Gunnar: Er ekki mikið að spá í bardagann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. september 2012 08:00 Gunnar skellir hér síðasta andstæðingi sínum á Írlandi. Það tók hann ekki langan tíma. Hann fær væntanlega erfiðari andstæðing í Nottingham aðra helgi. mynd/páll bergmann Hinn rólegi og yfirvegaði bardagamaður Gunnar Nelson segir það ekki raska ró sinni að það hafi verið skipt um andstæðing á dögunum. Hann er á leið í sinn fyrsta UFC-bardaga aðra helgi. Smá babb kom í bátinn um daginn er væntanlegur andstæðingur Gunnars, Pascal Kraus, dró sig úr keppni. Í hans stað mun Gunnar mæta DeMarques Johnson sem á tólf bardaga í UFC að baki. „Þetta hefur ekki mikil áhrif á mig. Ég æfi ekki þannig að ég sé að undirbúa mig nákvæmlega fyrir andstæðinginn. Ég er fyrst og fremst að gera sjálfan mig kláran í slaginn. Þegar maður er kominn í búrið þarf maður að bregðast við því sem gerist," sagði Gunnar yfirvegaður að vanda. „Það er ekki mikill munur á þessum strákum enda í sama þyngdarflokki. Helsti munurinn er kannski sá að sá sem ég mæti er aðeins sneggri og kröftugri. Hann er samt líklega ekki eins stöðusterkur. Það sýnist mér svona miðað við það sem ég hef séð af honum. Þetta er bara fínt fyrir mig og ekkert verra. Mér er í raun alveg sama. Það verður ekki snúið við núna og ég sé ekkert neikvætt við þetta. Ég horfi jákvætt á hlutina. Þetta raskar ró minni ekki mikið." Gunnar segir að undirbúningur fyrir bardagann hafi gengið vel. Hann hafi ekki lent í neinum meiðslum og svo verði vonandi áfram. „Ég æfi tvisvar á dag alla jafnan og það hefur gengið vel. Ekkert óvænt hefur komið upp á," sagði Gunnar. Er ekkert að koma fiðringur í hann? „Kannski ef ég er mikið að spá í bardagann en ég geri voða lítið af því. Það er hefðbundinn undirbúningur hjá mér og þetta er alltaf sama dæmið. Auðvitað er hver og einn sérstakur og þetta er aldrei auðvelt. Það að þetta sé UFC-bardagi breytir engu fyrir mig. Ég er að fara að gera nákvæmlega sama hlutinn og áður." Gunnar fer út næsta mánudag. Hann verður í Manchester til að byrja með og færir sig svo til Nottingham þar sem bardaginn fer fram. Hann mun fá mikla hvatningu úr stúkunni enda hafa Íslendingar mikinn áhuga á bardaganum og er búið að selja 300 miða frá Íslandi á bardagann. „Það er mjög spennandi og gaman að fólk hafi svona mikinn áhuga á þessu. Það lyftir manni að vita af því að margir standi við bakið á manni. Það er alltaf fallegt að hugsa til þess og ég mun reyna að njóta þess þó svo ég taki ekki mikið eftir áhorfendum þegar að örlagastund kemur. Ég reyni að nýta þetta sem jákvæða orku," sagði Gunnar Nelson. Íþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjá meira
Hinn rólegi og yfirvegaði bardagamaður Gunnar Nelson segir það ekki raska ró sinni að það hafi verið skipt um andstæðing á dögunum. Hann er á leið í sinn fyrsta UFC-bardaga aðra helgi. Smá babb kom í bátinn um daginn er væntanlegur andstæðingur Gunnars, Pascal Kraus, dró sig úr keppni. Í hans stað mun Gunnar mæta DeMarques Johnson sem á tólf bardaga í UFC að baki. „Þetta hefur ekki mikil áhrif á mig. Ég æfi ekki þannig að ég sé að undirbúa mig nákvæmlega fyrir andstæðinginn. Ég er fyrst og fremst að gera sjálfan mig kláran í slaginn. Þegar maður er kominn í búrið þarf maður að bregðast við því sem gerist," sagði Gunnar yfirvegaður að vanda. „Það er ekki mikill munur á þessum strákum enda í sama þyngdarflokki. Helsti munurinn er kannski sá að sá sem ég mæti er aðeins sneggri og kröftugri. Hann er samt líklega ekki eins stöðusterkur. Það sýnist mér svona miðað við það sem ég hef séð af honum. Þetta er bara fínt fyrir mig og ekkert verra. Mér er í raun alveg sama. Það verður ekki snúið við núna og ég sé ekkert neikvætt við þetta. Ég horfi jákvætt á hlutina. Þetta raskar ró minni ekki mikið." Gunnar segir að undirbúningur fyrir bardagann hafi gengið vel. Hann hafi ekki lent í neinum meiðslum og svo verði vonandi áfram. „Ég æfi tvisvar á dag alla jafnan og það hefur gengið vel. Ekkert óvænt hefur komið upp á," sagði Gunnar. Er ekkert að koma fiðringur í hann? „Kannski ef ég er mikið að spá í bardagann en ég geri voða lítið af því. Það er hefðbundinn undirbúningur hjá mér og þetta er alltaf sama dæmið. Auðvitað er hver og einn sérstakur og þetta er aldrei auðvelt. Það að þetta sé UFC-bardagi breytir engu fyrir mig. Ég er að fara að gera nákvæmlega sama hlutinn og áður." Gunnar fer út næsta mánudag. Hann verður í Manchester til að byrja með og færir sig svo til Nottingham þar sem bardaginn fer fram. Hann mun fá mikla hvatningu úr stúkunni enda hafa Íslendingar mikinn áhuga á bardaganum og er búið að selja 300 miða frá Íslandi á bardagann. „Það er mjög spennandi og gaman að fólk hafi svona mikinn áhuga á þessu. Það lyftir manni að vita af því að margir standi við bakið á manni. Það er alltaf fallegt að hugsa til þess og ég mun reyna að njóta þess þó svo ég taki ekki mikið eftir áhorfendum þegar að örlagastund kemur. Ég reyni að nýta þetta sem jákvæða orku," sagði Gunnar Nelson.
Íþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjá meira