Hvers vegna nýjan Álftanesveg? Pálmi Freyr Randversson skrifar 10. október 2012 00:00 Til stendur að leggja nýjan Álftanesveg í gegnum Garðahraun eins og flestum ætti að vera kunnugt. En er þörf á nýjum Álftanesvegi? Á akstur í gegnum Garðabæ til Álftaness að eiga sér stað á vegi sem býður upp á hraðakstur og óhindrað umferðarflæði? Er hægt að bæta umferðaröryggi með öðrum lausnum en nýjum vegi? Hvernig lítur dæmið út þegar/ef Garðabær og Álftanes sameinast? Væri þá ekki eðlilegra að tengja svæðin saman með rólegri bæjargötu frekar en því sem fyrirhugað er? Nýr Álftanesvegur, með tilheyrandi mislægum gatnamótum, hljóðmönum, vegöxlum, aðreinum, fráreinum og annarri vegagerð, verður tilbúinn í júlí 2014. Forsendur fyrir lagningu vegarins eru uppbygging Garðaholtsins og umferð 20.000 bíla á sólarhring árið 2024. Núna fara um það bil 4.000 bílar eftir Álftanesvegi á dag. Umferðarflæði er því ekki vandamálið. Umferðaröryggi er hins vegar ábótavant á núverandi vegi og vert að huga að. Þróunin í löndunum í kringum okkur og sömuleiðis innanlands undanfarin ár hefur verið á þá leið að draga frekar úr umferðarhraða og forðast hraðbrautaskipulag einmitt til að stuðla að bættu umferðaröryggi. Núverandi Álftanesvegur er tilvalinn til að þróa í þessa átt. Þrenging götunnar, styttri sjónlengdir, hraðahindranir, margar tegundir umferðar á sama svæði og almenn meðvitund ökumanna um að vera akandi í mannlegu umhverfi er að flestra mati sú lausn sem hentar. Hlutverk Vegagerðarinnar hefur hingað til ekki verið að kynna lausnir af þessu tagi. Vegagerðin heitir Vegagerðin af ástæðu. Það er hlutverk skipulagsyfirvalda í Garðabæ að koma fram með fleiri möguleika og velta þeim upp með bæjarbúum. Hvernig væri að bíða eftir byggðinni og sjá hvernig tímarnir breytast? Ef til vill mun þéttari byggð skapa betri aðstæður fyrir góðar almenningssamgöngur. Kannski breytast líka forsendur fyrir sjálfri byggðinni í nánustu framtíð. Endurbættur Álftanesvegur í núverandi vegstæði gæti orðið mikilvæg borgargata í stað þess að vera jaðarvegur til hraðaksturs sem klýfur byggðina frá hrauninu og sjónum. Þannig mistök er verið að leiðrétta í öðrum borgum og er tækifæri fyrir Garðabæ til að læra af reynslu annarra í þessu tilliti. Munum að Vegagerðin bíður með skóflurnar en Garðabær fer með skipulagsvaldið. Þetta snýst um í hvernig bæ við viljum búa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Til stendur að leggja nýjan Álftanesveg í gegnum Garðahraun eins og flestum ætti að vera kunnugt. En er þörf á nýjum Álftanesvegi? Á akstur í gegnum Garðabæ til Álftaness að eiga sér stað á vegi sem býður upp á hraðakstur og óhindrað umferðarflæði? Er hægt að bæta umferðaröryggi með öðrum lausnum en nýjum vegi? Hvernig lítur dæmið út þegar/ef Garðabær og Álftanes sameinast? Væri þá ekki eðlilegra að tengja svæðin saman með rólegri bæjargötu frekar en því sem fyrirhugað er? Nýr Álftanesvegur, með tilheyrandi mislægum gatnamótum, hljóðmönum, vegöxlum, aðreinum, fráreinum og annarri vegagerð, verður tilbúinn í júlí 2014. Forsendur fyrir lagningu vegarins eru uppbygging Garðaholtsins og umferð 20.000 bíla á sólarhring árið 2024. Núna fara um það bil 4.000 bílar eftir Álftanesvegi á dag. Umferðarflæði er því ekki vandamálið. Umferðaröryggi er hins vegar ábótavant á núverandi vegi og vert að huga að. Þróunin í löndunum í kringum okkur og sömuleiðis innanlands undanfarin ár hefur verið á þá leið að draga frekar úr umferðarhraða og forðast hraðbrautaskipulag einmitt til að stuðla að bættu umferðaröryggi. Núverandi Álftanesvegur er tilvalinn til að þróa í þessa átt. Þrenging götunnar, styttri sjónlengdir, hraðahindranir, margar tegundir umferðar á sama svæði og almenn meðvitund ökumanna um að vera akandi í mannlegu umhverfi er að flestra mati sú lausn sem hentar. Hlutverk Vegagerðarinnar hefur hingað til ekki verið að kynna lausnir af þessu tagi. Vegagerðin heitir Vegagerðin af ástæðu. Það er hlutverk skipulagsyfirvalda í Garðabæ að koma fram með fleiri möguleika og velta þeim upp með bæjarbúum. Hvernig væri að bíða eftir byggðinni og sjá hvernig tímarnir breytast? Ef til vill mun þéttari byggð skapa betri aðstæður fyrir góðar almenningssamgöngur. Kannski breytast líka forsendur fyrir sjálfri byggðinni í nánustu framtíð. Endurbættur Álftanesvegur í núverandi vegstæði gæti orðið mikilvæg borgargata í stað þess að vera jaðarvegur til hraðaksturs sem klýfur byggðina frá hrauninu og sjónum. Þannig mistök er verið að leiðrétta í öðrum borgum og er tækifæri fyrir Garðabæ til að læra af reynslu annarra í þessu tilliti. Munum að Vegagerðin bíður með skóflurnar en Garðabær fer með skipulagsvaldið. Þetta snýst um í hvernig bæ við viljum búa.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun