Hagstjórnarmistök að lækka skuldir? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 27. september 2012 06:00 Í liðinni viku komst leiðarahöfundur Fréttablaðsins svo skemmtilega að orði að það væru hagstjórnarmistök að lækka skuldir íslenskra heimila. Þá hélt hann því einnig fram að slík aðgerð kostaði ríkissjóð alltof mikið án þess að leggja fram nokkra útreikninga fyrir þeirri fullyrðingu. Eitt helsta hagræna vandamál Íslands í dag eru gríðarlegar skuldir heimilanna. Þetta heyrum við frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem og helstu hagfræðingum landsins. Framsóknarflokkurinn hefur allt frá síðustu kosningum lagt áherslu á að koma heimilum í skuldavanda til hjálpar og hefur nú komið fram með nýja tillögu sem gengur út á það að skattkerfið verði nýtt til að grynnka á þessum skuldum. Framsókn leggur til að hluti afborgana fasteignalána verði frádráttarbær frá tekjuskatti og skattaafslátturinn verði lagður beint inn á höfuðstól viðkomandi fasteignaláns. Ef niðurstaðan verður sú að afslátturinn eigi að vera 20% af 100 þúsundum eru 20 þúsund kr. greiddar inn á höfuðstólinn sem þá lækkar um þá upphæð. Við teljum eðlilegt að meðfram þessu færi lánveitandi höfuðstól lánsins niður í 100% af fasteignamati þar sem heimtur lána verði betri og þar af leiðir minni afföll fyrir lánveitanda þegar upp er staðið. Með þessu móti skapast jákvæður hvati fyrir fólk til að standa í skilum með lán sín og betri staða heimilanna leiðir til meiri veltu í samfélaginu. Flestir sjá að þessi þróun væri hagfræðilega jákvæð fyrir Ísland. Þessi tillaga Framsóknar hefur sem fyrr segir fengið þá gagnrýni að kosta ríkissjóð alltof mikið. Enn og aftur leiðum við hugann að því hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað kostar að hafa heimilin stöðugt áfram í fjárhagslegri spennitreyju? Réttast er að skoða alla þessa þætti áður en skrifuð eru vanhugsuð orð með pennann að vopni. Fyrirtæki, bankar og stóreignamenn hafa hingað til notið úrlausna í sínum skuldavandræðum. Það er okkar trú og stefna að nú sé komið að fólkinu í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Sjá meira
Í liðinni viku komst leiðarahöfundur Fréttablaðsins svo skemmtilega að orði að það væru hagstjórnarmistök að lækka skuldir íslenskra heimila. Þá hélt hann því einnig fram að slík aðgerð kostaði ríkissjóð alltof mikið án þess að leggja fram nokkra útreikninga fyrir þeirri fullyrðingu. Eitt helsta hagræna vandamál Íslands í dag eru gríðarlegar skuldir heimilanna. Þetta heyrum við frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem og helstu hagfræðingum landsins. Framsóknarflokkurinn hefur allt frá síðustu kosningum lagt áherslu á að koma heimilum í skuldavanda til hjálpar og hefur nú komið fram með nýja tillögu sem gengur út á það að skattkerfið verði nýtt til að grynnka á þessum skuldum. Framsókn leggur til að hluti afborgana fasteignalána verði frádráttarbær frá tekjuskatti og skattaafslátturinn verði lagður beint inn á höfuðstól viðkomandi fasteignaláns. Ef niðurstaðan verður sú að afslátturinn eigi að vera 20% af 100 þúsundum eru 20 þúsund kr. greiddar inn á höfuðstólinn sem þá lækkar um þá upphæð. Við teljum eðlilegt að meðfram þessu færi lánveitandi höfuðstól lánsins niður í 100% af fasteignamati þar sem heimtur lána verði betri og þar af leiðir minni afföll fyrir lánveitanda þegar upp er staðið. Með þessu móti skapast jákvæður hvati fyrir fólk til að standa í skilum með lán sín og betri staða heimilanna leiðir til meiri veltu í samfélaginu. Flestir sjá að þessi þróun væri hagfræðilega jákvæð fyrir Ísland. Þessi tillaga Framsóknar hefur sem fyrr segir fengið þá gagnrýni að kosta ríkissjóð alltof mikið. Enn og aftur leiðum við hugann að því hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað kostar að hafa heimilin stöðugt áfram í fjárhagslegri spennitreyju? Réttast er að skoða alla þessa þætti áður en skrifuð eru vanhugsuð orð með pennann að vopni. Fyrirtæki, bankar og stóreignamenn hafa hingað til notið úrlausna í sínum skuldavandræðum. Það er okkar trú og stefna að nú sé komið að fólkinu í landinu.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun