Stórar útgerðir greiða skuldir hratt niður Þórður Snær Júlíusson | thordur@frettabladid.is skrifar 12. september 2012 00:01 Arðbært Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja hefur verið mikill á síðustu árum. Stærstu fyrirtækin hafa nýtt sér góðærið til að greiða niður skuldir sínar við íslenska banka. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Bókfært virði lána Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka til sjávarútvegsfyrirtækja hefur dregist saman um samtals 39,2 milljarða króna frá því að bankarnir voru settir á fót. Langstærsti hluti þeirrar lækkunar hefur átt sér stað hjá Landsbankanum en bókfærð útlán Arion banka til geirans hafa staðið í stað. Stór ástæða þessarar breytingar er sú að stærri sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafa verið að borga skuldir sínar mjög hratt niður. Hjá Íslandsbanka einum saman nema afborganir stærri fyrirtækja í sjávarútvegi um fimmtíu milljörðum króna frá stofnun bankans. Bankarnir tjá sig ekki um einstaka viðskiptavini og því er ekki hægt að fá sundurliðun á því hvaða fyrirtæki hafa verið að greiða niður skuldir sínar. Landsbankinn er stærsti lánveitandi sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi. Í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að útlánasafn bankans til þessa geira hafi staðið í 172 milljörðum króna í lok árs 2008 en hafi verið 139 milljarðar króna um mitt þetta ár. Það hefur því lækkað um 33 milljarða króna. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, eru nokkrir þættir sem hafa áhrif til hækkunar eða lækkunar. „Það eru gengisdómar, afskriftir, endurgreiðslur, ný lán og svo endurmat lána. Gengið er á svipuðum stað á báðum tímapunktum og hefur því ekki veruleg áhrif. Við erum ekki með sundurliðun á áhrifum annarra þátta en endurgreiðslur skulda eiga þar verulega stóran hlut að máli." Hjá Íslandsbanka fengust þau svör hjá Guðnýju Helgu Herbertsdóttur, upplýsingafulltrúa bankans, að afborganir lána stærri fyrirtækja í sjávarútvegi „nema um 50 milljörðum króna frá stofnun bankans og á sama tímabili hefur bókfært virði lánasafnsins lækkað um 6,2 milljarða króna. Skýringin á því að safnið minnkar ekki meira felst aðallega í nýjum lánveitingum, endurmati á lánasafni, verðbótum og gengisbreytingum." Bókfært virði allra útlána Íslandsbanka til sjávarútvegs nam 72,7 milljörðum króna um mitt ár 2012. Slík lán eru um þrettán prósent af heildarútlánum bankans. Eini geirinn sem fær meira lánað frá bankanum eru fasteignafélög, sem fá um fjórtán prósent af heildarútlánum. Í svari Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúa Arion banka, við fyrirspurn Markaðarins segir að upphafsstaða lána til sjávarútvegs þegar bankinn var settur á fót hafi verið um 73 milljarðar króna. „Nettó útlán til þeirra félaga sem stóðu að baki upphafsstöðunni eru í dag á svipuðum slóðum, eða rúmir 73 milljarðar króna, að teknu tilliti til nýrra útlána, uppgreiðslna og afskrifta. Hins vegar hafa bæst við útlán til nýrra viðskiptavina í sjávarútvegi og fela þau í sér ríflega fjórðungs aukningu í útlánum bankans til sjávarútvegsfyrirtækja," segir Haraldur Guðni. Tengdar fréttir GrÍðarleg hagnaðaraukning í sjávarútvegi 12. september 2012 00:01 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Bókfært virði lána Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka til sjávarútvegsfyrirtækja hefur dregist saman um samtals 39,2 milljarða króna frá því að bankarnir voru settir á fót. Langstærsti hluti þeirrar lækkunar hefur átt sér stað hjá Landsbankanum en bókfærð útlán Arion banka til geirans hafa staðið í stað. Stór ástæða þessarar breytingar er sú að stærri sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafa verið að borga skuldir sínar mjög hratt niður. Hjá Íslandsbanka einum saman nema afborganir stærri fyrirtækja í sjávarútvegi um fimmtíu milljörðum króna frá stofnun bankans. Bankarnir tjá sig ekki um einstaka viðskiptavini og því er ekki hægt að fá sundurliðun á því hvaða fyrirtæki hafa verið að greiða niður skuldir sínar. Landsbankinn er stærsti lánveitandi sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi. Í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að útlánasafn bankans til þessa geira hafi staðið í 172 milljörðum króna í lok árs 2008 en hafi verið 139 milljarðar króna um mitt þetta ár. Það hefur því lækkað um 33 milljarða króna. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, eru nokkrir þættir sem hafa áhrif til hækkunar eða lækkunar. „Það eru gengisdómar, afskriftir, endurgreiðslur, ný lán og svo endurmat lána. Gengið er á svipuðum stað á báðum tímapunktum og hefur því ekki veruleg áhrif. Við erum ekki með sundurliðun á áhrifum annarra þátta en endurgreiðslur skulda eiga þar verulega stóran hlut að máli." Hjá Íslandsbanka fengust þau svör hjá Guðnýju Helgu Herbertsdóttur, upplýsingafulltrúa bankans, að afborganir lána stærri fyrirtækja í sjávarútvegi „nema um 50 milljörðum króna frá stofnun bankans og á sama tímabili hefur bókfært virði lánasafnsins lækkað um 6,2 milljarða króna. Skýringin á því að safnið minnkar ekki meira felst aðallega í nýjum lánveitingum, endurmati á lánasafni, verðbótum og gengisbreytingum." Bókfært virði allra útlána Íslandsbanka til sjávarútvegs nam 72,7 milljörðum króna um mitt ár 2012. Slík lán eru um þrettán prósent af heildarútlánum bankans. Eini geirinn sem fær meira lánað frá bankanum eru fasteignafélög, sem fá um fjórtán prósent af heildarútlánum. Í svari Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúa Arion banka, við fyrirspurn Markaðarins segir að upphafsstaða lána til sjávarútvegs þegar bankinn var settur á fót hafi verið um 73 milljarðar króna. „Nettó útlán til þeirra félaga sem stóðu að baki upphafsstöðunni eru í dag á svipuðum slóðum, eða rúmir 73 milljarðar króna, að teknu tilliti til nýrra útlána, uppgreiðslna og afskrifta. Hins vegar hafa bæst við útlán til nýrra viðskiptavina í sjávarútvegi og fela þau í sér ríflega fjórðungs aukningu í útlánum bankans til sjávarútvegsfyrirtækja," segir Haraldur Guðni.
Tengdar fréttir GrÍðarleg hagnaðaraukning í sjávarútvegi 12. september 2012 00:01 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira