Fellum tillögu stjórnlagaráðs Haukur Arnþórsson skrifar 11. október 2012 00:01 Ég hef ákveðið að greiða atkvæði gegn því að tillaga stjórnlagaráðs verði notuð sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 20. október 2012. Hér vil ég draga fram eitt grundvallaratriði af nokkrum sem hafa áhrif á afstöðu mína. Markalínur opinbers skipulagsNánast öll þjónusta opinbers valds miðar við staðbundin mörk. Þannig höfum við skólahverfi, sveitarfélög og umdæmi af öllu tagi, meðal annars kjördæmi. Skattheimta fer fram innan staðbundinna marka og sköttum er jafnan ráðstafað innan þeirra. Þótt netið geti veikt staðbundin mörk opinberrar þjónustu standa þessar staðreyndir enn óhaggaðar. Þýskaland er sambandsríki og opinber gjöld renna einkum til hvers ríkis og þjónusta er veitt innan þess. Danmörk (og hin norrænu ríkin hafa svipað fyrirkomulag) hefur 5 regioner og 76% alls skattfjár helst innan þeirra og eru notuð til þess að veita þjónustu þar. Kjördæmaskipulag tekur mið af þessum staðbundna grundvelli og eru kjördæmi (mis)smá og tengja fulltrúa við kjósendur á ákveðnum stað og við þá sameiginlegu hagsmuni sem þeir hafa, meðal annars við öflun og ráðstöfun skattfjár þeirra og uppbyggingu staðbundinnar þjónustu fyrir þá. Afdrifarík mistökHér á landi var fallið frá landshlutatengdu millistjórnsýslustigi undir miðja síðustu öld. Það hefur reynst afdrifaríkt fyrir svæðin utan höfuðborgarinnar – og nú renna um ¾ hlutar alls opinbers fjár til hins miðlæga ríkisvalds (Reykjavíkur) og staðbundin yfirvöld (sveitarfélögin) eru veik og þjónusta þeirra lítil miðað við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þar sem tekjustofnar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru stærstir má reikna með því að allt að 90% af öllu skattfé sé ráðstafað af yfirvöldum á því svæði, á báðum stjórnsýslustigum. Sjónarmið borgríkisVið þessar séríslensku aðstæður eru margir höfuðborgarbúar farnir að líta svo á að þeir búi í borgríki, en ekki í ríki sem hefur vestræna uppbyggingu. Þeir telja því ekki að máli skipti að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins njóti vernda staðbundinna marka þannig að tekjur flytjist ekki frá upprunastað og til að þjónusta sé veitt nálægt íbúunum. Þessi hugsun endurspeglast í tillögum um veikingu eða niðurfellingu kjördæmaskipulags og raunar líka í lausnum stjórnsýslunnar; t.d. að hafa eitt sjúkrahús og eina ríkisstofnun á hverju sviði og að þær séu á höfuðborgarsvæðinu – í stað dreifðra lausna og þjónustu. Á sama tíma er höfuðborginni skipt í hverfi og byggð er upp staðbundin þjónusta innan þeirra – þannig að tvískinnungur höfuðborgarbúa er allsráðandi. Þegar fylgismenn tillagna stjórnlagaráðs segja að kjördæmi eigi að skipuleggja fyrir fatlaða, fyrir konur o.s.frv. í stað staðbundinna marka, þá hafa þeir yfirgefið grundvöll stjórnmálalegs veruleika í okkar heimshluta. Þá er ekki endilega samræðugrundvöllur milli stjórnsýslufræðinga og aktívistanna, sem ekki búa við skorður vestrænna hefða. Svo ríkar hefðir eru fyrir staðbundinni nálgun í stjórnmálum að nánast ekkert vestrænt ríki gengur gegn þeim. Víða eiga ríki eða fylki (millistjórnsýslustig) fulltrúa á þjóðþingum án tillits til íbúafjölda þeirra. Hættulegar tillögurEf tillögur stjórnlagaráðs um veikingu eða niðurfellingu kjördæmakerfis hér á landi verða að veruleika fellur eitt af síðustu varnarvígum vestrænnar uppbyggingar stjórnmála og stjórnsýslu í landinu. Það er einkennileg þróun í ljósi þess hvernig og hvar þjóðartekjur okkar verða til – og að landið allt felur í sér sóknarfæri á öllum sviðum, t.d. fyrir ferðamannaiðnaðinn á grundvelli staðbundinnar menningar, sem þá þarf að vera til staðar. Við búum í stóru og fallegu landi og við þurfum að endurskipuleggja opinberu kerfin þannig að þau styðji dreifða uppbyggingu í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Sjá meira
Ég hef ákveðið að greiða atkvæði gegn því að tillaga stjórnlagaráðs verði notuð sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 20. október 2012. Hér vil ég draga fram eitt grundvallaratriði af nokkrum sem hafa áhrif á afstöðu mína. Markalínur opinbers skipulagsNánast öll þjónusta opinbers valds miðar við staðbundin mörk. Þannig höfum við skólahverfi, sveitarfélög og umdæmi af öllu tagi, meðal annars kjördæmi. Skattheimta fer fram innan staðbundinna marka og sköttum er jafnan ráðstafað innan þeirra. Þótt netið geti veikt staðbundin mörk opinberrar þjónustu standa þessar staðreyndir enn óhaggaðar. Þýskaland er sambandsríki og opinber gjöld renna einkum til hvers ríkis og þjónusta er veitt innan þess. Danmörk (og hin norrænu ríkin hafa svipað fyrirkomulag) hefur 5 regioner og 76% alls skattfjár helst innan þeirra og eru notuð til þess að veita þjónustu þar. Kjördæmaskipulag tekur mið af þessum staðbundna grundvelli og eru kjördæmi (mis)smá og tengja fulltrúa við kjósendur á ákveðnum stað og við þá sameiginlegu hagsmuni sem þeir hafa, meðal annars við öflun og ráðstöfun skattfjár þeirra og uppbyggingu staðbundinnar þjónustu fyrir þá. Afdrifarík mistökHér á landi var fallið frá landshlutatengdu millistjórnsýslustigi undir miðja síðustu öld. Það hefur reynst afdrifaríkt fyrir svæðin utan höfuðborgarinnar – og nú renna um ¾ hlutar alls opinbers fjár til hins miðlæga ríkisvalds (Reykjavíkur) og staðbundin yfirvöld (sveitarfélögin) eru veik og þjónusta þeirra lítil miðað við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þar sem tekjustofnar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru stærstir má reikna með því að allt að 90% af öllu skattfé sé ráðstafað af yfirvöldum á því svæði, á báðum stjórnsýslustigum. Sjónarmið borgríkisVið þessar séríslensku aðstæður eru margir höfuðborgarbúar farnir að líta svo á að þeir búi í borgríki, en ekki í ríki sem hefur vestræna uppbyggingu. Þeir telja því ekki að máli skipti að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins njóti vernda staðbundinna marka þannig að tekjur flytjist ekki frá upprunastað og til að þjónusta sé veitt nálægt íbúunum. Þessi hugsun endurspeglast í tillögum um veikingu eða niðurfellingu kjördæmaskipulags og raunar líka í lausnum stjórnsýslunnar; t.d. að hafa eitt sjúkrahús og eina ríkisstofnun á hverju sviði og að þær séu á höfuðborgarsvæðinu – í stað dreifðra lausna og þjónustu. Á sama tíma er höfuðborginni skipt í hverfi og byggð er upp staðbundin þjónusta innan þeirra – þannig að tvískinnungur höfuðborgarbúa er allsráðandi. Þegar fylgismenn tillagna stjórnlagaráðs segja að kjördæmi eigi að skipuleggja fyrir fatlaða, fyrir konur o.s.frv. í stað staðbundinna marka, þá hafa þeir yfirgefið grundvöll stjórnmálalegs veruleika í okkar heimshluta. Þá er ekki endilega samræðugrundvöllur milli stjórnsýslufræðinga og aktívistanna, sem ekki búa við skorður vestrænna hefða. Svo ríkar hefðir eru fyrir staðbundinni nálgun í stjórnmálum að nánast ekkert vestrænt ríki gengur gegn þeim. Víða eiga ríki eða fylki (millistjórnsýslustig) fulltrúa á þjóðþingum án tillits til íbúafjölda þeirra. Hættulegar tillögurEf tillögur stjórnlagaráðs um veikingu eða niðurfellingu kjördæmakerfis hér á landi verða að veruleika fellur eitt af síðustu varnarvígum vestrænnar uppbyggingar stjórnmála og stjórnsýslu í landinu. Það er einkennileg þróun í ljósi þess hvernig og hvar þjóðartekjur okkar verða til – og að landið allt felur í sér sóknarfæri á öllum sviðum, t.d. fyrir ferðamannaiðnaðinn á grundvelli staðbundinnar menningar, sem þá þarf að vera til staðar. Við búum í stóru og fallegu landi og við þurfum að endurskipuleggja opinberu kerfin þannig að þau styðji dreifða uppbyggingu í því.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun