Betri rammi um krónuna Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 8. október 2012 06:00 Skýrsla Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er nýr grundvöllur umræðu um framtíð krónunnar, upptöku evru og nýja peningastefnu fyrir heimili og fyrirtæki. Það er, ef fólk hefur áhuga á upplýstri og yfirvegaðri opinberri umræðu um þau mál. Skýrslan er gríðarstórt plagg en ég hvet alla til þess að kynna sér efni hennar í stórum dráttum, t.d. samantekt úr köflum. Eins og allir vita hefur Ísland glímt við þrenns konar efnahagskreppu undanfarin 4 ár; banka-, skulda- og gjaldmiðilskreppu. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur orðið vel ágengt í glímunni við banka- og skuldakreppuna en lítil samstaða er innan hennar um gengis- og peningastefnu til framtíðar. Í vetur leið skipaði þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, þverpólitískan samráðshóp um mótun gengis- og peningastefnu með þátttöku fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Á þeim vettvangi hefur skapast sameiginlegur skilningur á næstu skrefum fram á við í þessu mikilvæga verkefni. Það er einnig kominn góður grunnur til samtals um framtíðina ef fólk hefur raunverulegan áhuga á því að hætta bendingum og upphrópunum um þessi mál. Í skilabréfi samráðshópsins til nýs fjármála- og efnahagsráðherra, Katrínar Júlíusdóttur, segir m.a. að áætlanir stjórnvalda þurfi að taka mið af því að nýr gjaldmiðill verði ekki tekinn upp hér á landi á næstu árum. Það breyti því hins vegar ekki að ríkisstjórn þarf að treysta ramma ábyrgrar stjórnar ríkisfjármálanna og sýna aga í hagstjórninni almennt séð. Gjaldeyrishöftum þarf að lyfta án tillits til þess hvort fólk styður inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Ég er eins og annað samfylkingarfólk þeirrar skoðunar að sjálfstæð peningastefna sé ekki raunhæfur kostur til framtíðar en ég tel einnig mikið til þess vinnandi að skapa samstöðu og grundvöll um verkefnin í gjaldmiðils- og peningamálum sem flest (helst öll) stjórnmálaöfl í landinu geta starfað á. Niðurstaða samráðshópsins styður það álit Seðlabankans að verkefni næstu missera sé að skapa betri ramma um krónuna. Hann er nauðsynlegur hvort sem við veljum að taka upp evru eða ekki, þegar þar að kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Landlausir Seltirningar Fastir pennar Hrakfallasaga Fastir pennar Opnari staða Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Skýrsla Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er nýr grundvöllur umræðu um framtíð krónunnar, upptöku evru og nýja peningastefnu fyrir heimili og fyrirtæki. Það er, ef fólk hefur áhuga á upplýstri og yfirvegaðri opinberri umræðu um þau mál. Skýrslan er gríðarstórt plagg en ég hvet alla til þess að kynna sér efni hennar í stórum dráttum, t.d. samantekt úr köflum. Eins og allir vita hefur Ísland glímt við þrenns konar efnahagskreppu undanfarin 4 ár; banka-, skulda- og gjaldmiðilskreppu. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur orðið vel ágengt í glímunni við banka- og skuldakreppuna en lítil samstaða er innan hennar um gengis- og peningastefnu til framtíðar. Í vetur leið skipaði þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, þverpólitískan samráðshóp um mótun gengis- og peningastefnu með þátttöku fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Á þeim vettvangi hefur skapast sameiginlegur skilningur á næstu skrefum fram á við í þessu mikilvæga verkefni. Það er einnig kominn góður grunnur til samtals um framtíðina ef fólk hefur raunverulegan áhuga á því að hætta bendingum og upphrópunum um þessi mál. Í skilabréfi samráðshópsins til nýs fjármála- og efnahagsráðherra, Katrínar Júlíusdóttur, segir m.a. að áætlanir stjórnvalda þurfi að taka mið af því að nýr gjaldmiðill verði ekki tekinn upp hér á landi á næstu árum. Það breyti því hins vegar ekki að ríkisstjórn þarf að treysta ramma ábyrgrar stjórnar ríkisfjármálanna og sýna aga í hagstjórninni almennt séð. Gjaldeyrishöftum þarf að lyfta án tillits til þess hvort fólk styður inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Ég er eins og annað samfylkingarfólk þeirrar skoðunar að sjálfstæð peningastefna sé ekki raunhæfur kostur til framtíðar en ég tel einnig mikið til þess vinnandi að skapa samstöðu og grundvöll um verkefnin í gjaldmiðils- og peningamálum sem flest (helst öll) stjórnmálaöfl í landinu geta starfað á. Niðurstaða samráðshópsins styður það álit Seðlabankans að verkefni næstu missera sé að skapa betri ramma um krónuna. Hann er nauðsynlegur hvort sem við veljum að taka upp evru eða ekki, þegar þar að kemur.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar