Nýr Álftanesvegur – enginn gálgafrestur lengur Reynir Ingibjartsson skrifar 25. september 2012 06:00 Í ársbyrjun 1997 kynntu bæjaryfirvöld í Garðabæ nýtt aðalskipulag til ársins 2015. Þar var gert ráð fyrir færslu núverandi Álftanesvegar lengra út í hraunið og norður fyrir væntanlega íbúabyggð í hrauninu. Þar var einnig gert ráð fyrir vegi þvert yfir Gálgahraunið frá Arnarnesvogi og að Garðaholti. Þáverandi Náttúruverndarráð fjallaði um aðalskipulagið og í umsögninni kom m.a. fram, að mikilvægt væri að tryggja verndun Gálgahrauns sem hingað til hafi fengið að vera óraskað. Í hrauninu væri fjölbreyttur gróður en þar væru einnig söguminjar, sögustaðir, fornar götur og búsetuminjar frá ýmsum tímum. Minnt er á að Gálgahraun sé nyrsta tungan af rúmlega 10 km löngu hrauni sem komið er úr Búrfelli og nefnt hefur verið Búrfellshraun. Að mati Náttúruverndarráðs er „Búrfellshraun í hópi merkra náttúruminja sem forðast ber að raska frekar en orðið er." Í umsögninni er einnig vísað til alþjóðlegra skyldna Íslendinga varðandi verndun einstæðra jarðmyndana. (Tilvitnun, Mbl. 17. jan. 1997). Þann 19. feb. 1997 ritaði Árni Björnsson læknir grein í Mbl. með fyrirsögninni; Gefið Gálgahrauni gálgafrest. Þar segir Árni undir lok greinar: „Við sem búum í Bessastaðahreppi vitum að bæta þarf Álftanesveginn, en er nauðsynlegt að fremja náttúruspjöll til þess? Ég veit ekki til að kvartað hafi verið undan staðsetningu vegarins, heldur því að hann er mjór og illa hannaður. Þessu virðist mega breyta án þess að flytja hann." En nú er gálgafresturinn liðinn – 15 árum síðar. Yfirvöld í Garðabæ halda fast í skipulagið, búið er að bjóða út lagningu nýs Álftanesvegar og taka lægsta tilboði. Aðeins er eftir að skrifa undir og hefja framkvæmdir. En hvað hefur gerst á þessum 15 árum með Búrfellshraunið? Það er döpur saga. Um miðjan síðasta áratug var aflétt bæjarvernd á Urriðakotshrauni sunnan Vífilsstaða sem er hluti Búrfellshrauns, og hvert stórhýsið reis af öðru með IKEA í broddi fylkingar. Stór hluti hraunsins hvarf undir vegi, bílastæði og hús. Það sem framsýnir menn í Garðabæ höfðu reynt að tryggja, hvarf sem dögg fyrir sólu. Jafnframt var farið að byggja nýtt íbúahverfi í Garðahrauni (Búrfellshrauni) norðan núverandi Álftanesvegar. Það varð eftirsótt að byggja í hrauninu í nágrenni Gálgakletta. En svo vandaðist málið. Menn ráku augu í málningartúpur og strigaslitrur undir hraunklettum sem áttu að fara undir íbúðarhús. Það rifjaðist upp að þarna hefði Jóhannes S. Kjarval verið að mála. Það komu vomur á menn. Og nú í sumar voru til sýnis á Kjarvalsstöðum, meistaraverk Kjarvals af þessum hraunklettum sem áttu að fara undir hús og vegi. Þeir bjartsýnustu héldu þá að nú væri hætt við vegarlagningu um þetta hraun. Þegar vinnuvélarnar höfðu mulið undir sig Urriðakotshraunið, var mönnum ofboðið og til varð félagið, Hraunavinir sem Garðbæingar, Álftnesingar og Hafnfirðingar stóðu að. Markmiðið var að standa vörð um hraun og strendur í þessum sveitarfélögum – bjarga því sem eftir var eins og kostur væri. Lagðar voru fram hugmyndir um Álftanesveginn – annað hvort að leggja hann í stokk á núverandi stað eða lagfæra vegstæðið og ná um það sátt við íbúa. Tvö þúsund manns mótmæltu flutningi á veginum út í hraunið, ótal fundir haldnir, bréf skrifuð, farið í göngur og rætt við menn. Haldið var í lengstu lög í þá trú, að ráðamenn myndu sjá ljósið og aðrir kostir yrðu skoðaðir. En sú von brást. Búrfellshraunið allt og ekki síst Gálgahraunið er náttúruperla sem umkringd er byggð á alla vegu. Þetta er sameign okkar sem byggjum þetta land. Búrfell og Búrfellsgjá eru í Reykjanesfólkvangi sem er friðland, ysti hlutinn – Gálgahraunið er friðað og mikill vilji er fyrir því að friða hraunið allt, en – það er eins og mannanna verk fái alltaf forgang ef vantar land undir vegi, hús og jafnvel golfvöll. Við erum herrar jarðarinnar en ekki þjónar. Það eitt er nú eftir að þeir sem láta sér annt um náttúru okkar, sögu og listmenningu taki saman höndum og verji það sem eftir er af Búrfellshrauninu. Til þess eru ýmis ráð ef viljinn er til staðar. Lítum okkur líka nær. Lítið hraun í mesta þéttbýli landsins á líka sinn tilverurétt. Þetta litla hraun skartar nú sínum haustlitum. Það er lítil fyrirhöfn að takar þar eitt, tvö skref innan um kletta, mosa og lyng. Allir sem unna landi, sögu og listum eiga næsta leik. Stríðið er ekki tapað þó að orrustur tapist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 1997 kynntu bæjaryfirvöld í Garðabæ nýtt aðalskipulag til ársins 2015. Þar var gert ráð fyrir færslu núverandi Álftanesvegar lengra út í hraunið og norður fyrir væntanlega íbúabyggð í hrauninu. Þar var einnig gert ráð fyrir vegi þvert yfir Gálgahraunið frá Arnarnesvogi og að Garðaholti. Þáverandi Náttúruverndarráð fjallaði um aðalskipulagið og í umsögninni kom m.a. fram, að mikilvægt væri að tryggja verndun Gálgahrauns sem hingað til hafi fengið að vera óraskað. Í hrauninu væri fjölbreyttur gróður en þar væru einnig söguminjar, sögustaðir, fornar götur og búsetuminjar frá ýmsum tímum. Minnt er á að Gálgahraun sé nyrsta tungan af rúmlega 10 km löngu hrauni sem komið er úr Búrfelli og nefnt hefur verið Búrfellshraun. Að mati Náttúruverndarráðs er „Búrfellshraun í hópi merkra náttúruminja sem forðast ber að raska frekar en orðið er." Í umsögninni er einnig vísað til alþjóðlegra skyldna Íslendinga varðandi verndun einstæðra jarðmyndana. (Tilvitnun, Mbl. 17. jan. 1997). Þann 19. feb. 1997 ritaði Árni Björnsson læknir grein í Mbl. með fyrirsögninni; Gefið Gálgahrauni gálgafrest. Þar segir Árni undir lok greinar: „Við sem búum í Bessastaðahreppi vitum að bæta þarf Álftanesveginn, en er nauðsynlegt að fremja náttúruspjöll til þess? Ég veit ekki til að kvartað hafi verið undan staðsetningu vegarins, heldur því að hann er mjór og illa hannaður. Þessu virðist mega breyta án þess að flytja hann." En nú er gálgafresturinn liðinn – 15 árum síðar. Yfirvöld í Garðabæ halda fast í skipulagið, búið er að bjóða út lagningu nýs Álftanesvegar og taka lægsta tilboði. Aðeins er eftir að skrifa undir og hefja framkvæmdir. En hvað hefur gerst á þessum 15 árum með Búrfellshraunið? Það er döpur saga. Um miðjan síðasta áratug var aflétt bæjarvernd á Urriðakotshrauni sunnan Vífilsstaða sem er hluti Búrfellshrauns, og hvert stórhýsið reis af öðru með IKEA í broddi fylkingar. Stór hluti hraunsins hvarf undir vegi, bílastæði og hús. Það sem framsýnir menn í Garðabæ höfðu reynt að tryggja, hvarf sem dögg fyrir sólu. Jafnframt var farið að byggja nýtt íbúahverfi í Garðahrauni (Búrfellshrauni) norðan núverandi Álftanesvegar. Það varð eftirsótt að byggja í hrauninu í nágrenni Gálgakletta. En svo vandaðist málið. Menn ráku augu í málningartúpur og strigaslitrur undir hraunklettum sem áttu að fara undir íbúðarhús. Það rifjaðist upp að þarna hefði Jóhannes S. Kjarval verið að mála. Það komu vomur á menn. Og nú í sumar voru til sýnis á Kjarvalsstöðum, meistaraverk Kjarvals af þessum hraunklettum sem áttu að fara undir hús og vegi. Þeir bjartsýnustu héldu þá að nú væri hætt við vegarlagningu um þetta hraun. Þegar vinnuvélarnar höfðu mulið undir sig Urriðakotshraunið, var mönnum ofboðið og til varð félagið, Hraunavinir sem Garðbæingar, Álftnesingar og Hafnfirðingar stóðu að. Markmiðið var að standa vörð um hraun og strendur í þessum sveitarfélögum – bjarga því sem eftir var eins og kostur væri. Lagðar voru fram hugmyndir um Álftanesveginn – annað hvort að leggja hann í stokk á núverandi stað eða lagfæra vegstæðið og ná um það sátt við íbúa. Tvö þúsund manns mótmæltu flutningi á veginum út í hraunið, ótal fundir haldnir, bréf skrifuð, farið í göngur og rætt við menn. Haldið var í lengstu lög í þá trú, að ráðamenn myndu sjá ljósið og aðrir kostir yrðu skoðaðir. En sú von brást. Búrfellshraunið allt og ekki síst Gálgahraunið er náttúruperla sem umkringd er byggð á alla vegu. Þetta er sameign okkar sem byggjum þetta land. Búrfell og Búrfellsgjá eru í Reykjanesfólkvangi sem er friðland, ysti hlutinn – Gálgahraunið er friðað og mikill vilji er fyrir því að friða hraunið allt, en – það er eins og mannanna verk fái alltaf forgang ef vantar land undir vegi, hús og jafnvel golfvöll. Við erum herrar jarðarinnar en ekki þjónar. Það eitt er nú eftir að þeir sem láta sér annt um náttúru okkar, sögu og listmenningu taki saman höndum og verji það sem eftir er af Búrfellshrauninu. Til þess eru ýmis ráð ef viljinn er til staðar. Lítum okkur líka nær. Lítið hraun í mesta þéttbýli landsins á líka sinn tilverurétt. Þetta litla hraun skartar nú sínum haustlitum. Það er lítil fyrirhöfn að takar þar eitt, tvö skref innan um kletta, mosa og lyng. Allir sem unna landi, sögu og listum eiga næsta leik. Stríðið er ekki tapað þó að orrustur tapist.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun