Leitum ekki að lægsta samnefnaranum Páll Gunnar Pálsson skrifar 6. október 2012 06:00 Hinn 3. október sl. stóðu Samtök atvinnulífsins fyrir fundi um samkeppnislögin og framkvæmd þeirra. Tilefnið var nýútkomin skýrsla samtakanna um sama efni. Ástæða er til að fagna allri umræðu um þessi mál. Við sem eigum tíð samskipti við atvinnulífið vitum hversu mikið samkeppnismál brenna á fyrirtækjum, neytendum og samfélaginu öllu nú um stundir. Í þessari umræðu kallar Samkeppniseftirlitið eftir því að umfjöllun um hugsanlegar endurbætur á samkeppnislögunum taki mið af þeirri erfiðu stöðu sem víða ríkir í atvinnulífinu. Það veldur því vonbrigðum við lestur á skýrslu samtakanna að tillögur þeirra miða nær allar að því að þrengja eða fella niður heimildir Samkeppniseftirlitsins. Heimildir sem löggjafinn hefur talið mikilvægar til þess að tryggja hagsmuni atvinnulífsins og neytenda. Fyrir þessu eru færð þau rök að reglurnar séu séríslenskar. Þar fara samtökin með rangt mál. Heimildir íslenskra samkeppnislaga eiga sér í öllum tilvikum hliðstæður í löggjöf erlendis. Miður er ef hagsmunaaðilar kjósa að leita lægsta samnefnarans í samkeppnislöggjöf nágrannalandanna og horfa þannig fram hjá þörfum íslensks samfélags út frá aðstæðum hér. Í skýrslunni er hvergi að sjá að samtökin hafi tekið til athugunar hvort tilefni væri til þess að bæta við heimildum til þess að tryggja framkvæmd samkeppnislaga. Staðreyndin er nefnilega sú að vel væri hægt að styrkja samkeppnislögin í takt við löggjöf erlendis. Nefna má sem dæmi að hér á landi hefur Samkeppniseftirlitið ekki heimildir til þess að leita gagna á heimilum stjórnenda grunaðra fyrirtækja, eins og reyndin er víða, t.d. annars staðar á Norðurlöndunum. Þá þekkjast heimildir til handa samkeppnisyfirvöldum til þess að hlutast til um að stjórnendur brotlegra fyrirtækja teljist ekki hæfir til að stjórna fyrirtækjum í tiltekinn tíma eftir brot. Því miður sjá forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins ástæðu til þess að gera málflutning Samkeppniseftirlitsins tortyggilegan í opinberri umræðu. Er eftirlitið sagt ómálefnalegt, spyrna fast við fótum til að halda í séríslenskar reglur og leggja fæð á stærri fyrirtæki. Ekki er hægt að fallast á þennan málflutning. Fyrir Samkeppniseftirlitinu vakir ekkert annað en að standa vörð um hagsmuni neytenda, atvinnulífsins og samfélagsins alls. Þar skiptir miklu máli að ný og smærri fyrirtæki geti hafið starfsemi og dafnað við hlið stærri fyrirtækja. Það er brýnt fyrir þjóðarhag að Samtök atvinnulífsins og aðrir hagsmunaaðilar í atvinnulífinu leggist á árar í þessari baráttu, í stað þess að leita að lægsta samnefnaranum við mótun samkeppnislaga og gera framkvæmd þeirra tortryggilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Gunnar Pálsson Samkeppnismál Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 3. október sl. stóðu Samtök atvinnulífsins fyrir fundi um samkeppnislögin og framkvæmd þeirra. Tilefnið var nýútkomin skýrsla samtakanna um sama efni. Ástæða er til að fagna allri umræðu um þessi mál. Við sem eigum tíð samskipti við atvinnulífið vitum hversu mikið samkeppnismál brenna á fyrirtækjum, neytendum og samfélaginu öllu nú um stundir. Í þessari umræðu kallar Samkeppniseftirlitið eftir því að umfjöllun um hugsanlegar endurbætur á samkeppnislögunum taki mið af þeirri erfiðu stöðu sem víða ríkir í atvinnulífinu. Það veldur því vonbrigðum við lestur á skýrslu samtakanna að tillögur þeirra miða nær allar að því að þrengja eða fella niður heimildir Samkeppniseftirlitsins. Heimildir sem löggjafinn hefur talið mikilvægar til þess að tryggja hagsmuni atvinnulífsins og neytenda. Fyrir þessu eru færð þau rök að reglurnar séu séríslenskar. Þar fara samtökin með rangt mál. Heimildir íslenskra samkeppnislaga eiga sér í öllum tilvikum hliðstæður í löggjöf erlendis. Miður er ef hagsmunaaðilar kjósa að leita lægsta samnefnarans í samkeppnislöggjöf nágrannalandanna og horfa þannig fram hjá þörfum íslensks samfélags út frá aðstæðum hér. Í skýrslunni er hvergi að sjá að samtökin hafi tekið til athugunar hvort tilefni væri til þess að bæta við heimildum til þess að tryggja framkvæmd samkeppnislaga. Staðreyndin er nefnilega sú að vel væri hægt að styrkja samkeppnislögin í takt við löggjöf erlendis. Nefna má sem dæmi að hér á landi hefur Samkeppniseftirlitið ekki heimildir til þess að leita gagna á heimilum stjórnenda grunaðra fyrirtækja, eins og reyndin er víða, t.d. annars staðar á Norðurlöndunum. Þá þekkjast heimildir til handa samkeppnisyfirvöldum til þess að hlutast til um að stjórnendur brotlegra fyrirtækja teljist ekki hæfir til að stjórna fyrirtækjum í tiltekinn tíma eftir brot. Því miður sjá forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins ástæðu til þess að gera málflutning Samkeppniseftirlitsins tortyggilegan í opinberri umræðu. Er eftirlitið sagt ómálefnalegt, spyrna fast við fótum til að halda í séríslenskar reglur og leggja fæð á stærri fyrirtæki. Ekki er hægt að fallast á þennan málflutning. Fyrir Samkeppniseftirlitinu vakir ekkert annað en að standa vörð um hagsmuni neytenda, atvinnulífsins og samfélagsins alls. Þar skiptir miklu máli að ný og smærri fyrirtæki geti hafið starfsemi og dafnað við hlið stærri fyrirtækja. Það er brýnt fyrir þjóðarhag að Samtök atvinnulífsins og aðrir hagsmunaaðilar í atvinnulífinu leggist á árar í þessari baráttu, í stað þess að leita að lægsta samnefnaranum við mótun samkeppnislaga og gera framkvæmd þeirra tortryggilega.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun