Vinnum saman Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson skrifar 28. september 2012 06:00 Atvinnuleysi er eitt versta mein sem samfélög komast í tæri við. Langvarandi atvinnuleysi getur hoggið djúp skörð í heilu kynslóðirnar. Því miður var óumflýjanlegt að atvinnuleysi yrði umtalsvert í þeirri efnahagskreppu sem íslenskt samfélag hefur tekist á við undanfarin ár. Um síðastliðin mánaðamót voru 8.346 á atvinnuleysisskrá þó þeim hafi, sem betur fer, farið fækkandi. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að allir leggist á eitt við að kveða niður atvinnuleysið og að lágmarka neikvæð áhrif þess. Forsætisráðherra kallaði til víðtæks samráðs um vinnumarkaðsmál í febrúar 2011. Að því komu fulltrúar allra stjórnmálaflokka, launþega, vinnuveitenda og allra helstu hagsmunasamtaka. Það skilaði af sér tillögum sem síðan voru settar í framkvæmd á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga til þriggja ára þann 5. maí 2011. Haustið 2011 fengu eitt þúsund atvinnuleitendur tækifæri til að sækja nám við sitt hæfi og þannig efla sig og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Í vor tóku ríkisstjórnin, sveitarfélög og atvinnulífið saman höndum um að skapa allt að eitt þúsund og fimm hundruð störf. Markmiðið er tvíþætt. Annars vegar að nýta þá fjármuni sem að öðrum kosti væru greiddir í atvinnuleysisbætur til þess að skapa þessi tækifæri einstaklingunum og samfélaginu til hagsbóta. Hins vegar að tryggja að við komum betur menntuð út úr kreppunni en við vorum þegar hún skall á. Árangurinn er ótvíræður. Á undanförnu ári hafa um eitt þúsund atvinnuleitendur hafið nám í skólum landsins og um eitt þúsund og fjögur hundruð fengið ný störf. Milljörðum króna sem ella hefði verið varið til greiðslu bóta hefur í staðinn verið varið til að greiða fyrir nám eða að niðurgreiða stofnkostnað við ný störf. Í þeirri vinnu sem liggur að baki þessum árangri er gott samstarf ríkistjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins lykilatriði. Það sýnir hversu miklum árangri hægt er að ná með víðtæku samstarfi og þegar allir láta markmiðið um betra samfélag ráða för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi er eitt versta mein sem samfélög komast í tæri við. Langvarandi atvinnuleysi getur hoggið djúp skörð í heilu kynslóðirnar. Því miður var óumflýjanlegt að atvinnuleysi yrði umtalsvert í þeirri efnahagskreppu sem íslenskt samfélag hefur tekist á við undanfarin ár. Um síðastliðin mánaðamót voru 8.346 á atvinnuleysisskrá þó þeim hafi, sem betur fer, farið fækkandi. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að allir leggist á eitt við að kveða niður atvinnuleysið og að lágmarka neikvæð áhrif þess. Forsætisráðherra kallaði til víðtæks samráðs um vinnumarkaðsmál í febrúar 2011. Að því komu fulltrúar allra stjórnmálaflokka, launþega, vinnuveitenda og allra helstu hagsmunasamtaka. Það skilaði af sér tillögum sem síðan voru settar í framkvæmd á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga til þriggja ára þann 5. maí 2011. Haustið 2011 fengu eitt þúsund atvinnuleitendur tækifæri til að sækja nám við sitt hæfi og þannig efla sig og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Í vor tóku ríkisstjórnin, sveitarfélög og atvinnulífið saman höndum um að skapa allt að eitt þúsund og fimm hundruð störf. Markmiðið er tvíþætt. Annars vegar að nýta þá fjármuni sem að öðrum kosti væru greiddir í atvinnuleysisbætur til þess að skapa þessi tækifæri einstaklingunum og samfélaginu til hagsbóta. Hins vegar að tryggja að við komum betur menntuð út úr kreppunni en við vorum þegar hún skall á. Árangurinn er ótvíræður. Á undanförnu ári hafa um eitt þúsund atvinnuleitendur hafið nám í skólum landsins og um eitt þúsund og fjögur hundruð fengið ný störf. Milljörðum króna sem ella hefði verið varið til greiðslu bóta hefur í staðinn verið varið til að greiða fyrir nám eða að niðurgreiða stofnkostnað við ný störf. Í þeirri vinnu sem liggur að baki þessum árangri er gott samstarf ríkistjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins lykilatriði. Það sýnir hversu miklum árangri hægt er að ná með víðtæku samstarfi og þegar allir láta markmiðið um betra samfélag ráða för.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar