Wow air tvöfaldar sætaframboð 2013 13. september 2012 09:15 Skúli Mogensen ætlar sjálfur að fjármagna aukin umsvif Wow air. Hann lagði félaginu til hálfan milljarð króna í ágúst síðastliðnum auk þess sem hann lagði fram upphafskostnað þegar það var sett á fót.fréttablaðið/anton Wow air ætlar að auka tíðni fluga og bæta við nýjum áfangastöðum næsta sumar. Vegna þessa verður ráðist í leigu á fleiri flugvélum og hefur verið gengið frá því að þrjár Airbus-vélar þjónusti félagið á næsta ári. Sætaframboð Wow air mun tvöfaldast við þetta og verða um 280 þúsund á árinu 2013. Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi Wow air, segir ljóst að hin auknu umsvif muni kalla á aukna fjárfestingu í félaginu á næstu árum til viðbótar við þær 500 milljónir króna sem hann lagði félaginu til í lok ágúst síðastliðins. Skúli ætlar sjálfur að fjármagna þá aukningu en útilokar ekki að fá fleiri hluthafa að þegar meiri reynsla er komin á verkefnið. Stefnt er að því að Wow air skili hagnaði eftir tvö til þrjú ár. Wow air mun hefja áætlunarflug til Amsterdam, Mílanó og Düsseldorf næsta sumar. Auk þess ætlar félagið að fjölga ferðum sínum til Londum upp í átta á viku og fljúga sex sinnum í viku til Kaupmannahafnar næsta sumar. Áfangastaðir Wow air verða því þrettán talsins næsta sumar. Skúli segir ástæðu þess að ráðist sé í þessa innspýtingu vera góð viðbrögð viðskiptavina gagnvart Wow air á fyrsta starfsári félagsins. „Við teljum tvímælalaust þörf fyrir félag eins og Wow, sem getur boðið lægsta verð með bros á vör, inn á þennan markað. Þessir nýju áfangastaðir urðu fyrir valinu vegna þess að við höfum bæði fundið fyrir áhuga Íslendinga á þeim, en ekki síst fyrir miklum áhuga frá öllum þessum stöðum á Íslandi. Í þessu ákveðna tilfelli þá ræður erlendur áhugi á Íslandi mestu um hvaða staðir urðu fyrir valinu.“ Að sögn Skúla er alveg ljóst að þessi auknu umsvif muni kalla á viðbótarfjárfestingu í félaginu, en tilkynnt var í síðasta mánuði að hann hefði lagt því til hálfan milljarð króna til að styrkja stöðu þess. Fjárfestingafélag Skúla, Títan, er eini eigandi Wow air. „Ég legg áherslu á að svona uppbygging er að lágmarki þriggja ára verkefni. Þessu fylgir mikill upphafskostnaður en að sama skapi er þetta gríðarlega áhugaverður markaður. Erlendir ferðamenn skila 158 milljörðum króna inn í þjóðarbúið árlega. Kakan er því orðin ansi stór og mun enn stækka svo framarlega sem stjórnvöld fara ekki að krukka of mikið í þennan geira. Það er alveg ljóst að það kallar á töluverða fjárfestingu að koma á fót svona ferðaþjónustufélagi. Þær fjárfestingar verða umtalsverðar næstu árin. En ég er bjartsýnn á að við getum byggt upp öflugt félag til lengri tíma. Að svo stöddu er ég mjög sáttur við að fjármagna félagið sjálfur. En ég mun ekki útiloka að taka fleiri með mér í lið þegar það er komin meiri reynsla á þetta.“ thordur@frettabladid.is Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Wow air ætlar að auka tíðni fluga og bæta við nýjum áfangastöðum næsta sumar. Vegna þessa verður ráðist í leigu á fleiri flugvélum og hefur verið gengið frá því að þrjár Airbus-vélar þjónusti félagið á næsta ári. Sætaframboð Wow air mun tvöfaldast við þetta og verða um 280 þúsund á árinu 2013. Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi Wow air, segir ljóst að hin auknu umsvif muni kalla á aukna fjárfestingu í félaginu á næstu árum til viðbótar við þær 500 milljónir króna sem hann lagði félaginu til í lok ágúst síðastliðins. Skúli ætlar sjálfur að fjármagna þá aukningu en útilokar ekki að fá fleiri hluthafa að þegar meiri reynsla er komin á verkefnið. Stefnt er að því að Wow air skili hagnaði eftir tvö til þrjú ár. Wow air mun hefja áætlunarflug til Amsterdam, Mílanó og Düsseldorf næsta sumar. Auk þess ætlar félagið að fjölga ferðum sínum til Londum upp í átta á viku og fljúga sex sinnum í viku til Kaupmannahafnar næsta sumar. Áfangastaðir Wow air verða því þrettán talsins næsta sumar. Skúli segir ástæðu þess að ráðist sé í þessa innspýtingu vera góð viðbrögð viðskiptavina gagnvart Wow air á fyrsta starfsári félagsins. „Við teljum tvímælalaust þörf fyrir félag eins og Wow, sem getur boðið lægsta verð með bros á vör, inn á þennan markað. Þessir nýju áfangastaðir urðu fyrir valinu vegna þess að við höfum bæði fundið fyrir áhuga Íslendinga á þeim, en ekki síst fyrir miklum áhuga frá öllum þessum stöðum á Íslandi. Í þessu ákveðna tilfelli þá ræður erlendur áhugi á Íslandi mestu um hvaða staðir urðu fyrir valinu.“ Að sögn Skúla er alveg ljóst að þessi auknu umsvif muni kalla á viðbótarfjárfestingu í félaginu, en tilkynnt var í síðasta mánuði að hann hefði lagt því til hálfan milljarð króna til að styrkja stöðu þess. Fjárfestingafélag Skúla, Títan, er eini eigandi Wow air. „Ég legg áherslu á að svona uppbygging er að lágmarki þriggja ára verkefni. Þessu fylgir mikill upphafskostnaður en að sama skapi er þetta gríðarlega áhugaverður markaður. Erlendir ferðamenn skila 158 milljörðum króna inn í þjóðarbúið árlega. Kakan er því orðin ansi stór og mun enn stækka svo framarlega sem stjórnvöld fara ekki að krukka of mikið í þennan geira. Það er alveg ljóst að það kallar á töluverða fjárfestingu að koma á fót svona ferðaþjónustufélagi. Þær fjárfestingar verða umtalsverðar næstu árin. En ég er bjartsýnn á að við getum byggt upp öflugt félag til lengri tíma. Að svo stöddu er ég mjög sáttur við að fjármagna félagið sjálfur. En ég mun ekki útiloka að taka fleiri með mér í lið þegar það er komin meiri reynsla á þetta.“ thordur@frettabladid.is
Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira