Orkuveitan veitti yfir milljarð í styrki frá 2002 til 2010 Þórunn skrifar 13. október 2012 06:00 Félög og einstaklingar hlutu styrki upp á rúmlega 1,1 milljarð króna frá Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2002 til 2010. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur, sem var kynnt á miðvikudaginn. Árið 2002 voru veittar tæplega 55,2 milljónir króna í styrki, en hæstu styrkina hlutu Aflvaki hf. og starfsmannafélag Orkuveitunnar, 15,5 milljónir og 7,7 milljónir. Þá fékk Orkustofnun fjórar milljónir og Reykjavíkurborg fékk einnig fjórar milljónir vegna ljósahátíðar í borginni. Árið 2003 var 57,1 milljón veitt í styrki en Aflvaki og starfsmannafélag OR voru áfram stærstu styrkþegarnir. Þá fékk Háskóli Íslands 7,3 milljónir í styrk vegna meistaranáms. Árið 2004 jukust styrkirnir í tæpar 77 milljónir en þá fékk starfsmannafélagið ríflegri styrk en árin á undan, eða 14,5 milljónir. Háskólinn fékk styrk upp á 11,5 milljónir vegna meistaraverkefna og Aflvaki fékk 8,5 milljónir. Þá fékk Háskólinn í Reykjavík þrjár milljónir. Árið 2005 lækkuðu styrkirnir aftur í tæpar 63 milljónir, en þá var hætt að styrkja Aflvaka. Utan starfsmannafélagsins hlaut Landgræðslan hæsta styrkinn það árið, fimm milljónir vegna uppgræðslu við Hengil. 2006 voru framlög til starfsmannafélagsins tekin út úr styrkjunum, en samt hækkuðu styrkirnir upp í rúmar 82 milljónir. Íþrótta- og tómstundaráð fékk hæsta styrkinn, 9,5 milljónir. Árið 2007 var styrkjunum skipt í tvennt, annars vegar styrki sem stjórn OR samþykkti og hins vegar aðra styrki, sem ekki fóru í gegnum stjórnina. Frá 2007 til 2010 voru 516 milljónir veittar án aðkomu stjórnarinnar. Stjórnin samþykkti styrki upp á 47,5 milljónir en aðrir styrkir námu 146,3 milljónum króna. Þeir hækkuðu því úr 82 milljónum í tæplega 194 milljónir milli ára. Raunvísindastofnun Háskóla Íslands fékk hæsta styrkinn, rúmar 26 milljónir króna. Næst mest fékk starfsmannafélagið, sem á ný kom inn. Heildarstyrkirnir hækkuðu í 214,2 milljónir árið 2008. Stjórnin veitti rúmlega 63 milljónir og almennir styrkir námu 150 milljónum. Raunvísindastofnun HÍ fékk 36 milljónir króna og Landbúnaðarháskólinn 21. Árið 2009 héldu styrkirnir áfram að hækka og fóru í 242 milljónir króna. Þar af fékk sveitarfélagið Ölfus 50 milljónir króna vegna uppgræðslusjóðs. Þá fékk Háskóli Íslands tæpar 29 milljónir og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands rúmar 28 milljónir. Stjórnin veitti 53 milljónir og almennir styrkir námu 189 milljónum. Árið 2010 lækkuðu styrkirnir í 169,6 milljónir. Þá fékk Háskóli Íslands 24,5 milljónir og orkuskóli Reyst fékk 21,7 milljónir. Stjórnin veitti 16 milljónir en almennir styrkir voru 153 milljónir. Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Félög og einstaklingar hlutu styrki upp á rúmlega 1,1 milljarð króna frá Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2002 til 2010. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur, sem var kynnt á miðvikudaginn. Árið 2002 voru veittar tæplega 55,2 milljónir króna í styrki, en hæstu styrkina hlutu Aflvaki hf. og starfsmannafélag Orkuveitunnar, 15,5 milljónir og 7,7 milljónir. Þá fékk Orkustofnun fjórar milljónir og Reykjavíkurborg fékk einnig fjórar milljónir vegna ljósahátíðar í borginni. Árið 2003 var 57,1 milljón veitt í styrki en Aflvaki og starfsmannafélag OR voru áfram stærstu styrkþegarnir. Þá fékk Háskóli Íslands 7,3 milljónir í styrk vegna meistaranáms. Árið 2004 jukust styrkirnir í tæpar 77 milljónir en þá fékk starfsmannafélagið ríflegri styrk en árin á undan, eða 14,5 milljónir. Háskólinn fékk styrk upp á 11,5 milljónir vegna meistaraverkefna og Aflvaki fékk 8,5 milljónir. Þá fékk Háskólinn í Reykjavík þrjár milljónir. Árið 2005 lækkuðu styrkirnir aftur í tæpar 63 milljónir, en þá var hætt að styrkja Aflvaka. Utan starfsmannafélagsins hlaut Landgræðslan hæsta styrkinn það árið, fimm milljónir vegna uppgræðslu við Hengil. 2006 voru framlög til starfsmannafélagsins tekin út úr styrkjunum, en samt hækkuðu styrkirnir upp í rúmar 82 milljónir. Íþrótta- og tómstundaráð fékk hæsta styrkinn, 9,5 milljónir. Árið 2007 var styrkjunum skipt í tvennt, annars vegar styrki sem stjórn OR samþykkti og hins vegar aðra styrki, sem ekki fóru í gegnum stjórnina. Frá 2007 til 2010 voru 516 milljónir veittar án aðkomu stjórnarinnar. Stjórnin samþykkti styrki upp á 47,5 milljónir en aðrir styrkir námu 146,3 milljónum króna. Þeir hækkuðu því úr 82 milljónum í tæplega 194 milljónir milli ára. Raunvísindastofnun Háskóla Íslands fékk hæsta styrkinn, rúmar 26 milljónir króna. Næst mest fékk starfsmannafélagið, sem á ný kom inn. Heildarstyrkirnir hækkuðu í 214,2 milljónir árið 2008. Stjórnin veitti rúmlega 63 milljónir og almennir styrkir námu 150 milljónum. Raunvísindastofnun HÍ fékk 36 milljónir króna og Landbúnaðarháskólinn 21. Árið 2009 héldu styrkirnir áfram að hækka og fóru í 242 milljónir króna. Þar af fékk sveitarfélagið Ölfus 50 milljónir króna vegna uppgræðslusjóðs. Þá fékk Háskóli Íslands tæpar 29 milljónir og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands rúmar 28 milljónir. Stjórnin veitti 53 milljónir og almennir styrkir námu 189 milljónum. Árið 2010 lækkuðu styrkirnir í 169,6 milljónir. Þá fékk Háskóli Íslands 24,5 milljónir og orkuskóli Reyst fékk 21,7 milljónir. Stjórnin veitti 16 milljónir en almennir styrkir voru 153 milljónir.
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira