Illvilji Brynjar Níelsson skrifar 16. október 2012 06:00 Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, sem sá um framkvæmd þjóðfundarins, skrifaði grein í Fréttablaðið á föstudaginn síðastliðinn og sakar mig um ósannindi og illvilja í skrifum mínum um tillögur stjórnlagaráðs og framkvæmd þjóðfundarins. Í grein minni sagði ég orðrétt: „Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna“. Ósannindin og illviljinn virðist hafa komið fram í þeim orðum mínum ef ég skil grein Guðrúnar rétt. En hvar liggja ósannindin og illviljinn í þessari setningu? Þjóðfundurinn var á vegum stjórnvalda, sem skipuðu stjórnlaganefnd, sem aftur sá um framkvæmd þjóðfundarins. Á hverju borði var „lóðs“ og eins og allir vita leiðir lóðsinn. Við getum svo deilt um það hvort og hvernig það hafði áhrif á umræðuna á þjóðfundinum. Ég efast ekki eitt augnablik um það að lóðsar og aðrir sem komu að framkvæmd þjóðfundarins hafi starfað að heilum hug, af einlægni og drenglyndi og reynt að gæta hlutleysis. Gagnrýni mín lýtur að fyrirkomulagi þjóðfundarins en ekki að óheiðarleika stjórnlaganefndar eða starfsmanna hennar. Það er hins vegar alltaf svo í hópavinnu að einhver er leiðandi og hefur áhrif á aðra. Um það ber þjóðfundarfulltrúum, sem ég hef rætt við, saman. Það er mín skoðun að þetta fyrirkomulag þjóðfundarins henti afar illa til að fá fram raunverulegan vilja þjóðarinnar. Kosningaþátttaka þjóðarinnar í stjórnlagaþingskosningunum endurspeglar heldur ekki vilja þjóðfundarins til að kollvarpa stjórnarskránni eins og sumir vilja túlka niðurstöðu fundarins. Guðrún Pétursdóttir virðist vera af þeirri tegund fólks sem telur að andstæðar skoðanir, við sínar eigin, megi rekja til illvilja og jafnvel mannvonsku. Slíkt fólk hefur verið meira áberandi eftir hrun bankanna en áður. Við Guðrún hljótum að geta deilt um það og hvort fyrirkomulag þjóðfundarins sé slæmt eða gott til að fá fram þjóðarvilja án þess að saka hvort annað um illvilja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, sem sá um framkvæmd þjóðfundarins, skrifaði grein í Fréttablaðið á föstudaginn síðastliðinn og sakar mig um ósannindi og illvilja í skrifum mínum um tillögur stjórnlagaráðs og framkvæmd þjóðfundarins. Í grein minni sagði ég orðrétt: „Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna“. Ósannindin og illviljinn virðist hafa komið fram í þeim orðum mínum ef ég skil grein Guðrúnar rétt. En hvar liggja ósannindin og illviljinn í þessari setningu? Þjóðfundurinn var á vegum stjórnvalda, sem skipuðu stjórnlaganefnd, sem aftur sá um framkvæmd þjóðfundarins. Á hverju borði var „lóðs“ og eins og allir vita leiðir lóðsinn. Við getum svo deilt um það hvort og hvernig það hafði áhrif á umræðuna á þjóðfundinum. Ég efast ekki eitt augnablik um það að lóðsar og aðrir sem komu að framkvæmd þjóðfundarins hafi starfað að heilum hug, af einlægni og drenglyndi og reynt að gæta hlutleysis. Gagnrýni mín lýtur að fyrirkomulagi þjóðfundarins en ekki að óheiðarleika stjórnlaganefndar eða starfsmanna hennar. Það er hins vegar alltaf svo í hópavinnu að einhver er leiðandi og hefur áhrif á aðra. Um það ber þjóðfundarfulltrúum, sem ég hef rætt við, saman. Það er mín skoðun að þetta fyrirkomulag þjóðfundarins henti afar illa til að fá fram raunverulegan vilja þjóðarinnar. Kosningaþátttaka þjóðarinnar í stjórnlagaþingskosningunum endurspeglar heldur ekki vilja þjóðfundarins til að kollvarpa stjórnarskránni eins og sumir vilja túlka niðurstöðu fundarins. Guðrún Pétursdóttir virðist vera af þeirri tegund fólks sem telur að andstæðar skoðanir, við sínar eigin, megi rekja til illvilja og jafnvel mannvonsku. Slíkt fólk hefur verið meira áberandi eftir hrun bankanna en áður. Við Guðrún hljótum að geta deilt um það og hvort fyrirkomulag þjóðfundarins sé slæmt eða gott til að fá fram þjóðarvilja án þess að saka hvort annað um illvilja.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun