Myndi skíttapa fyrir Nelson Sara McMahon skrifar 27. október 2012 12:00 Auður Ómarsdóttir æfir gjarnan með kærastanum sínum, Gunnari Nelson. „Mér finnst mjög gaman að mæta í tímana hans því hann er svo góður leiðbeinandi," segir Auður Ómarsdóttir, kærasta bardagakappans Gunnars Nelson. Þau kynntust í gegnum æfingarnar í Mjölni og hafa nú verið saman í um tíu mánuði. Parið æfir oft saman og sækir Auður líka tíma hjá Gunnari í Mjölni. „Það var skrítið þegar við vorum nýbyrjuð saman og mér var mjög umhugað um að gera allar æfingarnar rétt, en núna er þetta bara gaman. Við æfum líka saman en keppum ekki á móti hvort öðru, ég mundi skíttapa því," segir hún.Auður hóf að æfa brasilískt jiu-jitsu fyrir tæpu ári og segir íþróttina þá skemmtilegustu sem hún hafi stundað. „Það mætti segja að ég hafi fengið hugskot um að ég ætti að byrja í Mjölni. Ég hafði áður æft handbolta og crossfit og var komin með nóg af því. Ég prófaði að mæta í tíma í víkingaþreki með vini mínum og strax í fyrsta tímanum sogaðist ég inn í andrúmsloftið sem er þarna og mánuði síðar var ég byrjuð í glímunni. Ég fann mig fullkomlega í íþróttinni," segir hún. Á sunnudaginn fyrir viku keppti Auður á Sleipnir Open-mótinu og hreppti gullverðlaunin. Áður hafði hún unnið silfurverðlaun á Mjölnir Open-mótinu. Auður er með bláa beltið í jiu-jitsu, sem er fyrsta beltið á eftir byrjandabeltinu, og keppti á móti stúlkum í sama flokki. Hún stundar einnig nám í myndlist við Listaháskóla Íslands og segir glímuna og listina ekki jafn ólíkar og marga mundi gruna. „Ég lít á jiu-jitsu sem listform og í öllum listformum felst mikil andleg speki. Gunni hjálpar mér að gera list og ég hjálpa honum í jiu-jitsu, þetta tvennt fer mjög vel saman." Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
„Mér finnst mjög gaman að mæta í tímana hans því hann er svo góður leiðbeinandi," segir Auður Ómarsdóttir, kærasta bardagakappans Gunnars Nelson. Þau kynntust í gegnum æfingarnar í Mjölni og hafa nú verið saman í um tíu mánuði. Parið æfir oft saman og sækir Auður líka tíma hjá Gunnari í Mjölni. „Það var skrítið þegar við vorum nýbyrjuð saman og mér var mjög umhugað um að gera allar æfingarnar rétt, en núna er þetta bara gaman. Við æfum líka saman en keppum ekki á móti hvort öðru, ég mundi skíttapa því," segir hún.Auður hóf að æfa brasilískt jiu-jitsu fyrir tæpu ári og segir íþróttina þá skemmtilegustu sem hún hafi stundað. „Það mætti segja að ég hafi fengið hugskot um að ég ætti að byrja í Mjölni. Ég hafði áður æft handbolta og crossfit og var komin með nóg af því. Ég prófaði að mæta í tíma í víkingaþreki með vini mínum og strax í fyrsta tímanum sogaðist ég inn í andrúmsloftið sem er þarna og mánuði síðar var ég byrjuð í glímunni. Ég fann mig fullkomlega í íþróttinni," segir hún. Á sunnudaginn fyrir viku keppti Auður á Sleipnir Open-mótinu og hreppti gullverðlaunin. Áður hafði hún unnið silfurverðlaun á Mjölnir Open-mótinu. Auður er með bláa beltið í jiu-jitsu, sem er fyrsta beltið á eftir byrjandabeltinu, og keppti á móti stúlkum í sama flokki. Hún stundar einnig nám í myndlist við Listaháskóla Íslands og segir glímuna og listina ekki jafn ólíkar og marga mundi gruna. „Ég lít á jiu-jitsu sem listform og í öllum listformum felst mikil andleg speki. Gunni hjálpar mér að gera list og ég hjálpa honum í jiu-jitsu, þetta tvennt fer mjög vel saman."
Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira