Spá hagvaxtarskeiði á árunum 2012-2014 27. september 2012 05:00 Óvissa Í máli Ingólfs Bender, forstöðumanns Greiningar Íslandsbanka, kom fram að neikvæð þróun alþjóðlegra efnahagsmála, tafir eða frestun á stórum atvinnuvegafjárfestingum og óvissa um afnám gjaldeyrishafta gæti haft neikvæð áhrif á spána. fréttablaðið/valli Hagvöxtur mun verða 3,2 prósent í ár, 3,4 prósent á næsta ári og 3,2 prósent árið 2014. Þessi aukning mun verða til þess að slaki í hagkerfinu hverfur. Hagvöxturinn verður ekki einungis drifinn áfram af aukinni einkaneyslu heldur skipta aukin verðmæti sjávarútvegs, aukinn ferðamannastraumur og fjárfesting í orkuframkvæmdum líka miklu máli í vextinum. Þetta eru helstu niðurstöður þjóðhagsspár Greiningar Íslandsbanka sem kynnt var á fjármálaþingi bankans í gær. Spáin nær til loka árs 2014. Í máli Ingólfs Bender, forstöðumanns Greiningar bankans, kom meðal annars fram að vöxtur væri á flestum sviðum íslensks efnahagslífs og að markverður árangur hefði náðst við að vinna á kerfisvandamálum. Í spánni er þó tekið fram að talsverð óvissa ríki um þróun ákveðinna þátta. Neikvæð þróun alþjóðlegra efnahagsmála myndi til að mynda hafa slæm áhrif á hagvöxt hérlendis. Það myndu tafir eða frestun á stórum atvinnuvegafjárfestingum á borð við álver í Helguvík líka hafa. Þá ríkir óvissa um afnám gjaldeyrishafta en Ingólfur sagðist gera ráð fyrir því að þau myndu að minnsta kosti lifa út spátímann, eða til loka árs 2014. Í máli Ingólfs kom fram að aukin einkaneysla sé til merkis um að heimili landsins séu að komast upp úr öldudalnum. Því til stuðnings gerir spáin ráð fyrir að um 25 prósenta vöxtur verði á fjárfestingu í íbúðahúsnæði á næsta ári. Þá er reiknað með að fjárfesting sem hlutfall af vergri landsframleiðslu muni hækka á ný á spátímabilinu. Ingólfur sagði að spáin gerði ráð fyrir um 170 milljarða króna atvinnufjárfestingu á næsta ári og þar af myndu um 50 milljarðar króna verða fjárfestir í orkutengdum verkefnum. Þá myndu fjárfestingar hins opinbera vaxa að nýju á næsta ári. Gert er ráð fyrir að hækkandi ál- og fiskverð og lækkun olíuverðs á tímabilinu muni skila aukinni arðsemi af utanríkisviðskiptum. Ef gömlu bankarnir og Actavis eru undanskilin gerir spáin ráð fyrir því að viðskiptaafgangur verði á bilinu tvö til þrjú prósent á árunum 2012-2014. Allt þetta muni skila allt að 3,4 prósenta hagvexti á tímabilinu. Í alþjóðlegum samanburði er staða Íslands, ef hún er mæld einvörðungu út frá hagvexti, mjög góð. Í síðustu opinberu tölum efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem eru frá því í maí, kom fram að einungis fimm lönd væru með meiri áætlaðan hagvöxt í ár. Ingólfur sagði að endurskoðuð spá myndi líklega sýna enn betri stöðu Íslands á þeim lista. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Hagvöxtur mun verða 3,2 prósent í ár, 3,4 prósent á næsta ári og 3,2 prósent árið 2014. Þessi aukning mun verða til þess að slaki í hagkerfinu hverfur. Hagvöxturinn verður ekki einungis drifinn áfram af aukinni einkaneyslu heldur skipta aukin verðmæti sjávarútvegs, aukinn ferðamannastraumur og fjárfesting í orkuframkvæmdum líka miklu máli í vextinum. Þetta eru helstu niðurstöður þjóðhagsspár Greiningar Íslandsbanka sem kynnt var á fjármálaþingi bankans í gær. Spáin nær til loka árs 2014. Í máli Ingólfs Bender, forstöðumanns Greiningar bankans, kom meðal annars fram að vöxtur væri á flestum sviðum íslensks efnahagslífs og að markverður árangur hefði náðst við að vinna á kerfisvandamálum. Í spánni er þó tekið fram að talsverð óvissa ríki um þróun ákveðinna þátta. Neikvæð þróun alþjóðlegra efnahagsmála myndi til að mynda hafa slæm áhrif á hagvöxt hérlendis. Það myndu tafir eða frestun á stórum atvinnuvegafjárfestingum á borð við álver í Helguvík líka hafa. Þá ríkir óvissa um afnám gjaldeyrishafta en Ingólfur sagðist gera ráð fyrir því að þau myndu að minnsta kosti lifa út spátímann, eða til loka árs 2014. Í máli Ingólfs kom fram að aukin einkaneysla sé til merkis um að heimili landsins séu að komast upp úr öldudalnum. Því til stuðnings gerir spáin ráð fyrir að um 25 prósenta vöxtur verði á fjárfestingu í íbúðahúsnæði á næsta ári. Þá er reiknað með að fjárfesting sem hlutfall af vergri landsframleiðslu muni hækka á ný á spátímabilinu. Ingólfur sagði að spáin gerði ráð fyrir um 170 milljarða króna atvinnufjárfestingu á næsta ári og þar af myndu um 50 milljarðar króna verða fjárfestir í orkutengdum verkefnum. Þá myndu fjárfestingar hins opinbera vaxa að nýju á næsta ári. Gert er ráð fyrir að hækkandi ál- og fiskverð og lækkun olíuverðs á tímabilinu muni skila aukinni arðsemi af utanríkisviðskiptum. Ef gömlu bankarnir og Actavis eru undanskilin gerir spáin ráð fyrir því að viðskiptaafgangur verði á bilinu tvö til þrjú prósent á árunum 2012-2014. Allt þetta muni skila allt að 3,4 prósenta hagvexti á tímabilinu. Í alþjóðlegum samanburði er staða Íslands, ef hún er mæld einvörðungu út frá hagvexti, mjög góð. Í síðustu opinberu tölum efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem eru frá því í maí, kom fram að einungis fimm lönd væru með meiri áætlaðan hagvöxt í ár. Ingólfur sagði að endurskoðuð spá myndi líklega sýna enn betri stöðu Íslands á þeim lista. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira