Allir við sama borð Guðbjartur Hannesson skrifar 14. september 2012 06:00 Í dag er haldið hringþing um menntamál innflytjenda. Þar koma saman fulltrúar þeirra fjölmörgu aðila sem koma að málaflokknum til að skapa samræðuvettvang, meta stöðuna og leggja drög að sameiginlegri stefnu og forgangsröðun. Á síðasta áratug tvöfaldaðist hlutfall innflytjenda á Íslandi, fólk víðs vegar að úr heiminum sem kom ekki einungis hingað til að vinna heldur til að hefja nýtt líf með öllum þeim breytingum sem því fylgja; að flytja, ný menning, nýtt tungumál og allt ókunnugt og glíman við stjórnsýsluna oft og tíðum erfið. Tölfræðin sýnir að innflytjendur skrá sig síður í framhaldsskóla en Íslendingar og enn færri ljúka námi. Það gefur vísbendingar um að ekki sé verið að mæta þörfum þeirra í menntakerfinu og því mikilvægt að þeir sem koma að þessum málaflokki leiti leiða til að tryggja að þessi hópur sitji við sama borð og aðrir og njóti sömu tækifæra til virkar þátttöku í samfélaginu. Þannig spornum við gegn þeirri þróun sem við sjáum víða í nágrannalöndum okkar, þar sem önnur kynslóð innflytjenda hefur farið halloka í samfélaginu og stéttaskipting hefur myndast. Við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa jöfn tækifæri og komið er til móts við hvern einstakling svo hann geti verið virkur samfélagsþegn. Við tryggjum aðgengi fyrir fatlað fólk, læknisþjónustu fyrir veika og með sama hætti verðum við að styðja innflytjendur nægilega vel til að tryggja að þeir njóti sömu tækifæra til þess að vera virkir þegnar í íslensku samfélagi. Á hringþingi um menntamál innflytjenda er ætlunin að fjalla um málefni þessa hóps á öllum skólastigum, frá leikskóla til fullorðinsfræðslu, en um samstarfsverkefni er að ræða meðal fjölda aðila sem koma að málefnum innflytjenda. Það er von mín að sú vinna sem þar fer fram verði fyrsta skref í átt að því að viðurkenna þá miklu þekkingu, reynslu og menningu sem hefur komið með innflytjendum til landsins og tryggja að allir sitji við sama borð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag er haldið hringþing um menntamál innflytjenda. Þar koma saman fulltrúar þeirra fjölmörgu aðila sem koma að málaflokknum til að skapa samræðuvettvang, meta stöðuna og leggja drög að sameiginlegri stefnu og forgangsröðun. Á síðasta áratug tvöfaldaðist hlutfall innflytjenda á Íslandi, fólk víðs vegar að úr heiminum sem kom ekki einungis hingað til að vinna heldur til að hefja nýtt líf með öllum þeim breytingum sem því fylgja; að flytja, ný menning, nýtt tungumál og allt ókunnugt og glíman við stjórnsýsluna oft og tíðum erfið. Tölfræðin sýnir að innflytjendur skrá sig síður í framhaldsskóla en Íslendingar og enn færri ljúka námi. Það gefur vísbendingar um að ekki sé verið að mæta þörfum þeirra í menntakerfinu og því mikilvægt að þeir sem koma að þessum málaflokki leiti leiða til að tryggja að þessi hópur sitji við sama borð og aðrir og njóti sömu tækifæra til virkar þátttöku í samfélaginu. Þannig spornum við gegn þeirri þróun sem við sjáum víða í nágrannalöndum okkar, þar sem önnur kynslóð innflytjenda hefur farið halloka í samfélaginu og stéttaskipting hefur myndast. Við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa jöfn tækifæri og komið er til móts við hvern einstakling svo hann geti verið virkur samfélagsþegn. Við tryggjum aðgengi fyrir fatlað fólk, læknisþjónustu fyrir veika og með sama hætti verðum við að styðja innflytjendur nægilega vel til að tryggja að þeir njóti sömu tækifæra til þess að vera virkir þegnar í íslensku samfélagi. Á hringþingi um menntamál innflytjenda er ætlunin að fjalla um málefni þessa hóps á öllum skólastigum, frá leikskóla til fullorðinsfræðslu, en um samstarfsverkefni er að ræða meðal fjölda aðila sem koma að málefnum innflytjenda. Það er von mín að sú vinna sem þar fer fram verði fyrsta skref í átt að því að viðurkenna þá miklu þekkingu, reynslu og menningu sem hefur komið með innflytjendum til landsins og tryggja að allir sitji við sama borð.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar