Aukin þjónusta við utangarðsfólk í efnahagshruni Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Um leið og ég fagna áhuga almennings á málaflokki utangarðsfólks tel ég ennfremur mikilvægt, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um slakan aðbúnað utangarðsfólks, að greint sé frá þeim umbótum og þeirri auknu þjónustu sem hefur orðið í málaflokknum í Reykjavík undanfarin ár. Árið 2008 var sett fram Stefna Reykjavíkurborgar um málefni utangarðsfólks 2008-2012. Formleg stefnumótun í málaflokki utangarðsfólks er nýlunda hér á landi. Við gerð þessarar stefnu var leitað til fagfólks, notenda þjónustunnar (þ.e. utangarðsfólks) og annarra hagsmunaaðila og málefni sett fram í samræmi við það. Á tímum hagræðingar í opinberum rekstri hefur Reykjavíkurborg hrint í framkvæmd fjölmörgum verkefnum sem öll hafa það að markmiði að auka lífsgæði fólks og koma í veg fyrir útigang. Starfshópur, skipaður borgarfulltrúum og fagfólki, vinnur nú að gerð nýrrar stefnu. Helstu verkefni sem sett hafa verið á laggirnar eftir efnahagshrun: n Árið 2008 voru tekin í notkun fjögur smáhýsi þar sem allt að átta einstaklingar geta búið. Verkefnastjóri í fullu stöðugildi er íbúum smáhýsa innan handar allan sólarhringinn. n Dagsetur Hjálpræðishersins er athvarf sem opið er alla daga vikunnar. Þar er m.a. hreinlætisaðstaða, heit máltíð o.m.fl. Reykjavíkurborg kom að samstarfi vegna Dagseturs árið 2009 með stöðugildi félagsráðgjafa með aðsetur í Dagsetri. Félagsráðgjafinn sinnir félagsráðgjöf og byggir upp iðju fyrir utangarðsfólk. n Haustið 2009 fór skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður af stað á vegum Rauða krossins. Um er að ræða sérútbúinn bíl með hjúkrunarfræðingum og fleiri sjálfboðaliðum og veitt er nálaskiptiþjónusta ásamt almennri hjúkrun og ráðgjöf fyrir vímuefnaneytendur. Frá janúar 2011 hefur Dagsetrið verið með nálaskiptiþjónustu í samstarfi við Frú Ragnheiði. n Árið 2010 opnaði Reykjavíkurborg heimili fyrir fimm heimilislausar konur. Sólarhringsvakt er á heimilinu. Ÿ Í ársbyrjun 2012 tók Reykjavíkurborg yfir rekstur á stoðbýli fyrir átta tvígreinda karlmenn þ.e. þá sem eru greindir með geðsjúkdóm ásamt áfengis-og vímuefnafíkn. Íbúarnir eiga það sammerkt að hafa verið heimilislausir til langs tíma. n Í maí 2012 jók Reykjavíkurborg stuðning sinn við Dagsetur með stöðugildi stuðningsfulltrúa og hálfu stöðugildi félagsráðgjafa. n Á vormánuðum 2012 fór af stað tilraunaverkefnið Borgarverðir. Um er að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tveir sérfræðingar frá Reykjavíkurborg og einn lögreglumaður aka um borgina á bíl og þjónusta utangarðsfólk með því t.d. að aka því til læknis, á meðferðarstofnanir, í viðtöl til félagsráðgjafa, í og úr Dagsetri, Konukoti og í Gistiskýlið o.fl. Allt ofantalið er viðbót við þá þjónustu sem þegar var til staðar fyrir efnahagshrun. Þannig hefur Reykjavíkurborg rekið frá árinu 2007 heimili fyrir átta heimilislausa karlmenn. Samhjálp rekur Gistiskýlið við Þingholtsstræti samkvæmt samningi við Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða (Reykjavíkurborg). Gistiskýlið getur veitt 20 karlmönnum næturgistingu og hafa félagsráðgjafar frá Þjónustumiðstöðinni þar vikulega viðveru. Rauði krossinn rekur Konukot samkvæmt sambærilegum samningi og þar hafa félagsráðgjafar frá Þjónustumiðstöðinni einnig vikulega viðveru. Konukot er með átta rúm fyrir næturskjól. Systur Móður Theresu bjóða utangarðsfólki (og öðrum) upp á morgunverð fimm daga vikunnar. Auk þessa styrkir borgin rekstur Kaffistofu Samhjálpar sem er opin alla daga vikunnar Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða er þekkingarstöð um margbreytileika, þar undir fellur málaflokkur utangarðsfólks. Fjölmennt sérfræðingateymi fundar þar reglulega um stöðu einstaklinga og málaflokksins í heild. Starfræktur er Samráðshópur um málefni utangarðsfólks. Í Samráðshópnum sitja fulltrúar frá hinum ýmsu stofnunum og félagasamtökum sem öll sinna þjónustu við utangarðsfólk s.s. Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Rauða krossinum, Hjálpræðishernum, Hjálparstarfi kirkjunnar, Samhjálp, Fangelsismálastofnun, Geðsviði Landspítalans o.fl. Samráðshópurinn samanstendur af einstaklingum sem starfa á vettvangi með utangarðsfólki og hefur þá sérstöðu að geta komið með ábendingar um það sem betur má fara og hefur orðið eins konar málsvari heimilislausra t.d. hvað varðar pólitíska stefnumótun. Það er því ljóst að málaflokkurinn er ekki afskiptur af borgaryfirvöldum né öðrum stofnunum og félagasamtökum. Miklum fjármunum er veitt ár hvert til að viðhalda og auka við þjónustu í málaflokki utangarðsfólks. Mikilvægt er, þegar verið er að fjalla um málaflokk utangarðsfólks, að fjölmiðlafólk sé meðvitað um hvaða þjónustu hið opinbera og önnur félagasamtök eru að veita til að koma í veg fyrir misskilning og/eða einhliða umfjöllun. Stór hópur sérfræðinga og fagfólks lætur sig málin varða og kappkostar við að veita utangarðsfólki góða þjónustu. Enginn dregur í efa neyð þeirra sem ekki eiga sér fastan samastað og við sem samfélag eigum að láta okkur málefni utangarðsfólks varða. Við eigum að vinna saman og því er mikilvægt að allar upplýsingar um fyrirliggjandi þjónustu séu upp á borðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Um leið og ég fagna áhuga almennings á málaflokki utangarðsfólks tel ég ennfremur mikilvægt, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um slakan aðbúnað utangarðsfólks, að greint sé frá þeim umbótum og þeirri auknu þjónustu sem hefur orðið í málaflokknum í Reykjavík undanfarin ár. Árið 2008 var sett fram Stefna Reykjavíkurborgar um málefni utangarðsfólks 2008-2012. Formleg stefnumótun í málaflokki utangarðsfólks er nýlunda hér á landi. Við gerð þessarar stefnu var leitað til fagfólks, notenda þjónustunnar (þ.e. utangarðsfólks) og annarra hagsmunaaðila og málefni sett fram í samræmi við það. Á tímum hagræðingar í opinberum rekstri hefur Reykjavíkurborg hrint í framkvæmd fjölmörgum verkefnum sem öll hafa það að markmiði að auka lífsgæði fólks og koma í veg fyrir útigang. Starfshópur, skipaður borgarfulltrúum og fagfólki, vinnur nú að gerð nýrrar stefnu. Helstu verkefni sem sett hafa verið á laggirnar eftir efnahagshrun: n Árið 2008 voru tekin í notkun fjögur smáhýsi þar sem allt að átta einstaklingar geta búið. Verkefnastjóri í fullu stöðugildi er íbúum smáhýsa innan handar allan sólarhringinn. n Dagsetur Hjálpræðishersins er athvarf sem opið er alla daga vikunnar. Þar er m.a. hreinlætisaðstaða, heit máltíð o.m.fl. Reykjavíkurborg kom að samstarfi vegna Dagseturs árið 2009 með stöðugildi félagsráðgjafa með aðsetur í Dagsetri. Félagsráðgjafinn sinnir félagsráðgjöf og byggir upp iðju fyrir utangarðsfólk. n Haustið 2009 fór skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður af stað á vegum Rauða krossins. Um er að ræða sérútbúinn bíl með hjúkrunarfræðingum og fleiri sjálfboðaliðum og veitt er nálaskiptiþjónusta ásamt almennri hjúkrun og ráðgjöf fyrir vímuefnaneytendur. Frá janúar 2011 hefur Dagsetrið verið með nálaskiptiþjónustu í samstarfi við Frú Ragnheiði. n Árið 2010 opnaði Reykjavíkurborg heimili fyrir fimm heimilislausar konur. Sólarhringsvakt er á heimilinu. Ÿ Í ársbyrjun 2012 tók Reykjavíkurborg yfir rekstur á stoðbýli fyrir átta tvígreinda karlmenn þ.e. þá sem eru greindir með geðsjúkdóm ásamt áfengis-og vímuefnafíkn. Íbúarnir eiga það sammerkt að hafa verið heimilislausir til langs tíma. n Í maí 2012 jók Reykjavíkurborg stuðning sinn við Dagsetur með stöðugildi stuðningsfulltrúa og hálfu stöðugildi félagsráðgjafa. n Á vormánuðum 2012 fór af stað tilraunaverkefnið Borgarverðir. Um er að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tveir sérfræðingar frá Reykjavíkurborg og einn lögreglumaður aka um borgina á bíl og þjónusta utangarðsfólk með því t.d. að aka því til læknis, á meðferðarstofnanir, í viðtöl til félagsráðgjafa, í og úr Dagsetri, Konukoti og í Gistiskýlið o.fl. Allt ofantalið er viðbót við þá þjónustu sem þegar var til staðar fyrir efnahagshrun. Þannig hefur Reykjavíkurborg rekið frá árinu 2007 heimili fyrir átta heimilislausa karlmenn. Samhjálp rekur Gistiskýlið við Þingholtsstræti samkvæmt samningi við Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða (Reykjavíkurborg). Gistiskýlið getur veitt 20 karlmönnum næturgistingu og hafa félagsráðgjafar frá Þjónustumiðstöðinni þar vikulega viðveru. Rauði krossinn rekur Konukot samkvæmt sambærilegum samningi og þar hafa félagsráðgjafar frá Þjónustumiðstöðinni einnig vikulega viðveru. Konukot er með átta rúm fyrir næturskjól. Systur Móður Theresu bjóða utangarðsfólki (og öðrum) upp á morgunverð fimm daga vikunnar. Auk þessa styrkir borgin rekstur Kaffistofu Samhjálpar sem er opin alla daga vikunnar Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða er þekkingarstöð um margbreytileika, þar undir fellur málaflokkur utangarðsfólks. Fjölmennt sérfræðingateymi fundar þar reglulega um stöðu einstaklinga og málaflokksins í heild. Starfræktur er Samráðshópur um málefni utangarðsfólks. Í Samráðshópnum sitja fulltrúar frá hinum ýmsu stofnunum og félagasamtökum sem öll sinna þjónustu við utangarðsfólk s.s. Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Rauða krossinum, Hjálpræðishernum, Hjálparstarfi kirkjunnar, Samhjálp, Fangelsismálastofnun, Geðsviði Landspítalans o.fl. Samráðshópurinn samanstendur af einstaklingum sem starfa á vettvangi með utangarðsfólki og hefur þá sérstöðu að geta komið með ábendingar um það sem betur má fara og hefur orðið eins konar málsvari heimilislausra t.d. hvað varðar pólitíska stefnumótun. Það er því ljóst að málaflokkurinn er ekki afskiptur af borgaryfirvöldum né öðrum stofnunum og félagasamtökum. Miklum fjármunum er veitt ár hvert til að viðhalda og auka við þjónustu í málaflokki utangarðsfólks. Mikilvægt er, þegar verið er að fjalla um málaflokk utangarðsfólks, að fjölmiðlafólk sé meðvitað um hvaða þjónustu hið opinbera og önnur félagasamtök eru að veita til að koma í veg fyrir misskilning og/eða einhliða umfjöllun. Stór hópur sérfræðinga og fagfólks lætur sig málin varða og kappkostar við að veita utangarðsfólki góða þjónustu. Enginn dregur í efa neyð þeirra sem ekki eiga sér fastan samastað og við sem samfélag eigum að láta okkur málefni utangarðsfólks varða. Við eigum að vinna saman og því er mikilvægt að allar upplýsingar um fyrirliggjandi þjónustu séu upp á borðinu.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun