Íslensku lopasokkarnir í útrás til Kanada 26. október 2012 09:00 Íslenska ullin vinsæl Birgitta Ásgrímsdóttir segir Varma hafa sent sokkana glóðvolga úr vélunum til Kanada. Fréttablaðið/Anton „Kanadabúar eru ekki hræddir við ullina þó að hún stingi smá," segir Birgitta Ásgrímsdóttir, sölu-og markaðsstjóri hjá prjónafyrirtækinu Varma sem nýverið hóf útrás á íslensku ullarsokkunum til Kanada. Það var skóframleiðandinn Ecco sem heillaðist af klassísku gráyrjóttu ullarsokkunum sem flestir Íslendingar ættu að kannast vel við. Aðstandendur skóframleiðandans fræga rákust á sokkana í lítilli vefverslun sem 86 ára gamall Vestur-Íslendingur rekur þar ytra og höfðu í kjölfarið samband við Varma. Pöntunin hljóðar upp á þúsund ullarsokkapör. Hún barst fyrir tveimur vikum og sokkarnir eiga að vera komnir í allar Ecco-búðir í Kanada fyrir mánaðamót. „Þetta er mjög stórt fyrir okkur. Við seljum um tíu þúsund pör af þessari tegund á ári svo þetta er ágætis viðbót við það." Allt hefur verið á fullu síðustu vikur í verksmiðju Varma á Akureyri þar sem fimmtán starfsmenn standa vaktina. „Það hefur verið mikill hamagangur hérna vegna þessa. Við höfum sent sokkana út glóðvolga úr vélunum um leið og þeir eru tilbúnir." Birgitta segir að íslensku lopasokkunum verði stillt upp með útvistarskólínu Ecco. Hún telur að þetta sé hugsanlegt upphaf að auknum vinsældum íslensku ullarinnar á heimsvísu. „Við erum að dýfa litlu tánni í stóran markað og þetta er spennandi tækifæri fyrir okkur. Í augnablikinu er aukin eftirspurn eftir efnum á borð við íslensku ullina, sem er unnin í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og er ekki fjöldaframleidd." - áp Lífið Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
„Kanadabúar eru ekki hræddir við ullina þó að hún stingi smá," segir Birgitta Ásgrímsdóttir, sölu-og markaðsstjóri hjá prjónafyrirtækinu Varma sem nýverið hóf útrás á íslensku ullarsokkunum til Kanada. Það var skóframleiðandinn Ecco sem heillaðist af klassísku gráyrjóttu ullarsokkunum sem flestir Íslendingar ættu að kannast vel við. Aðstandendur skóframleiðandans fræga rákust á sokkana í lítilli vefverslun sem 86 ára gamall Vestur-Íslendingur rekur þar ytra og höfðu í kjölfarið samband við Varma. Pöntunin hljóðar upp á þúsund ullarsokkapör. Hún barst fyrir tveimur vikum og sokkarnir eiga að vera komnir í allar Ecco-búðir í Kanada fyrir mánaðamót. „Þetta er mjög stórt fyrir okkur. Við seljum um tíu þúsund pör af þessari tegund á ári svo þetta er ágætis viðbót við það." Allt hefur verið á fullu síðustu vikur í verksmiðju Varma á Akureyri þar sem fimmtán starfsmenn standa vaktina. „Það hefur verið mikill hamagangur hérna vegna þessa. Við höfum sent sokkana út glóðvolga úr vélunum um leið og þeir eru tilbúnir." Birgitta segir að íslensku lopasokkunum verði stillt upp með útvistarskólínu Ecco. Hún telur að þetta sé hugsanlegt upphaf að auknum vinsældum íslensku ullarinnar á heimsvísu. „Við erum að dýfa litlu tánni í stóran markað og þetta er spennandi tækifæri fyrir okkur. Í augnablikinu er aukin eftirspurn eftir efnum á borð við íslensku ullina, sem er unnin í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og er ekki fjöldaframleidd." - áp
Lífið Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira