Launamisréttið burt – vilji er allt sem þarf
Síðan hefur þessi dagur verið séríslenskur baráttudagur kvenna og jafnan helgaður stöðu þeirra á vinnumarkaði þótt ýmis önnur mál hafi borið á góma í áranna rás. Í tilefni dagsins boðar Jafnréttisstofa til fundar á Akureyri kl. 12.00 á Hótel KEA og verður sjónum beint að launamisrétti kynjanna og veitir ekki af.
Þrátt fyrir að Ísland hafi vermt efsta sætið undanfarin þrjú ár í mælingu World Economic Forum á kynjabili í heiminum getum við gert mun betur. Okkar veika hlið er staða kvenna á vinnumarkaði. Við okkur blasir mikið karlaveldi í stjórnunarstöðum fyrirtækja og kynbundinn launamunur sem mælist þó meiri hjá opinberum aðilum en á almennum markaði. Hlutur kvenna í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga stendur til bóta og hefur þegar batnað töluvert í kjölfar samþykktar laga um kynjakvóta sem ganga í gildi í september á næsta ári. Það er launamisréttið sem hefur gengið afar illa að vinna á.
Árið 1961 voru sett lög um launajafnrétti kynjanna og var meiningin að útrýma launamisrétti í áföngum á nokkrum árum. Sem kunnugt er höfðu lögin litla þýðingu enda launamisrétti kynjanna enn til staðar. Vandinn reyndist mun djúpstæðari en menn héldu. Þar bjuggu að baki eldgamlar hefðir kynjakerfisins, mismunandi mat á störfum kvenna og karla, vanmat á umönnunarstörfum, fyrirvinnuhugtakið sem fól í sér að karlar þyrftu hærri laun en konur og mat kvenna sjálfra á sínum störfum ef marka má kannanir.
Ýmis stéttarfélög gera reglulegar launakannanir svo sem VR, SFR og BSRB. Nýjustu kannanir um laun ársins 2011 sýna að kynbundinn launamunur er svo sannarlega til staðar. Hann reyndist 13,1% hjá félögum BSRB og er meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu sem er rannsóknarefni. Aðrar kannanir sýna að launamunur virðist vaxandi í sumum atvinnugreinum. Hvað er til ráða?
Nýlega var birt í Noregi viðamikil skýrsla unnin fyrir stjórnvöld um skipulag og stöðu kynjajafnréttis þar í landi. Ein af meginniðurstöðum nefndarinnar sem vann skýrsluna er að stjórnvöld, sem bera ábyrgð á framkvæmd jafnréttislaga og mótun jafnréttisstefnu, hafi ekki lagt nægilega áherslu á kynjajafnrétti á vinnumarkaði. Nefndin leggur til að gert verði nýtt þríhliða samkomulag um jafnrétti á vinnustöðum með aðkomu stjórnvalda, verkalýðshreyfinga og samtaka atvinnulífsins. Þar verði m.a. tekið á kynskiptingu vinnumarkaðarins, launamisrétti, vinnutíma, ráðningum, framgangi í störfum og vinnumenningu.
Þetta hljómar kunnuglega enda er launamisrétti kynjanna ekkert einkamál okkar hér á landi. Engu ríki hefur tekist að útrýma því svo vitað sé. Það er að meðaltali um 17% innan ríkja EU. Ný framkvæmdaáætlun gegn launamisrétti kynjanna er í þann mund að líta dagsins ljós hér á landi. Segja má að þar sé farin svipuð leið og norska nefndin leggur til. Hún felur í sér margháttaðar aðgerðir en megininntakið er samvinna aðila vinnumarkaðarins og samstaða um að taka á málum. Meðal aðgerða er að fylgja jafnlaunastaðlinum eftir en hann er tilraun sem eflaust á eftir að vekja mikla athygli ef vel tekst til.
Það þarf að gera reglulegar mælingar á launagreiðslum og skoða þær kerfisbundið þannig að staðan og árangur sé ljós. Það þarf að fá fyrirtækin til að fara í sjálfsskoðun, greina launabókhaldið reglulega og leiðrétta mismunun. Launamunurinn hefur því miður tilhneigingu til að aukast ef ekki er fylgst vel með. Síðast en ekki síst þurfa opinberir aðilar að taka sér tak og vera til fyrirmyndar í hvívetna. Þeim ber ekki síst að endurmeta hin mikilvægu umönnunarstörf sem m.a. gera fólki kleift að stunda vinnu utan heimilis. Og hvar er umræðan um styttingu vinnuvikunnar? Fátt væri meiri kjarabót fyrir fjölskyldurnar í landinu.
Nokkur sveitarfélög hafa náð góðum árangri við að draga úr launamisrétti kynjanna sem segir okkur að það er hægt að sigra þennan forna fjanda. Vilji er allt sem þarf. Það eru hvorki lög né reglur sem hindra heldur hugmyndir kynjakerfisins sem sitja blýfastar í hausnum á allt of mörgum. Það þarf að breyta hugarfarinu þannig að réttlætið sigri og mannréttindi séu virt.
Skoðun
Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks
Matthildur Björnsdóttir skrifar
Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga
Reynir Böðvarsson skrifar
Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar
Svanur Guðmundsson skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar
Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar
Pólitíkin þá og nú
Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar
Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Gagnlegar símarettur
Davíð Már Sigurðsson skrifar
Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis
Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar
Gerviverkalýðsfélagið Efling
Aðalgeir Ásvaldsson skrifar
Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf
Inga Minelgaite skrifar
Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi
Matthildur Bjarnadóttir skrifar
Með styrka hönd á stýri í eigin lífi
Árni Sigurðsson skrifar
Hjólað inní framtíðinna
Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn.
Stefán Jón Hafstein skrifar
Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð
Sara María Júlíudóttir skrifar
Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Upprætum óttann við óttann
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar
Hér er kona, um konu…
Vilborg Gunnarsdóttir skrifar
Vegna greinar Snorra Mássonar
Guðmundur Andri Thorsson skrifar
Ertu á krossgötum?
Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins?
Sigurjón Þórðarson skrifar
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg?
Gunnar Ármannsson skrifar
Máttur kaffibollans
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar
Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin
Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Árið 1975 er að banka
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar?
Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar