Keppt í ávöxtun á markaði 29. september 2012 07:00 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, Freyr Einarsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, og Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar, undirrita samning um Ávöxtunarleikinn. Vísir/valli „Markmiðið er að stuðla að bættu fjármálalæsi og auknum skilningi á ávöxtunarmöguleikum," segir Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX-kauphallarinnar á Íslandi, um Ávöxtunarleikinn sem hefst formlega á mánudaginn. Þátttakendur keppa í ávöxtun gervipeninga, svokallaðra Keldukróna, en leikurinn verður aðgengilegur á Vísi.is þar sem fram fer skráning í leikinn. Keldan er eigandi og rekstraraðili leiksins en hann er samstarfsverkefni Vísis, VÍB eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, Kauphallarinnar og Libra. Leikurinn verður meðal annars nýttur í námskeiðahaldi á vegum VÍB, og verður kynning á leiknum á fundi á vegum VÍB klukkan 17:00 á þriðjudaginn. Þátttakendur fá 10 milljónir Keldukróna við upphaf leiksins og reyna síðan að ávaxta féð sem best með þeim fjárfestingamöguleikum sem eru fyrir hendi. Þannig geta þátttakendur fjárfest í hlutabréfum, skuldabréfum, sjóðum rekstrarfélaga og gjaldeyri, og reynt að ávaxta krónur sínar sem best, en ávöxtun eigna er bundin við raunbreytingar á markaði. „Keldan vill stuðla að vel ígrunduðum ákvörðunum í íslensku viðskiptalífi, með góðri yfirsýn yfir allt sem skiptir máli í efnahagslífinu. Leikurinn er liður í því starfi og er virkilega spennandi og skemmtilegt verkefni," segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann sem skilar bestu ávöxtun þegar keppnin verður gerð upp næsta vor. Vinningar fyrir sigurvegara keppninnar eru m.a. ferð fyrir tvo til New York og 200.000 krónur í sjóðum hjá VÍB. Jafnframt verða veitt verðlaun til hástökkvara mánaðarins hverju sinni, út keppnistímabilið. Hægt verður að keppa í einstaklings- og liðakeppni, og verður leikurinn vel tengdur við samfélagsmiðilinn Facebook.„Við í Kauphöllinni erum afskaplega ánægð með Ávöxtunarleikinn. Hann rímar vel við átakið okkar „Mótum framtíðina“ en þar leggjum við mikla áherslu á fræðslu um markaðinn og virkni hans, ekki síst á meðal ungs fólks. Þarna fá þátttakendur gott tækifæri til að prófa sig áfram í viðskiptum með verðbréf ásamt því að fræðast um réttindi og skyldur sínar sem fjárfestar. Við vonumst til að geta kynnt fyrir þátttakendum hvernig markaðurinn geti nýst sem hluti af áformum um ávöxtun á sparifé til framtíðar,“ segir Páll Harðarson. Facebook síða leiksins er aðgengileg hér. Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
„Markmiðið er að stuðla að bættu fjármálalæsi og auknum skilningi á ávöxtunarmöguleikum," segir Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX-kauphallarinnar á Íslandi, um Ávöxtunarleikinn sem hefst formlega á mánudaginn. Þátttakendur keppa í ávöxtun gervipeninga, svokallaðra Keldukróna, en leikurinn verður aðgengilegur á Vísi.is þar sem fram fer skráning í leikinn. Keldan er eigandi og rekstraraðili leiksins en hann er samstarfsverkefni Vísis, VÍB eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, Kauphallarinnar og Libra. Leikurinn verður meðal annars nýttur í námskeiðahaldi á vegum VÍB, og verður kynning á leiknum á fundi á vegum VÍB klukkan 17:00 á þriðjudaginn. Þátttakendur fá 10 milljónir Keldukróna við upphaf leiksins og reyna síðan að ávaxta féð sem best með þeim fjárfestingamöguleikum sem eru fyrir hendi. Þannig geta þátttakendur fjárfest í hlutabréfum, skuldabréfum, sjóðum rekstrarfélaga og gjaldeyri, og reynt að ávaxta krónur sínar sem best, en ávöxtun eigna er bundin við raunbreytingar á markaði. „Keldan vill stuðla að vel ígrunduðum ákvörðunum í íslensku viðskiptalífi, með góðri yfirsýn yfir allt sem skiptir máli í efnahagslífinu. Leikurinn er liður í því starfi og er virkilega spennandi og skemmtilegt verkefni," segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann sem skilar bestu ávöxtun þegar keppnin verður gerð upp næsta vor. Vinningar fyrir sigurvegara keppninnar eru m.a. ferð fyrir tvo til New York og 200.000 krónur í sjóðum hjá VÍB. Jafnframt verða veitt verðlaun til hástökkvara mánaðarins hverju sinni, út keppnistímabilið. Hægt verður að keppa í einstaklings- og liðakeppni, og verður leikurinn vel tengdur við samfélagsmiðilinn Facebook.„Við í Kauphöllinni erum afskaplega ánægð með Ávöxtunarleikinn. Hann rímar vel við átakið okkar „Mótum framtíðina“ en þar leggjum við mikla áherslu á fræðslu um markaðinn og virkni hans, ekki síst á meðal ungs fólks. Þarna fá þátttakendur gott tækifæri til að prófa sig áfram í viðskiptum með verðbréf ásamt því að fræðast um réttindi og skyldur sínar sem fjárfestar. Við vonumst til að geta kynnt fyrir þátttakendum hvernig markaðurinn geti nýst sem hluti af áformum um ávöxtun á sparifé til framtíðar,“ segir Páll Harðarson. Facebook síða leiksins er aðgengileg hér.
Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira