Erlent

Þykja hafa umbylt skilningi á þróun lífvera

John B. Gordon
Breski verðlaunahafinn brosmildur eftir að hafa fengið tíðindin.
fréttablaðið/AP
John B. Gordon Breski verðlaunahafinn brosmildur eftir að hafa fengið tíðindin. fréttablaðið/AP
Nóbelsverðlaunin í læknisfræði renna í ár til vísindamannanna Johns B. Gordon og Shinya Yamanaka. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar, sem hafa sýnt fram á að öllum frumum mannslíkamans er hægt að breyta í stofnfrumur, sem síðan er hægt að láta þróast í hvaða frumutegund líkamans sem er.

Sænska Nóbelsnefndin segir uppgötvanir þeirra hafa „umbylt skilningi okkar á því hvernig frumur og lífverur þróast“.

Tilkynnt verður um Nóbelsverðlaunahafa ársins í eðlisfræði í dag, í efnafræði á miðvikudag og í bókmenntum á fimmtudag. Þá verður tilkynnt um friðarverðlaun Nóbels á föstudag og loks verðlaunin í hagfræði á mánudag.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×