Framfaraspor fyrir grunnrannsóknir og tækniþróun Þórarinn Guðjónsson skrifar 25. september 2012 06:00 Grunnrannsóknir eru forsenda hagvaxtar flestra þjóða á Vesturlöndum. Þekkingarsköpun sem verður til við slíkar rannsóknir styður við verðmætasköpun sem byggir á hugviti. Það er því mjög mikilvægt að hlúa vel að grunnrannsóknum og efla þekkingarsköpun því þannig aukum við líkur á hagnýtingu þekkingar og auknum hagvexti. Sú ákvörðun Ríkistjórnar Íslands að efla samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs, eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpi 2013, er mikið ánægjuefni og keðjuverkandi áhrif þessarar ákvörðunar geta orðið mikil. Það er ljóst að allt vísindasamfélagið fagnar þessu og er undirritaður viss um að afraksturinn eigi eftir að skila sér beint og óbeint inn í íslenskt hagkerfi. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti vorið 2010 framsýna stefnu Vísinda- og Tækniráðs 2010-2012. Mikilvægur þáttur í stefnunni snéri að samkeppnissjóðum og segir orðrétt: „Samkeppnissjóðir sem byggjast á vönduðu gæðamati umsókna og nánu samstarfi á milli háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja, eru forsenda fyrir öflugu rannsókna- og nýsköpunarstarfi. Standa þarf vörð um og efla samkeppnissjóðina á næstu árum og sameina sjóði þar sem það á við." Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar að efla samkeppnissjóðina má réttilega segja að hún sé að stíga fyrsta skrefið í markaðri stefnu Vísinda- og tækniráðs og er afar ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. Í fjárlagafrumvarpi sem var flutt í upphafi þings nú í haust kemur fram að ætlunin sé að verja 1,3 milljörðum króna í Rannsókna- og Tækniþróunarsjóð, eða tæplega 500 milljónum meira en árið á undan. Þetta er afar jákvætt og vonandi fyrsta skrefið í að gera þessa sjóði að þeim grunnstöðum vísinda- og tækniþróunar á Íslandi sem þeir þurfa að vera. Rannsóknasjóður er stærsti sjóðurinn sem heyrir undir Vísinda og Tækniráð og hryggjarstykkið í fjármögnun grunnvísinda hér á landi. Rannsóknir við íslenska háskóla og hinar ýmsu rannsóknastofnanir treysta að miklu leyti á stuðning Rannsóknasjóðs. Rannsóknasjóður sem er í umsýslu RANNÍS er enginn áskriftarsjóður heldur er gríðarleg samkeppni um styrki og eru umsóknir sendar utan til umsagnar til að minnka líkur á hagsmunaárekstrum. Rannsóknasjóður er sá vísindasjóður á Íslandi sem stendur faglegast að verki við mat umsókna. Úthlutunarhlutfall Rannsóknasjóðs er hins vegar orðið afar lágt og er komið niður fyrir 15% í sumum fagráðum auk þess sem styrkirnir eru of lágir til þess að geta fjármagnað að fullu þau rannsóknaverkefni sem fá styrk. Með þeirri aukningu í rannsóknasjóð sem gert er ráð fyrir í fjárlögum verður hægt að hækka úthlutunarhlutfallið og hækka styrki. Með þessu verður tryggt að fleiri afburðagóð verkefni hljóti styrk. Afleiðingin af þessu getur orðið margþætt fyrir vísindasamfélagið. Fyrst og fremst mun þetta auka samkeppnishæfni sterkra rannsóknahópa á Íslandi, stuðla að birtingu niðurstaðna í góðum tímaritum og auka líkur á hagnýtingu þeirrar þekkingar sem skapast. Jafnframt mun þetta styrkja verulega uppbyggingu doktorsnáms í landinu og styrkja nauðsynlega nýliðun. Ýmis mikilvæg hliðaráhrif munu einnig koma í ljós eins og aukin samvinna stofnana og deilda, og betri samkeppnishæfni til að sækja um erlenda styrki. Framtíð atvinnulífs á Íslandi er háð nýsköpun byggðri á þekkingarsköpun í grunnrannsóknum. Það er því mikið fagnaðarefni að sjá ríkisstjórnina halda fast við stefnu Vísinda- og tækniráðs og efla samkeppnissjóði þess. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í að gera þessa sjóði að þeim grunnstoðum í íslensku vísinda- og tæknisamfélagi sem þeir þurfa að vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Grunnrannsóknir eru forsenda hagvaxtar flestra þjóða á Vesturlöndum. Þekkingarsköpun sem verður til við slíkar rannsóknir styður við verðmætasköpun sem byggir á hugviti. Það er því mjög mikilvægt að hlúa vel að grunnrannsóknum og efla þekkingarsköpun því þannig aukum við líkur á hagnýtingu þekkingar og auknum hagvexti. Sú ákvörðun Ríkistjórnar Íslands að efla samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs, eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpi 2013, er mikið ánægjuefni og keðjuverkandi áhrif þessarar ákvörðunar geta orðið mikil. Það er ljóst að allt vísindasamfélagið fagnar þessu og er undirritaður viss um að afraksturinn eigi eftir að skila sér beint og óbeint inn í íslenskt hagkerfi. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti vorið 2010 framsýna stefnu Vísinda- og Tækniráðs 2010-2012. Mikilvægur þáttur í stefnunni snéri að samkeppnissjóðum og segir orðrétt: „Samkeppnissjóðir sem byggjast á vönduðu gæðamati umsókna og nánu samstarfi á milli háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja, eru forsenda fyrir öflugu rannsókna- og nýsköpunarstarfi. Standa þarf vörð um og efla samkeppnissjóðina á næstu árum og sameina sjóði þar sem það á við." Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar að efla samkeppnissjóðina má réttilega segja að hún sé að stíga fyrsta skrefið í markaðri stefnu Vísinda- og tækniráðs og er afar ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. Í fjárlagafrumvarpi sem var flutt í upphafi þings nú í haust kemur fram að ætlunin sé að verja 1,3 milljörðum króna í Rannsókna- og Tækniþróunarsjóð, eða tæplega 500 milljónum meira en árið á undan. Þetta er afar jákvætt og vonandi fyrsta skrefið í að gera þessa sjóði að þeim grunnstöðum vísinda- og tækniþróunar á Íslandi sem þeir þurfa að vera. Rannsóknasjóður er stærsti sjóðurinn sem heyrir undir Vísinda og Tækniráð og hryggjarstykkið í fjármögnun grunnvísinda hér á landi. Rannsóknir við íslenska háskóla og hinar ýmsu rannsóknastofnanir treysta að miklu leyti á stuðning Rannsóknasjóðs. Rannsóknasjóður sem er í umsýslu RANNÍS er enginn áskriftarsjóður heldur er gríðarleg samkeppni um styrki og eru umsóknir sendar utan til umsagnar til að minnka líkur á hagsmunaárekstrum. Rannsóknasjóður er sá vísindasjóður á Íslandi sem stendur faglegast að verki við mat umsókna. Úthlutunarhlutfall Rannsóknasjóðs er hins vegar orðið afar lágt og er komið niður fyrir 15% í sumum fagráðum auk þess sem styrkirnir eru of lágir til þess að geta fjármagnað að fullu þau rannsóknaverkefni sem fá styrk. Með þeirri aukningu í rannsóknasjóð sem gert er ráð fyrir í fjárlögum verður hægt að hækka úthlutunarhlutfallið og hækka styrki. Með þessu verður tryggt að fleiri afburðagóð verkefni hljóti styrk. Afleiðingin af þessu getur orðið margþætt fyrir vísindasamfélagið. Fyrst og fremst mun þetta auka samkeppnishæfni sterkra rannsóknahópa á Íslandi, stuðla að birtingu niðurstaðna í góðum tímaritum og auka líkur á hagnýtingu þeirrar þekkingar sem skapast. Jafnframt mun þetta styrkja verulega uppbyggingu doktorsnáms í landinu og styrkja nauðsynlega nýliðun. Ýmis mikilvæg hliðaráhrif munu einnig koma í ljós eins og aukin samvinna stofnana og deilda, og betri samkeppnishæfni til að sækja um erlenda styrki. Framtíð atvinnulífs á Íslandi er háð nýsköpun byggðri á þekkingarsköpun í grunnrannsóknum. Það er því mikið fagnaðarefni að sjá ríkisstjórnina halda fast við stefnu Vísinda- og tækniráðs og efla samkeppnissjóði þess. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í að gera þessa sjóði að þeim grunnstoðum í íslensku vísinda- og tæknisamfélagi sem þeir þurfa að vera.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun