Hakka í 24 annasama tíma 26. október 2012 11:00 Skipuleggjendurnir Karl Tryggvason, Andie Nordgren og Johan Uhle standa að baki Music Hack Day á Íslandi. Fréttablaðið/Anton Nýsköpunarviðburðurinn Music Hack day tengir saman tónlist og tækni. Hann er haldinn í fyrsta sinn á Íslandi um helgina. "Við erum ekki að tala um hakk í þeim skilningi að við séum að hakka okkur inn í eitthvað, heldur að fólk sé að hakka saman eitthvað nýtt. Við erum ekki að brjóta nein lög, nema þá kannski tónlistar-lögin sjálf, þau verða eflaust brotin töluvert upp," segir Karl Tryggvason kíminn. Karl er einn þeirra sem fara fyrir Music Hack-deginum í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Music Hack-dagurinn er alþjóðlegur nýsköpunarviðburður tengdur tónlist og tækni. Hann er nú haldinn á Íslandi í fyrsta skipti, en sams konar viðburðir hafa verið haldnir um allan heim frá árinu 2009. "Þetta er svo ungt allt saman og dagurinn enn að mótast. Þessi viðburður gengur í stuttu máli út á að leiða saman forritara og listamenn til þess að smíða einhverja nýjung á sviði tónlistar og tækni," segir Karl. Sem dæmi tekur hann regnhlíf sem eitt sinn var búin til á slíkum degi og spilar lag í hvert sinn sem á hana fellur regn. Fólk fær 24 tíma til að búa til raunverulega afurð úr hugmyndunum sínum og algengast er að fólk vinni saman í hópum. Hóparnir eru yfirleitt settir saman af fólki úr mismunandi geirum, til dæmis er þar oft að finna aðila sem hefur mikið vit á tækni og annan sem hefur meira vit á tónlist. "Þetta eru annasamir klukkutímar og þeir allra hörðustu sofa ekki neitt. Það er ekki heilbrigðasti lífsstíllinn en hvað gerir maður ekki fyrir listina," segir Karl. Nú þegar hafa um 100 manns skráð sig til leiks og síðustu sætin rjúka út. "Af þessum hundrað sem eru skráðir eru á milli 60 og 70 útlendingar. Flestir þeirra koma til landsins sérstaklega til að taka þátt. Núna er staðan þannig að lítið pláss er eftir fyrir Íslendingana sem eiga það til að gera hlutina alltaf á síðustu stundu," segir Karl. Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík frá morgundeginum og þar til á sunnudag. Á sunnudaginn klukkan 15 er svo öllum velkomið að kíkja inn og kynnast afurðum helgarinnar.- trs Lífið Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Nýsköpunarviðburðurinn Music Hack day tengir saman tónlist og tækni. Hann er haldinn í fyrsta sinn á Íslandi um helgina. "Við erum ekki að tala um hakk í þeim skilningi að við séum að hakka okkur inn í eitthvað, heldur að fólk sé að hakka saman eitthvað nýtt. Við erum ekki að brjóta nein lög, nema þá kannski tónlistar-lögin sjálf, þau verða eflaust brotin töluvert upp," segir Karl Tryggvason kíminn. Karl er einn þeirra sem fara fyrir Music Hack-deginum í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Music Hack-dagurinn er alþjóðlegur nýsköpunarviðburður tengdur tónlist og tækni. Hann er nú haldinn á Íslandi í fyrsta skipti, en sams konar viðburðir hafa verið haldnir um allan heim frá árinu 2009. "Þetta er svo ungt allt saman og dagurinn enn að mótast. Þessi viðburður gengur í stuttu máli út á að leiða saman forritara og listamenn til þess að smíða einhverja nýjung á sviði tónlistar og tækni," segir Karl. Sem dæmi tekur hann regnhlíf sem eitt sinn var búin til á slíkum degi og spilar lag í hvert sinn sem á hana fellur regn. Fólk fær 24 tíma til að búa til raunverulega afurð úr hugmyndunum sínum og algengast er að fólk vinni saman í hópum. Hóparnir eru yfirleitt settir saman af fólki úr mismunandi geirum, til dæmis er þar oft að finna aðila sem hefur mikið vit á tækni og annan sem hefur meira vit á tónlist. "Þetta eru annasamir klukkutímar og þeir allra hörðustu sofa ekki neitt. Það er ekki heilbrigðasti lífsstíllinn en hvað gerir maður ekki fyrir listina," segir Karl. Nú þegar hafa um 100 manns skráð sig til leiks og síðustu sætin rjúka út. "Af þessum hundrað sem eru skráðir eru á milli 60 og 70 útlendingar. Flestir þeirra koma til landsins sérstaklega til að taka þátt. Núna er staðan þannig að lítið pláss er eftir fyrir Íslendingana sem eiga það til að gera hlutina alltaf á síðustu stundu," segir Karl. Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík frá morgundeginum og þar til á sunnudag. Á sunnudaginn klukkan 15 er svo öllum velkomið að kíkja inn og kynnast afurðum helgarinnar.- trs
Lífið Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira