Ábendingum vegna nuddstofu rignir inn 24. október 2012 08:00 Lína Jia Alþýðusambandinu bárust ábendingar í gær frá fyrrverandi viðskiptavinum Línu Jia, eiganda nuddstofa á höfuðborgarsvæðinu, um starfsemi hennar á stofunum. Nokkrir hringdu einnig inn til Fréttablaðsins eftir umfjöllun gærdagsins um rannsókn lögreglu á starfsemi konunnar vegna gruns um mansal. Mál tengd Línu og eiginmanni hennar hafa komið reglulega upp hjá ríkisstofnunum á undanförnum árum og hafa nokkur þeirra endað fyrir dómstólum, flest tengd fjársvikum og vafasamri atvinnustarfsemi. ASÍ var meðal þeirra sem komu að máli hennar árið 2006 þegar henni var gert að greiða kínverskum manni fimm milljónir króna í vangoldin laun. Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri og deildarstjóri félagsmáladeildar ASÍ, segir ýmis klækjabrögð hafa verið í gangi í kringum málið. Nafni fyrirtækisins hafi meðal annars verið breytt og eiginmaður Línu verið gerður að forsvarsmanni þess. „Þau gerðu ýmislegt til að hylja slóð sína," segir Halldór. „Og viðskiptavinir þessarar nuddstofu lýstu því fyrir mér [í gær] að þeim hafi fundist margt athugavert við starfsemina. En því miður kom það ekki fram fyrr en þetta var orðið blaðamál." Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu, vann áður hjá Alþjóðahúsi og segir það algjörlega út úr kortinu að Lína hafi ekki verið ákærð fyrir mansal árið 2005, þegar hún var einungis ákærð fyrir skjalafals. „Það er alveg út í hött. Þetta var klárt mansalsmál frá fyrstu tíð samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum," segir hún. „En það vantaði upp á meðvitundina á þessum tíma. Við bentum á að það væri fullt af fólki sem væri í raun fórnarlömb mansals þó það hafi komið af fúsum og frjálsum vilja til landsins, eins og var í þessu tilviki forsenda þess að hún var ekki ákærð." Ekki náðist í Línu Jia í gær. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Alþýðusambandinu bárust ábendingar í gær frá fyrrverandi viðskiptavinum Línu Jia, eiganda nuddstofa á höfuðborgarsvæðinu, um starfsemi hennar á stofunum. Nokkrir hringdu einnig inn til Fréttablaðsins eftir umfjöllun gærdagsins um rannsókn lögreglu á starfsemi konunnar vegna gruns um mansal. Mál tengd Línu og eiginmanni hennar hafa komið reglulega upp hjá ríkisstofnunum á undanförnum árum og hafa nokkur þeirra endað fyrir dómstólum, flest tengd fjársvikum og vafasamri atvinnustarfsemi. ASÍ var meðal þeirra sem komu að máli hennar árið 2006 þegar henni var gert að greiða kínverskum manni fimm milljónir króna í vangoldin laun. Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri og deildarstjóri félagsmáladeildar ASÍ, segir ýmis klækjabrögð hafa verið í gangi í kringum málið. Nafni fyrirtækisins hafi meðal annars verið breytt og eiginmaður Línu verið gerður að forsvarsmanni þess. „Þau gerðu ýmislegt til að hylja slóð sína," segir Halldór. „Og viðskiptavinir þessarar nuddstofu lýstu því fyrir mér [í gær] að þeim hafi fundist margt athugavert við starfsemina. En því miður kom það ekki fram fyrr en þetta var orðið blaðamál." Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu, vann áður hjá Alþjóðahúsi og segir það algjörlega út úr kortinu að Lína hafi ekki verið ákærð fyrir mansal árið 2005, þegar hún var einungis ákærð fyrir skjalafals. „Það er alveg út í hött. Þetta var klárt mansalsmál frá fyrstu tíð samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum," segir hún. „En það vantaði upp á meðvitundina á þessum tíma. Við bentum á að það væri fullt af fólki sem væri í raun fórnarlömb mansals þó það hafi komið af fúsum og frjálsum vilja til landsins, eins og var í þessu tilviki forsenda þess að hún var ekki ákærð." Ekki náðist í Línu Jia í gær. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði