Leitum ekki að lægsta samnefnaranum Páll Gunnar Pálsson skrifar 6. október 2012 06:00 Hinn 3. október sl. stóðu Samtök atvinnulífsins fyrir fundi um samkeppnislögin og framkvæmd þeirra. Tilefnið var nýútkomin skýrsla samtakanna um sama efni. Ástæða er til að fagna allri umræðu um þessi mál. Við sem eigum tíð samskipti við atvinnulífið vitum hversu mikið samkeppnismál brenna á fyrirtækjum, neytendum og samfélaginu öllu nú um stundir. Í þessari umræðu kallar Samkeppniseftirlitið eftir því að umfjöllun um hugsanlegar endurbætur á samkeppnislögunum taki mið af þeirri erfiðu stöðu sem víða ríkir í atvinnulífinu. Það veldur því vonbrigðum við lestur á skýrslu samtakanna að tillögur þeirra miða nær allar að því að þrengja eða fella niður heimildir Samkeppniseftirlitsins. Heimildir sem löggjafinn hefur talið mikilvægar til þess að tryggja hagsmuni atvinnulífsins og neytenda. Fyrir þessu eru færð þau rök að reglurnar séu séríslenskar. Þar fara samtökin með rangt mál. Heimildir íslenskra samkeppnislaga eiga sér í öllum tilvikum hliðstæður í löggjöf erlendis. Miður er ef hagsmunaaðilar kjósa að leita lægsta samnefnarans í samkeppnislöggjöf nágrannalandanna og horfa þannig fram hjá þörfum íslensks samfélags út frá aðstæðum hér. Í skýrslunni er hvergi að sjá að samtökin hafi tekið til athugunar hvort tilefni væri til þess að bæta við heimildum til þess að tryggja framkvæmd samkeppnislaga. Staðreyndin er nefnilega sú að vel væri hægt að styrkja samkeppnislögin í takt við löggjöf erlendis. Nefna má sem dæmi að hér á landi hefur Samkeppniseftirlitið ekki heimildir til þess að leita gagna á heimilum stjórnenda grunaðra fyrirtækja, eins og reyndin er víða, t.d. annars staðar á Norðurlöndunum. Þá þekkjast heimildir til handa samkeppnisyfirvöldum til þess að hlutast til um að stjórnendur brotlegra fyrirtækja teljist ekki hæfir til að stjórna fyrirtækjum í tiltekinn tíma eftir brot. Því miður sjá forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins ástæðu til þess að gera málflutning Samkeppniseftirlitsins tortyggilegan í opinberri umræðu. Er eftirlitið sagt ómálefnalegt, spyrna fast við fótum til að halda í séríslenskar reglur og leggja fæð á stærri fyrirtæki. Ekki er hægt að fallast á þennan málflutning. Fyrir Samkeppniseftirlitinu vakir ekkert annað en að standa vörð um hagsmuni neytenda, atvinnulífsins og samfélagsins alls. Þar skiptir miklu máli að ný og smærri fyrirtæki geti hafið starfsemi og dafnað við hlið stærri fyrirtækja. Það er brýnt fyrir þjóðarhag að Samtök atvinnulífsins og aðrir hagsmunaaðilar í atvinnulífinu leggist á árar í þessari baráttu, í stað þess að leita að lægsta samnefnaranum við mótun samkeppnislaga og gera framkvæmd þeirra tortryggilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Gunnar Pálsson Samkeppnismál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hinn 3. október sl. stóðu Samtök atvinnulífsins fyrir fundi um samkeppnislögin og framkvæmd þeirra. Tilefnið var nýútkomin skýrsla samtakanna um sama efni. Ástæða er til að fagna allri umræðu um þessi mál. Við sem eigum tíð samskipti við atvinnulífið vitum hversu mikið samkeppnismál brenna á fyrirtækjum, neytendum og samfélaginu öllu nú um stundir. Í þessari umræðu kallar Samkeppniseftirlitið eftir því að umfjöllun um hugsanlegar endurbætur á samkeppnislögunum taki mið af þeirri erfiðu stöðu sem víða ríkir í atvinnulífinu. Það veldur því vonbrigðum við lestur á skýrslu samtakanna að tillögur þeirra miða nær allar að því að þrengja eða fella niður heimildir Samkeppniseftirlitsins. Heimildir sem löggjafinn hefur talið mikilvægar til þess að tryggja hagsmuni atvinnulífsins og neytenda. Fyrir þessu eru færð þau rök að reglurnar séu séríslenskar. Þar fara samtökin með rangt mál. Heimildir íslenskra samkeppnislaga eiga sér í öllum tilvikum hliðstæður í löggjöf erlendis. Miður er ef hagsmunaaðilar kjósa að leita lægsta samnefnarans í samkeppnislöggjöf nágrannalandanna og horfa þannig fram hjá þörfum íslensks samfélags út frá aðstæðum hér. Í skýrslunni er hvergi að sjá að samtökin hafi tekið til athugunar hvort tilefni væri til þess að bæta við heimildum til þess að tryggja framkvæmd samkeppnislaga. Staðreyndin er nefnilega sú að vel væri hægt að styrkja samkeppnislögin í takt við löggjöf erlendis. Nefna má sem dæmi að hér á landi hefur Samkeppniseftirlitið ekki heimildir til þess að leita gagna á heimilum stjórnenda grunaðra fyrirtækja, eins og reyndin er víða, t.d. annars staðar á Norðurlöndunum. Þá þekkjast heimildir til handa samkeppnisyfirvöldum til þess að hlutast til um að stjórnendur brotlegra fyrirtækja teljist ekki hæfir til að stjórna fyrirtækjum í tiltekinn tíma eftir brot. Því miður sjá forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins ástæðu til þess að gera málflutning Samkeppniseftirlitsins tortyggilegan í opinberri umræðu. Er eftirlitið sagt ómálefnalegt, spyrna fast við fótum til að halda í séríslenskar reglur og leggja fæð á stærri fyrirtæki. Ekki er hægt að fallast á þennan málflutning. Fyrir Samkeppniseftirlitinu vakir ekkert annað en að standa vörð um hagsmuni neytenda, atvinnulífsins og samfélagsins alls. Þar skiptir miklu máli að ný og smærri fyrirtæki geti hafið starfsemi og dafnað við hlið stærri fyrirtækja. Það er brýnt fyrir þjóðarhag að Samtök atvinnulífsins og aðrir hagsmunaaðilar í atvinnulífinu leggist á árar í þessari baráttu, í stað þess að leita að lægsta samnefnaranum við mótun samkeppnislaga og gera framkvæmd þeirra tortryggilega.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun