Rétt meðhöndlun gaskúta tryggir öryggi Jón Viðar Matthíasson skrifar 28. september 2012 06:00 Í ljósi umfjöllunar síðustu daga um hættuna sem stafað getur af gaskútum langar mig til að benda á þá staðreynd að þrátt fyrir mikla fjölgun gaseldavéla á heimilum landsmanna eru afar fá dæmi um að hættuástand skapist vegna gass. Þar er rétt meðhöndlun á gasi lykilatriði og sem betur fer fara flestir þá leið að fá fagmenn til að setja slíkan eldunarbúnað upp og tengja. Til eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í uppsetningu og þjónustu við gas og tryggja þannig réttan frágang á leiðslum og öðrum nauðsynlegum öryggisbúnaði. Gas er bæði þarft og mikilvægt efni og er ekki hættulegt ef rétt er með það farið. Gas sem notað er til eldunar er svokallað F-gas sem er blanda af gastegundunum própani og bútani. F-gas er bæði lit- og lyktarlaust og þess vegna er blandað í það sterku lyktarefni svo fólk verði vart við gasleka. F-gas er töluvert þyngra en andrúmsloft og því leitar það niður á gólf ef það lekur út. Því er nauðsynlegt að staðsetja gasskynjara við gólf, eða í sökkli innréttinga, til að vara við gasleka. Það ætti að vera jafn sjálfsagt að setja upp gasskynjara og reykskynjara til að vara við reyk – ódýrari og einfaldari líftryggingu er varla hægt að fá. Mikilvægt er að hafa svokallaðan brotrofa á gaskútum sem lokar fyrir gasstreymi ef slangan frá kútnum gefur sig og skipta um slöngur í samræmi við kröfur framleiðenda, sem er u.þ.b. á fimm ára fresti. Loks er mikilvægt að merkja vel staði þar sem gaskútar eru geymdir svo hægt sé að tryggja öryggi fólks ef upp kemur eldur, en hægt er að fá slíka límmiða á flestum bensínstöðvum. Þegar skipt er um húsnæði og gaseldunarbúnaður er til staðar í því húsnæði er einnig rétt að kynna sér ástand þess búnaðar með aðstoð fagmanna. Ef fólk er með gaskúta sem það notar einungis yfir sumartímann, t.d. við grill eða í húsbíl, er hægt að leggja kútana inn hjá söluaðila yfir vetrartímann og kaupa nýja áfyllingu og kút næsta sumar. Ef fólk kýs hins vegar að geyma kútinn sjálft þarf að gæta þess að loka vel fyrir hann og finna honum vel loftræstan og læstan geymslustað, helst utandyra. Séu hylkin geymd innandyra þarf að tryggja nægilega loftræstingu bæði ofan til og við botn geymslunnar. Ef loftræsting er ekki nægjanleg geta hættulegar og súrefnissnauðar lofttegundir myndast. Til eru ýmsar útfærslur af sérstökum skápum fyrir gaskúta. Hægt er að fyrirbyggja slys með því að vanda vel uppsetningu gaseldunarbúnaðar og gaskúta, kynna sér hvernig best sé að standa að meðhöndlun og gæta þess að hafa eftirlitið í lagi. Ég hvet fólk því til að kynna sér öryggisatriði varðandi meðhöndlun og geymslu gaskúta, t.d. á heimasíðu Slökkviliðsins, www.shs.is, og nýta sér þekkingu fagmanna ef fara á í framkvæmdir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í ljósi umfjöllunar síðustu daga um hættuna sem stafað getur af gaskútum langar mig til að benda á þá staðreynd að þrátt fyrir mikla fjölgun gaseldavéla á heimilum landsmanna eru afar fá dæmi um að hættuástand skapist vegna gass. Þar er rétt meðhöndlun á gasi lykilatriði og sem betur fer fara flestir þá leið að fá fagmenn til að setja slíkan eldunarbúnað upp og tengja. Til eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í uppsetningu og þjónustu við gas og tryggja þannig réttan frágang á leiðslum og öðrum nauðsynlegum öryggisbúnaði. Gas er bæði þarft og mikilvægt efni og er ekki hættulegt ef rétt er með það farið. Gas sem notað er til eldunar er svokallað F-gas sem er blanda af gastegundunum própani og bútani. F-gas er bæði lit- og lyktarlaust og þess vegna er blandað í það sterku lyktarefni svo fólk verði vart við gasleka. F-gas er töluvert þyngra en andrúmsloft og því leitar það niður á gólf ef það lekur út. Því er nauðsynlegt að staðsetja gasskynjara við gólf, eða í sökkli innréttinga, til að vara við gasleka. Það ætti að vera jafn sjálfsagt að setja upp gasskynjara og reykskynjara til að vara við reyk – ódýrari og einfaldari líftryggingu er varla hægt að fá. Mikilvægt er að hafa svokallaðan brotrofa á gaskútum sem lokar fyrir gasstreymi ef slangan frá kútnum gefur sig og skipta um slöngur í samræmi við kröfur framleiðenda, sem er u.þ.b. á fimm ára fresti. Loks er mikilvægt að merkja vel staði þar sem gaskútar eru geymdir svo hægt sé að tryggja öryggi fólks ef upp kemur eldur, en hægt er að fá slíka límmiða á flestum bensínstöðvum. Þegar skipt er um húsnæði og gaseldunarbúnaður er til staðar í því húsnæði er einnig rétt að kynna sér ástand þess búnaðar með aðstoð fagmanna. Ef fólk er með gaskúta sem það notar einungis yfir sumartímann, t.d. við grill eða í húsbíl, er hægt að leggja kútana inn hjá söluaðila yfir vetrartímann og kaupa nýja áfyllingu og kút næsta sumar. Ef fólk kýs hins vegar að geyma kútinn sjálft þarf að gæta þess að loka vel fyrir hann og finna honum vel loftræstan og læstan geymslustað, helst utandyra. Séu hylkin geymd innandyra þarf að tryggja nægilega loftræstingu bæði ofan til og við botn geymslunnar. Ef loftræsting er ekki nægjanleg geta hættulegar og súrefnissnauðar lofttegundir myndast. Til eru ýmsar útfærslur af sérstökum skápum fyrir gaskúta. Hægt er að fyrirbyggja slys með því að vanda vel uppsetningu gaseldunarbúnaðar og gaskúta, kynna sér hvernig best sé að standa að meðhöndlun og gæta þess að hafa eftirlitið í lagi. Ég hvet fólk því til að kynna sér öryggisatriði varðandi meðhöndlun og geymslu gaskúta, t.d. á heimasíðu Slökkviliðsins, www.shs.is, og nýta sér þekkingu fagmanna ef fara á í framkvæmdir.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun