Nýjungagjarnir rokkarar 27. september 2012 10:00 forsprakki Matt Bellamy er forsprakki ensku hljómsveitarinnar Muse.nordicphotos/Getty Sjötta hljóðversplata Muse heitir 2nd Law og kemur út eftir helgi. Þar blanda Matt Bellamy og félagar saman hinum ýmsu tónlistarstefnum í eina stóra epík. Upptökur á sjöttu hljóðversplötu enska rokktríósins Muse hófust í London í september í fyrra. Eins og á þeirri síðustu, The Resistance sem kom út 2009, sáu Matt Bellamy og félagar sjálfir um upptökustjórn. The Resistance vakti mikla lukku víða um heim og fór á toppinn í nítján löndum, þar á meðal í Bretlandi, en þriðja sætið varð hlutskiptið í Bandaríkjunum. Á Grammy-verðlaunahátíðinni þar í landi var hún jafnframt valin besta rokkplatan. Marga aðdáendur Muse rak í rogastans þegar þeir heyrðu fyrsta lagið af 2nd Law á netinu, Unsustainable, þar sem dubstep-áhrif voru mikil. Lagið er samt ekki lýsandi fyrir plötuna því alls konar straumar og stefnur einkenna hana án þess þó að Muse-hljómurinn hverfi nokkurn tímann sjónum. Fyrsta smáskífulagið, Madness, hafði reyndar að geyma smá dubstep-bassa en minnti annars óneitanlega mikið á Queen. Muse hefur einmitt iðulega verið líkt við þá vinsælu sveit. Á 2nd Law er einnig hið epíska Survival, sem var opinbert lag Ólympíuleikanna sem voru haldnir í London í sumar. Sjálfur hefur Bellamy látið hafa eftir sér að á plötunni sé að finna elektrópopp, hefðbundið rokk og sinfóníutónlist. Í raun hljómi hún eins og þrjár mismunandi hljómsveitir séu að spila á henni ef ekki væri fyrir röddina hans. Einnig segir hann nýjungagirni einkenna Muse og að meðlimir hennar séu ófeimnir við að víkka út sjóndeildarhringinn með hverri plötunni. Fleira athyglisvert við 2nd Law er að tvö lög eru alfarið eftir bassaleikarann Chris Wolstenholm og syngur hann þau bæði, auk þess sem hjartsláttur úr ófæddum syni Bellamy er saumaður inn í lagið Follow Me. Söngvarinn tók upp hjartsláttinn með iPhone-síma rétt áður en unnusta hans, leikkonan Kate Hudson, ól soninn. Muse fylgir 2nd Law eftir með tónleikaferð um Evrópu sem hefst í London á sunnudaginn og lýkur í desember. Þegar er uppselt á tónleika sveitarinnar í Ósló 5. desember en sveitin stígur í framhaldinu á svið í Svíþjóð og Finnlandi. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
Sjötta hljóðversplata Muse heitir 2nd Law og kemur út eftir helgi. Þar blanda Matt Bellamy og félagar saman hinum ýmsu tónlistarstefnum í eina stóra epík. Upptökur á sjöttu hljóðversplötu enska rokktríósins Muse hófust í London í september í fyrra. Eins og á þeirri síðustu, The Resistance sem kom út 2009, sáu Matt Bellamy og félagar sjálfir um upptökustjórn. The Resistance vakti mikla lukku víða um heim og fór á toppinn í nítján löndum, þar á meðal í Bretlandi, en þriðja sætið varð hlutskiptið í Bandaríkjunum. Á Grammy-verðlaunahátíðinni þar í landi var hún jafnframt valin besta rokkplatan. Marga aðdáendur Muse rak í rogastans þegar þeir heyrðu fyrsta lagið af 2nd Law á netinu, Unsustainable, þar sem dubstep-áhrif voru mikil. Lagið er samt ekki lýsandi fyrir plötuna því alls konar straumar og stefnur einkenna hana án þess þó að Muse-hljómurinn hverfi nokkurn tímann sjónum. Fyrsta smáskífulagið, Madness, hafði reyndar að geyma smá dubstep-bassa en minnti annars óneitanlega mikið á Queen. Muse hefur einmitt iðulega verið líkt við þá vinsælu sveit. Á 2nd Law er einnig hið epíska Survival, sem var opinbert lag Ólympíuleikanna sem voru haldnir í London í sumar. Sjálfur hefur Bellamy látið hafa eftir sér að á plötunni sé að finna elektrópopp, hefðbundið rokk og sinfóníutónlist. Í raun hljómi hún eins og þrjár mismunandi hljómsveitir séu að spila á henni ef ekki væri fyrir röddina hans. Einnig segir hann nýjungagirni einkenna Muse og að meðlimir hennar séu ófeimnir við að víkka út sjóndeildarhringinn með hverri plötunni. Fleira athyglisvert við 2nd Law er að tvö lög eru alfarið eftir bassaleikarann Chris Wolstenholm og syngur hann þau bæði, auk þess sem hjartsláttur úr ófæddum syni Bellamy er saumaður inn í lagið Follow Me. Söngvarinn tók upp hjartsláttinn með iPhone-síma rétt áður en unnusta hans, leikkonan Kate Hudson, ól soninn. Muse fylgir 2nd Law eftir með tónleikaferð um Evrópu sem hefst í London á sunnudaginn og lýkur í desember. Þegar er uppselt á tónleika sveitarinnar í Ósló 5. desember en sveitin stígur í framhaldinu á svið í Svíþjóð og Finnlandi. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira