Ræða reglur til varnar stöðugleika 12. september 2012 11:00 Sigríður Benediktsdóttir, ásamt Tryggva Gunnarssyni og Páli Hreinssyni. Seðlabankinn gaf 27. ágúst út rit sem nefnist Varúðarreglur eftir fjármagnshöft. Í ritinu eru kynntar tillögur að svokölluðum þjóðhagslegum varúðarreglum. Leggur bankinn til að nokkrar slíkar verði lögfestar hér á landi með það fyrir augum að minnka líkurnar á þjóðhagslegum áföllum. Þá telur bankinn jafnframt að setning varúðarreglna búi í haginn fyrir afléttingu gjaldeyrishafta á næstu árum. Í inngangi skýrslunnar segir að reynslan í aðdraganda fjármálakreppunnar sýni að þótt óheftar fjármagnshreyfingar geti ýtt undir fjármunamyndun og hagvöxt fylgi þeim einnig áhætta fyrir fjármálakerfið og innlent efnahagslíf sem nauðsynlegt sé að draga úr. Þá geti orðið óstöðugleiki á gjaldeyrismarkaði við losun gjaldeyrishaftanna sem skynsamlegt geti verið að reyna að lágmarka. „Við erum að vinna eftir ákveðnu ferli til að afnema megi gjaldeyrishöftin. Meðan á því ferli stendur er mikilvægt að það sé skýrt hvernig aðstæður verða hér á landi eftir að höftin verða afnumin," segir Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, og heldur áfram: „Þá þarf að koma í veg fyrir að þær áhættur sem mynduðust til að mynda fyrir árið 2008 endurtaki sig og valdi vandræðum á ný. Að sjálfsögðu verður aldrei hægt að fyrirbyggja allar áhættur en vonandi getum við komið í veg fyrir þær augljósustu." Í skýrslunni er einkum vísað til þrenns konar áhættu sem mikilvægt geti verið að draga úr. Í fyrsta lagi sveiflukenndar fjármagnshreyfingar sem magni hagsveifluna. Í öðru lagi gjaldmiðlamisvægi í efnahagsreikningum innlendra aðila en það þýðir til að mynda að lögaðilar hafi lán í erlendum myntum en tekjur í íslenskum krónum. Og í þriðja lagi gjalddagamisræmi í erlendum gjaldmiðlum í efnahagsreikningum fjármálastofnana. Er þar átt við þegar fjármálastofnanir kaupa erlendar langtímaeignir og fjármagna kaupin með skammtímaskuldbindingum, til að mynda innlánum og endurhverfum lánum. „Við höfum glímt við ákveðinn vanda í peningastefnunni, að þegar það er þensla og vextir eru hækkaðir þá eykst oft innflæði fjármagns. Það má því segja að hækkun vaxta sé að hluta til þensluhvetjandi sem er óheppilegt og eitthvað sem við þurfum að geta komið í veg fyrir. Þá þarf að taka á þeirri áhættu sem myndast þegar gjaldeyrisáhætta er færð frá aðilum eins og bönkum, sem kunna að stýra áhættunni, yfir á þau heimili og fyrirtæki sem skortir tæki og kunnáttu til þess að stýra henni," segir Sigríður um þá áhættuþætti sem Seðlabankinn vill meðal annars að tekið verði á. Þá segir Sigríður að Íslendingar séu síður en svo fyrsta þjóðin til að skoða upptöku varúðarreglna. „Sem dæmi má nefna að Bandaríkjamenn og Kanadabúar greiða aðeins út innlán í sínum eigin gjaldmiðli ef innlánastofnanir lenda í vandræðum. Þessu til viðbótar er nokkuð algengt að lönd hafi ákveðin takmörk á því hve mikið lífeyrissjóðir geta fjárfest erlendis en við erum svo sem ekki að mæla með því til frambúðar," segir Sigríður og bætir við: „Okkar hugmynd byggir á þeirri áhættu að ef lífeyrissjóðirnir mega skyndilega allir fara úr 20% erlendum eignum upp í 50% erlendar eignir, til dæmis 1. janúar 2014, þá er hætta á að þeir fari allir að sækja á sömu miðin. Það gæti valdið gengisveikingu krónunnar og því að sjóðirnir fengju færri erlendar eignir en ella. Þetta er því hugsað sem tímabundin hraðahindrun til að koma í veg fyrir að öll fiskiskipin fari á miðin á sama tíma ef svo má að orði komast." Í skýrslunni leggur Seðlabankinn til að stofnaðir verði vinnuhópar til að útfæra nánar þær hugmyndir sem kynntar eru í skýrslunni. Þá er ljóst að vilji stjórnvöld fylgja tillögunum eftir þurfa að koma til lagabreytingar vegna fjögurra af þeim fimm reglum sem kynntar eru í skýrslunni. Þá kann að vera nauðsynlegt að breyta lögum vegna fimmtu reglunnar. Þar sem það verður stjórnmálamanna að vinna áfram með þessar tillögur hafði Markaðurinn samband við fulltrúa allra þingflokka og bað um álit á tillögunum. Svörin má sjá hér á síðunni. Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Seðlabankinn gaf 27. ágúst út rit sem nefnist Varúðarreglur eftir fjármagnshöft. Í ritinu eru kynntar tillögur að svokölluðum þjóðhagslegum varúðarreglum. Leggur bankinn til að nokkrar slíkar verði lögfestar hér á landi með það fyrir augum að minnka líkurnar á þjóðhagslegum áföllum. Þá telur bankinn jafnframt að setning varúðarreglna búi í haginn fyrir afléttingu gjaldeyrishafta á næstu árum. Í inngangi skýrslunnar segir að reynslan í aðdraganda fjármálakreppunnar sýni að þótt óheftar fjármagnshreyfingar geti ýtt undir fjármunamyndun og hagvöxt fylgi þeim einnig áhætta fyrir fjármálakerfið og innlent efnahagslíf sem nauðsynlegt sé að draga úr. Þá geti orðið óstöðugleiki á gjaldeyrismarkaði við losun gjaldeyrishaftanna sem skynsamlegt geti verið að reyna að lágmarka. „Við erum að vinna eftir ákveðnu ferli til að afnema megi gjaldeyrishöftin. Meðan á því ferli stendur er mikilvægt að það sé skýrt hvernig aðstæður verða hér á landi eftir að höftin verða afnumin," segir Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, og heldur áfram: „Þá þarf að koma í veg fyrir að þær áhættur sem mynduðust til að mynda fyrir árið 2008 endurtaki sig og valdi vandræðum á ný. Að sjálfsögðu verður aldrei hægt að fyrirbyggja allar áhættur en vonandi getum við komið í veg fyrir þær augljósustu." Í skýrslunni er einkum vísað til þrenns konar áhættu sem mikilvægt geti verið að draga úr. Í fyrsta lagi sveiflukenndar fjármagnshreyfingar sem magni hagsveifluna. Í öðru lagi gjaldmiðlamisvægi í efnahagsreikningum innlendra aðila en það þýðir til að mynda að lögaðilar hafi lán í erlendum myntum en tekjur í íslenskum krónum. Og í þriðja lagi gjalddagamisræmi í erlendum gjaldmiðlum í efnahagsreikningum fjármálastofnana. Er þar átt við þegar fjármálastofnanir kaupa erlendar langtímaeignir og fjármagna kaupin með skammtímaskuldbindingum, til að mynda innlánum og endurhverfum lánum. „Við höfum glímt við ákveðinn vanda í peningastefnunni, að þegar það er þensla og vextir eru hækkaðir þá eykst oft innflæði fjármagns. Það má því segja að hækkun vaxta sé að hluta til þensluhvetjandi sem er óheppilegt og eitthvað sem við þurfum að geta komið í veg fyrir. Þá þarf að taka á þeirri áhættu sem myndast þegar gjaldeyrisáhætta er færð frá aðilum eins og bönkum, sem kunna að stýra áhættunni, yfir á þau heimili og fyrirtæki sem skortir tæki og kunnáttu til þess að stýra henni," segir Sigríður um þá áhættuþætti sem Seðlabankinn vill meðal annars að tekið verði á. Þá segir Sigríður að Íslendingar séu síður en svo fyrsta þjóðin til að skoða upptöku varúðarreglna. „Sem dæmi má nefna að Bandaríkjamenn og Kanadabúar greiða aðeins út innlán í sínum eigin gjaldmiðli ef innlánastofnanir lenda í vandræðum. Þessu til viðbótar er nokkuð algengt að lönd hafi ákveðin takmörk á því hve mikið lífeyrissjóðir geta fjárfest erlendis en við erum svo sem ekki að mæla með því til frambúðar," segir Sigríður og bætir við: „Okkar hugmynd byggir á þeirri áhættu að ef lífeyrissjóðirnir mega skyndilega allir fara úr 20% erlendum eignum upp í 50% erlendar eignir, til dæmis 1. janúar 2014, þá er hætta á að þeir fari allir að sækja á sömu miðin. Það gæti valdið gengisveikingu krónunnar og því að sjóðirnir fengju færri erlendar eignir en ella. Þetta er því hugsað sem tímabundin hraðahindrun til að koma í veg fyrir að öll fiskiskipin fari á miðin á sama tíma ef svo má að orði komast." Í skýrslunni leggur Seðlabankinn til að stofnaðir verði vinnuhópar til að útfæra nánar þær hugmyndir sem kynntar eru í skýrslunni. Þá er ljóst að vilji stjórnvöld fylgja tillögunum eftir þurfa að koma til lagabreytingar vegna fjögurra af þeim fimm reglum sem kynntar eru í skýrslunni. Þá kann að vera nauðsynlegt að breyta lögum vegna fimmtu reglunnar. Þar sem það verður stjórnmálamanna að vinna áfram með þessar tillögur hafði Markaðurinn samband við fulltrúa allra þingflokka og bað um álit á tillögunum. Svörin má sjá hér á síðunni.
Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira