Fréttaskýring: Gjaldskylda árið 2014 8. september 2012 04:15 Ingjaldur Hannibalsson Hvernig verður bílastæðamálum við Háskóla Íslands háttað? Reiknað er með því að samgöngu-áætlun Háskóla Íslands (HÍ) verði samþykkt á næstu dögum, en samkvæmt henni á að minnka mengun sem tengist háskólanum. Gerður verður samgöngusamningur við Strætó og dregið úr umferð einkabíla við byggingar skólans. Stefnt er á að gjaldskylda verði tekin við allar byggingar árið 2014. Ingjaldur Hannibalsson, formaður skipulagsráðs HÍ, segir að með stefnunni eigi að taka tillit til umhverfisins og að bæta heilsu starfsmanna. Þá vilji skólinn komast hjá fjárfestingum í dýrum bílastæðahúsum eða -kjöllurum. Eitt verði látið yfir alla ganga og þegar fyrsta húsið með bílastæðakjallara verði tekið í notkun sé stefnt að því að taka upp gjaldskyldu í öllum stæðum. Unnið er að byggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, en undir henni er 38 stæða bílakjallari. Ingjaldur segir kostnað við hann nema rúmlega 100 milljónum króna. Stofnunin mun taka til starfa árið 2014. „Það er ekkert fast í hendi en stefnan er þessi, að við ætlum ekki að fjölga stæðum á lóðinni. Það kemur að því að gjaldskylda verður tekin upp sem mun tengjast útgjöldum skólans vegna bílastæðamála. Okkur finnst óeðlilegt að nýta það fé sem við fáum til kennslu og rannsókna í að byggja upp rándýr bílastæði fyrir starfsmenn og nemendur,“ segir Ingjaldur. Til þess að stefnan gangi eftir þarf aðkomu margra aðila. Skólinn er starfræktur í tæplega 40 byggingum og við þær eru 2.200 bílastæði. Sum húsin eru í íbúðahverfum og við þau þurfi Reykjavíkurborg að gefa út bílastæðakort fyrir íbúana. Þá þurfi samvinnu við Landspítalann, því ekki gangi að rukka aðeins í stæði háskólans á lóð spítalans.„Síðan teljum við mikilvægt að samtímis batni þjónusta Strætós við svæði skólans. Það hefur ekki verið staðfest, en líklegt er að aðalskiptistöðin færist frá Hlemmi að BSÍ. Það ætti að gera það mögulegt að bæta samgöngur við svæðið við Suðurgötuna og spítalalóðina verulega. Það er því margt sem hangir saman til að þetta sé raunhæf áætlun.“kolbeinn@frettabladid.is Tengdar fréttir Hrunið fækkaði ekki einkabílum Um 60% nemenda og starfsmanna við Háskóla Íslands koma á einkabíl í skólann. Um 14 þúsund nemendur eru við hann, fastir starfsmenn eru um 1.300 og stundakennarar um 2.000 og því um 17 þúsund manns sem eiga erindi í hann reglulega. „Það er athyglisvert að við gerðum könnun fyrir hrun og einnig eftir hrun og hlutfall þeirra sem komu á einkabíl lækkaði um 3%. Það var nú ekki meira," segir Ingjaldur, en kannanirnar voru gerðar árin 2007 og 2010. Til stendur að gera samgöngusamning við starfsmenn um að þeir auki vistvænar samgöngur. Þá er stefnt að samgöngusamningi við Strætó sem gefur starfsmönnum um 20% afslátt á árskorti. 8. september 2012 03:00 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Sjá meira
Hvernig verður bílastæðamálum við Háskóla Íslands háttað? Reiknað er með því að samgöngu-áætlun Háskóla Íslands (HÍ) verði samþykkt á næstu dögum, en samkvæmt henni á að minnka mengun sem tengist háskólanum. Gerður verður samgöngusamningur við Strætó og dregið úr umferð einkabíla við byggingar skólans. Stefnt er á að gjaldskylda verði tekin við allar byggingar árið 2014. Ingjaldur Hannibalsson, formaður skipulagsráðs HÍ, segir að með stefnunni eigi að taka tillit til umhverfisins og að bæta heilsu starfsmanna. Þá vilji skólinn komast hjá fjárfestingum í dýrum bílastæðahúsum eða -kjöllurum. Eitt verði látið yfir alla ganga og þegar fyrsta húsið með bílastæðakjallara verði tekið í notkun sé stefnt að því að taka upp gjaldskyldu í öllum stæðum. Unnið er að byggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, en undir henni er 38 stæða bílakjallari. Ingjaldur segir kostnað við hann nema rúmlega 100 milljónum króna. Stofnunin mun taka til starfa árið 2014. „Það er ekkert fast í hendi en stefnan er þessi, að við ætlum ekki að fjölga stæðum á lóðinni. Það kemur að því að gjaldskylda verður tekin upp sem mun tengjast útgjöldum skólans vegna bílastæðamála. Okkur finnst óeðlilegt að nýta það fé sem við fáum til kennslu og rannsókna í að byggja upp rándýr bílastæði fyrir starfsmenn og nemendur,“ segir Ingjaldur. Til þess að stefnan gangi eftir þarf aðkomu margra aðila. Skólinn er starfræktur í tæplega 40 byggingum og við þær eru 2.200 bílastæði. Sum húsin eru í íbúðahverfum og við þau þurfi Reykjavíkurborg að gefa út bílastæðakort fyrir íbúana. Þá þurfi samvinnu við Landspítalann, því ekki gangi að rukka aðeins í stæði háskólans á lóð spítalans.„Síðan teljum við mikilvægt að samtímis batni þjónusta Strætós við svæði skólans. Það hefur ekki verið staðfest, en líklegt er að aðalskiptistöðin færist frá Hlemmi að BSÍ. Það ætti að gera það mögulegt að bæta samgöngur við svæðið við Suðurgötuna og spítalalóðina verulega. Það er því margt sem hangir saman til að þetta sé raunhæf áætlun.“kolbeinn@frettabladid.is
Tengdar fréttir Hrunið fækkaði ekki einkabílum Um 60% nemenda og starfsmanna við Háskóla Íslands koma á einkabíl í skólann. Um 14 þúsund nemendur eru við hann, fastir starfsmenn eru um 1.300 og stundakennarar um 2.000 og því um 17 þúsund manns sem eiga erindi í hann reglulega. „Það er athyglisvert að við gerðum könnun fyrir hrun og einnig eftir hrun og hlutfall þeirra sem komu á einkabíl lækkaði um 3%. Það var nú ekki meira," segir Ingjaldur, en kannanirnar voru gerðar árin 2007 og 2010. Til stendur að gera samgöngusamning við starfsmenn um að þeir auki vistvænar samgöngur. Þá er stefnt að samgöngusamningi við Strætó sem gefur starfsmönnum um 20% afslátt á árskorti. 8. september 2012 03:00 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Sjá meira
Hrunið fækkaði ekki einkabílum Um 60% nemenda og starfsmanna við Háskóla Íslands koma á einkabíl í skólann. Um 14 þúsund nemendur eru við hann, fastir starfsmenn eru um 1.300 og stundakennarar um 2.000 og því um 17 þúsund manns sem eiga erindi í hann reglulega. „Það er athyglisvert að við gerðum könnun fyrir hrun og einnig eftir hrun og hlutfall þeirra sem komu á einkabíl lækkaði um 3%. Það var nú ekki meira," segir Ingjaldur, en kannanirnar voru gerðar árin 2007 og 2010. Til stendur að gera samgöngusamning við starfsmenn um að þeir auki vistvænar samgöngur. Þá er stefnt að samgöngusamningi við Strætó sem gefur starfsmönnum um 20% afslátt á árskorti. 8. september 2012 03:00