Ný leið í skuldavanda 27. október 2012 06:00 Í ályktunartillögu sem ég hef lagt fram á Alþingi er skotið á loft þeirri hugmynd að fólki í vanda vegna húsnæðisskulda gefist kostur á að gera hlé á greiðslu iðgjalda í lífeyrissjóð í fimm ár en greiði þess í stað inn á höfuðstól húsnæðisskulda. Að tillögunni samþykktri yrðu kannaðir kostir og gallar við þetta fyrir skuldugar fjölskyldur, lífeyrissjóði, ríkissjóð og aðrar fjármálastofnanir. Því á að vera lokið fyrir 1. mars í vor. Margt gott hefur verið unnið við að létta skuldavanda heimilanna eftir hrun, en þrátt fyrir það er vandinn enn útbreiddur, einkum hjá þeim sem hafa verðtryggð lán frá ákveðnu tímabili fyrir hrun – og margt það fólk myndar eðli málsins samkvæmt uppistöðuna í kynslóð sem nú er á milli þrítugs og fertugs. Við hljótum í sameiningu að leita allra leiða til að létta skuldavandann eftir þær einstæðu hörmungar sem ég leyfði mér í greinargerð með þingmálinu að kalla „mesta áfall Íslandssögunnar af mannavöldum síðan á Sturlungaöld". Hugmyndin er sú að með þessu gefist skuldugu fólki nánast kostur á að taka lán hjá sjálfu sér. Menn fengju fé núna til skuldagreiðslna gegn því að missa hluta lífeyrisréttar síðar á ævinni. Hér er þess vegna ekki verið að búa til peninga úr engu, sem er því miður raunin um ýmsar rakettur í þessum efnum síðustu misserin, eða þá að afskrifa skuldir þannig að þær borgi einhver annar en skuldarinn. Við þetta kynni skuldabyrðin að léttast verulega hjá ýmsum hópum þar sem höfuðstóll skuldanna minnkaði mánaðarlega sem nemur 12% af launatekjum mínus skattur. En nákvæma útreikninga vantar vissulega, til þess er könnunin. Gert er ráð fyrir að takmarka heimild af þessu tagi við allerfiða skuldastöðu, og reikna með að greiðslan bætist við fastagreiðslur af lánunum, sem ættu fljótlega að léttast af þessum sökum. Það er rétt að taka rækilega fram að ég styð grundvallarþætti í lífeyrissjóðakerfinu og tel – hvað sem líður göllum þess og skavönkum – að samningarnir um það árið 1969 hafi verið happaverk. Lífeyrissjóðaskipan okkar er eitt af jákvæðustu einkennum samfélagsgerðarinnar, annars vegar út af samtryggingarprinsippinu – að menn borgi saman í sjóð og sá njóti sem mest þarf á að halda, og svo vegna sjóðsöfnunarinnar umfram gegnumstreymiskerfið sem viðgengst víða í grannlöndunum og veldur nú miklum vandræðum við breytta aldurssamsetningu þjóðanna. Hér er því ekki verið að leggja til neins konar grundvallarbreytingar á kerfinu heldur tímabundið bjargráð til að leysa úr miklum og óvæntum vanda – sem við verðum að horfast í augu við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í ályktunartillögu sem ég hef lagt fram á Alþingi er skotið á loft þeirri hugmynd að fólki í vanda vegna húsnæðisskulda gefist kostur á að gera hlé á greiðslu iðgjalda í lífeyrissjóð í fimm ár en greiði þess í stað inn á höfuðstól húsnæðisskulda. Að tillögunni samþykktri yrðu kannaðir kostir og gallar við þetta fyrir skuldugar fjölskyldur, lífeyrissjóði, ríkissjóð og aðrar fjármálastofnanir. Því á að vera lokið fyrir 1. mars í vor. Margt gott hefur verið unnið við að létta skuldavanda heimilanna eftir hrun, en þrátt fyrir það er vandinn enn útbreiddur, einkum hjá þeim sem hafa verðtryggð lán frá ákveðnu tímabili fyrir hrun – og margt það fólk myndar eðli málsins samkvæmt uppistöðuna í kynslóð sem nú er á milli þrítugs og fertugs. Við hljótum í sameiningu að leita allra leiða til að létta skuldavandann eftir þær einstæðu hörmungar sem ég leyfði mér í greinargerð með þingmálinu að kalla „mesta áfall Íslandssögunnar af mannavöldum síðan á Sturlungaöld". Hugmyndin er sú að með þessu gefist skuldugu fólki nánast kostur á að taka lán hjá sjálfu sér. Menn fengju fé núna til skuldagreiðslna gegn því að missa hluta lífeyrisréttar síðar á ævinni. Hér er þess vegna ekki verið að búa til peninga úr engu, sem er því miður raunin um ýmsar rakettur í þessum efnum síðustu misserin, eða þá að afskrifa skuldir þannig að þær borgi einhver annar en skuldarinn. Við þetta kynni skuldabyrðin að léttast verulega hjá ýmsum hópum þar sem höfuðstóll skuldanna minnkaði mánaðarlega sem nemur 12% af launatekjum mínus skattur. En nákvæma útreikninga vantar vissulega, til þess er könnunin. Gert er ráð fyrir að takmarka heimild af þessu tagi við allerfiða skuldastöðu, og reikna með að greiðslan bætist við fastagreiðslur af lánunum, sem ættu fljótlega að léttast af þessum sökum. Það er rétt að taka rækilega fram að ég styð grundvallarþætti í lífeyrissjóðakerfinu og tel – hvað sem líður göllum þess og skavönkum – að samningarnir um það árið 1969 hafi verið happaverk. Lífeyrissjóðaskipan okkar er eitt af jákvæðustu einkennum samfélagsgerðarinnar, annars vegar út af samtryggingarprinsippinu – að menn borgi saman í sjóð og sá njóti sem mest þarf á að halda, og svo vegna sjóðsöfnunarinnar umfram gegnumstreymiskerfið sem viðgengst víða í grannlöndunum og veldur nú miklum vandræðum við breytta aldurssamsetningu þjóðanna. Hér er því ekki verið að leggja til neins konar grundvallarbreytingar á kerfinu heldur tímabundið bjargráð til að leysa úr miklum og óvæntum vanda – sem við verðum að horfast í augu við.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun