Eiga upphafslagið í vinsælli sápuóperu í Brasilíu 27. september 2012 15:00 Vinsæl í Brasilíu Rósa Birgitta Ísfeld og Einar Tönsberg í sveitinni Feldberg eiga upphafsstefið í vinsælli sápuóperu í Brasilíu og hafa eignast aðdáendahóp í landinu í kjölfarið. „Serían er nokkurs konar Dallas þeirra Brasilíubúa, full af dramatík og látum. Það má því segja að við eigum Dallas-stefið í Brasil-íu sem er ekki slæmt," segir tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg í Feldberg, en sveitin á upphafsstef brasilísku sápuóperunnar Morde e Assopras. Um er að ræða lagið You and Me sem kom út á plötunni Don't Be A Stranger árið 2009. Það var í gegnum umboðsskrifstofu sveitarinnar í Bretlandi sem framleiðendur þáttana keyptu lagið. Lagið hljómar í upphafi hvers þáttar sápuóperunnar. Sýningum var að ljúka á fyrstu seríunni, en hún taldi alls 179 þætti. „Þetta er mjög fyndið allt saman. Hvern hefði grunað að við yrðum vinsæl í brasilískum sápuóperuheimi?" veltir söngkonan Rósa Birgitta Ísfeld fyrir sér. Rósa hafði ekki leitt hugann oft að sápunni fyrr en vinkona hennar flutti til Brasilíu og fékk hláturskast er hún heyrði rödd Rósu í sjónvarpinu. „Brasilíubúar eru trylltir í sápuóperur og það er alltaf heilög stund á daginn á meðan hinar ýmsu seríur eru í sjónvarpinu," segir hún. Mordas e Assopras, eða Bit og blástur á íslensku, nýtur gífurlegra vinsælda í heimalandi sínu en þættirnir hófu göngu sína á síðasta ári. Aðdáendur þáttanna hafa gert yfir sextíu myndbönd með lagi Feldberg á Youtube og hefur vinsælasta myndbandið, þar sem lagið hljómar undir brotum úr þáttunum og með portúgölskum texta, fengið nærri milljón áhorfum á síðunni. „Brasilíubúar eru einnig mjög duglegir á Twitter þar sem sífellt er verið að deila laginu. Það er gaman að fylgjast með því," útskýrir Rósa og bætir við að dúettinn hafi ekki grætt á tá og fingri á sölu lagsins í þættina. Rósa og Einar ákváðu engu að síður að slá til enda heillaði hinn risavaxni brasilíski markaður. Brasilíski aðdáendahópurinn hefur því stækkað og stefgjöldin mjakast inn. „Þetta er svo rosalega stórt land og það er ekkert sjálfgefið að verða þekktur í Brasilíu, enda tónlistarsmekkur þeirra oft ólíkur okkar. Brasilískir aðdáendur hafa líka verið að hvetja okkur til að koma og spila. Það væri nú ekki leiðinlegt." alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
„Serían er nokkurs konar Dallas þeirra Brasilíubúa, full af dramatík og látum. Það má því segja að við eigum Dallas-stefið í Brasil-íu sem er ekki slæmt," segir tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg í Feldberg, en sveitin á upphafsstef brasilísku sápuóperunnar Morde e Assopras. Um er að ræða lagið You and Me sem kom út á plötunni Don't Be A Stranger árið 2009. Það var í gegnum umboðsskrifstofu sveitarinnar í Bretlandi sem framleiðendur þáttana keyptu lagið. Lagið hljómar í upphafi hvers þáttar sápuóperunnar. Sýningum var að ljúka á fyrstu seríunni, en hún taldi alls 179 þætti. „Þetta er mjög fyndið allt saman. Hvern hefði grunað að við yrðum vinsæl í brasilískum sápuóperuheimi?" veltir söngkonan Rósa Birgitta Ísfeld fyrir sér. Rósa hafði ekki leitt hugann oft að sápunni fyrr en vinkona hennar flutti til Brasilíu og fékk hláturskast er hún heyrði rödd Rósu í sjónvarpinu. „Brasilíubúar eru trylltir í sápuóperur og það er alltaf heilög stund á daginn á meðan hinar ýmsu seríur eru í sjónvarpinu," segir hún. Mordas e Assopras, eða Bit og blástur á íslensku, nýtur gífurlegra vinsælda í heimalandi sínu en þættirnir hófu göngu sína á síðasta ári. Aðdáendur þáttanna hafa gert yfir sextíu myndbönd með lagi Feldberg á Youtube og hefur vinsælasta myndbandið, þar sem lagið hljómar undir brotum úr þáttunum og með portúgölskum texta, fengið nærri milljón áhorfum á síðunni. „Brasilíubúar eru einnig mjög duglegir á Twitter þar sem sífellt er verið að deila laginu. Það er gaman að fylgjast með því," útskýrir Rósa og bætir við að dúettinn hafi ekki grætt á tá og fingri á sölu lagsins í þættina. Rósa og Einar ákváðu engu að síður að slá til enda heillaði hinn risavaxni brasilíski markaður. Brasilíski aðdáendahópurinn hefur því stækkað og stefgjöldin mjakast inn. „Þetta er svo rosalega stórt land og það er ekkert sjálfgefið að verða þekktur í Brasilíu, enda tónlistarsmekkur þeirra oft ólíkur okkar. Brasilískir aðdáendur hafa líka verið að hvetja okkur til að koma og spila. Það væri nú ekki leiðinlegt." alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira