einn á Akureyri fyrir ungmenni sem búa á Norður- og Austurlandi. Einnig erum við alltaf með nokkur fermingarbörn í fjarnámi sem búa erlendis. Fermingarathafnir voru haldnar í Reykjavík og Kópavogi, og á Selfossi, Akureyri og Fljótsdalshéraði. Alls konar unglingar velja að fermast borgaralega. Sumir tilheyra trúfélögum, aðrir ekki, sumir eiga við fötlun að stríða og aðrir ekki, sumir eru af erlendum uppruna og sumir hafa ekki náð fullkomnum tökum á íslensku, sumir eru bráðgerir og eiga mjög auðvelt með nám og sumir eiga erfitt með nám. Tekið er á móti hverjum og einum eins og hann er og er fjölbreytt mannlíf álitinn mikill kostur. Trúarbrögð, kyn, uppruni, aldur, fötlun o.s.frv. skipta engu máli. Við eigum það öll sameiginlegt að vera manneskjur hvernig sem við erum og borgaraleg ferming er fyrir alla. Sumir hafa spurt okkur af hverju orðið ferming er notað. Íslenska orðið „ferming" er dregið af latneska orðinu „confirmare" sem þýðir meðal annars „að styðja" eða „að styrkjast". Ungmenni sem fermast borgaralega eru að styrkja þá ákvörðun sína að vera ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Árið 1990 var lífsskoðunarfélagið Siðmennt stofnað í kringum borgaralega fermingu, en frá maí 2008 hefur félagið boðið upp á alhliða athafnarstjórnun við allar tímamótaathafnir fjölskyldna (nafngjöf, giftingu og útför) á veraldlegan eða húmanískan máta, stýrt af faglærðum athafnarstjórum félagsins.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar