Engin lausn í banni á verðtryggingunni 11. september 2012 09:00 Verðtryggingar stoðar lítt Ásgeir Jónsson, lektor við HÍ, er einn af höfundum skýrslunnar sem um er rætt, en niðurstaða höfunda er að bann á verðtryggingu feli ekki í sér lausn gegn óstöðugleika í íslensku hagkerfi. Fréttablaðið/GVA Bann við verðtryggðum lánum eða úthýsing þeirra af íslenskum fjármálamarkaði mun ekki leysa neinn vanda. Í raun ætti frekar að fjölga valkostum lántakenda og tryggja þess í stað að þeir séu vel upplýstir um þá áhættu sem fylgir hverjum valkosti. Þetta segir í niðurstöðu sérfræðingaskýrslu sem gerð var fyrir Samtök fjármálafyrirtækja og kynnt í gær. Í skýrslunni er vísað til árabilsins 2001 til 2008 þar sem íslenska krónan var á floti í frjálsum gjaldeyrisviðskiptum. Þá var gengisþróun krónunnar einn helsti áhrifavaldur verðbólgu þar sem reglulegar kollsteypur á gengismarkaði ollu verðbólguskellum. Er þeirri spurningu meðal annars varpað fram hvort fljótandi gengi krónunnar sé yfirhöfuð mögulegt í ljósi umræddra sveiflna og óstöðugleika í hagkerfinu. Vandinn við verðtryggingu er fjórþættur að mati höfunda. Í fyrsta lagi skapi löng, fastvaxta verðtryggð húsnæðislán með jafngreiðslufyrirkomulagi, svokölluð Íslandslán, hvata fyrir of mikla skuldsetningu, auk þess sem meirihluti slíkra lána sé með ríkisábyrgð. Þá séu heimilin að taka á sig of mikla áhættu og loks þvælist verðtryggingin fyrir framgangi peningamálastefnu Seðlabankans. Í niðurstöðum skýrslunnar segir: „Þegar allt er dregið saman verður ekki séð að það leysi nokkurn vanda að banna verðtryggingu eða reyna að úthýsa henni af íslenskum fjármálamarkaði. […] Það er ekki líklegt að blátt bann við verðtryggingu hjálpi nokkrum, og allra síst framtíðarlántakendum. Grunnrót vandans – verðbólga og óstöðugleiki – yrði áfram til staðar en þeim leiðum sem hægt er að beita til þess að bregðast við honum hefði aðeins fækkað." Að mati höfunda skýrslunnar liggur lausnin frekar í því að minnka hvatann til skuldsetningar og auka endurgreiðsluhraða, aflétta ríkisábyrgð sem er á meirihluta fasteignalána, minnka þjóðhagslega áhættu með aukinni fjölbreytni á lánamarkaði og efla stjórntæki Seðlabankans til þess að stjórna eftirspurn í hagkerfinu. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Bann við verðtryggðum lánum eða úthýsing þeirra af íslenskum fjármálamarkaði mun ekki leysa neinn vanda. Í raun ætti frekar að fjölga valkostum lántakenda og tryggja þess í stað að þeir séu vel upplýstir um þá áhættu sem fylgir hverjum valkosti. Þetta segir í niðurstöðu sérfræðingaskýrslu sem gerð var fyrir Samtök fjármálafyrirtækja og kynnt í gær. Í skýrslunni er vísað til árabilsins 2001 til 2008 þar sem íslenska krónan var á floti í frjálsum gjaldeyrisviðskiptum. Þá var gengisþróun krónunnar einn helsti áhrifavaldur verðbólgu þar sem reglulegar kollsteypur á gengismarkaði ollu verðbólguskellum. Er þeirri spurningu meðal annars varpað fram hvort fljótandi gengi krónunnar sé yfirhöfuð mögulegt í ljósi umræddra sveiflna og óstöðugleika í hagkerfinu. Vandinn við verðtryggingu er fjórþættur að mati höfunda. Í fyrsta lagi skapi löng, fastvaxta verðtryggð húsnæðislán með jafngreiðslufyrirkomulagi, svokölluð Íslandslán, hvata fyrir of mikla skuldsetningu, auk þess sem meirihluti slíkra lána sé með ríkisábyrgð. Þá séu heimilin að taka á sig of mikla áhættu og loks þvælist verðtryggingin fyrir framgangi peningamálastefnu Seðlabankans. Í niðurstöðum skýrslunnar segir: „Þegar allt er dregið saman verður ekki séð að það leysi nokkurn vanda að banna verðtryggingu eða reyna að úthýsa henni af íslenskum fjármálamarkaði. […] Það er ekki líklegt að blátt bann við verðtryggingu hjálpi nokkrum, og allra síst framtíðarlántakendum. Grunnrót vandans – verðbólga og óstöðugleiki – yrði áfram til staðar en þeim leiðum sem hægt er að beita til þess að bregðast við honum hefði aðeins fækkað." Að mati höfunda skýrslunnar liggur lausnin frekar í því að minnka hvatann til skuldsetningar og auka endurgreiðsluhraða, aflétta ríkisábyrgð sem er á meirihluta fasteignalána, minnka þjóðhagslega áhættu með aukinni fjölbreytni á lánamarkaði og efla stjórntæki Seðlabankans til þess að stjórna eftirspurn í hagkerfinu. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira