Fólkið á að ráða – það er lýðræði Valgerður Bjarnadóttir skrifar 19. október 2012 06:00 1. Um hvað snýst þetta allt saman? 2. Er þetta ekki allt of flókið? 3. Hefur fólk eitthvert vit á þessu? 4. Verður nokkuð farið eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar? Svörin eru í sömu röð:1. Þetta snýst um hvort stjórnar- skránni er skipað af öllu fólki eða einhverjum útvöldum. 2. Nei. 3. Já, við vitum öll hvað við viljum. 4. Já. Spurningarnar eru á mannamáli og auðskiljanlegar. Engin vandkvæði eru á því að túlka niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Já þýðir já og nei þýðir nei. Við stöndum á tímamótum. Fólkinu í landinu er gefinn kostur á að segja skoðun sína á tillögum að nýrri stjórnarskrá. Hingað til hefur verið litið á það sem einkamál stjórnmálamanna/Alþingis og lögfræðinga. Heildarendurskoðun á þessu grundvallarplaggi stjórnskipunarinnar og undirstöðu laga hefur ekki tekist til þessa. Stjórnlagaráðinu tókst það. Kannski er það vitnisburður um að stjórnmálamenn og lögfræðingar eigi að halda sig til hlés hvað þessi efni varðar. Margir hafa allt á hornum sér varðandi þá aðferð er notuð. Gæti það verið vegna þess að í gegnum árin hefur orðið til í landinu hópur fólks sem telur sig betur til þess fallið að ráða ráðum okkar og hafa vit fyrir okkur en við getum öll í sameiningu? Það er bráðnauðsynlegt í kjölfar þeirra þjóðfélagslegu hamfara sem við höfum gengið í gegnum að hrista upp í valdahlutföllum þjóðfélagsins. Nú er tækifæri. Núna er tækifæri fyrir fólk að sýna hug sinn til þeirrar vinnu sem það sjálft hefur unnið á Þjóðfundi og í stjórnlagaráði. Allir kjósendur hafa tækifæri, ekki einungis einhverjir útvaldir eða sjálfskipaðir. Spurningarnar fimm sem fylgja meginspurningunni eru um róttækar breytingar á stjórnarháttum okkar. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar ræður því hvort þessar róttæku breytingar verða lagðar fram í frumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi um breytingar á stjórnarskrá. Hvað er lýðræði? Svar: Fólkið á að ráða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
1. Um hvað snýst þetta allt saman? 2. Er þetta ekki allt of flókið? 3. Hefur fólk eitthvert vit á þessu? 4. Verður nokkuð farið eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar? Svörin eru í sömu röð:1. Þetta snýst um hvort stjórnar- skránni er skipað af öllu fólki eða einhverjum útvöldum. 2. Nei. 3. Já, við vitum öll hvað við viljum. 4. Já. Spurningarnar eru á mannamáli og auðskiljanlegar. Engin vandkvæði eru á því að túlka niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Já þýðir já og nei þýðir nei. Við stöndum á tímamótum. Fólkinu í landinu er gefinn kostur á að segja skoðun sína á tillögum að nýrri stjórnarskrá. Hingað til hefur verið litið á það sem einkamál stjórnmálamanna/Alþingis og lögfræðinga. Heildarendurskoðun á þessu grundvallarplaggi stjórnskipunarinnar og undirstöðu laga hefur ekki tekist til þessa. Stjórnlagaráðinu tókst það. Kannski er það vitnisburður um að stjórnmálamenn og lögfræðingar eigi að halda sig til hlés hvað þessi efni varðar. Margir hafa allt á hornum sér varðandi þá aðferð er notuð. Gæti það verið vegna þess að í gegnum árin hefur orðið til í landinu hópur fólks sem telur sig betur til þess fallið að ráða ráðum okkar og hafa vit fyrir okkur en við getum öll í sameiningu? Það er bráðnauðsynlegt í kjölfar þeirra þjóðfélagslegu hamfara sem við höfum gengið í gegnum að hrista upp í valdahlutföllum þjóðfélagsins. Nú er tækifæri. Núna er tækifæri fyrir fólk að sýna hug sinn til þeirrar vinnu sem það sjálft hefur unnið á Þjóðfundi og í stjórnlagaráði. Allir kjósendur hafa tækifæri, ekki einungis einhverjir útvaldir eða sjálfskipaðir. Spurningarnar fimm sem fylgja meginspurningunni eru um róttækar breytingar á stjórnarháttum okkar. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar ræður því hvort þessar róttæku breytingar verða lagðar fram í frumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi um breytingar á stjórnarskrá. Hvað er lýðræði? Svar: Fólkið á að ráða.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun