Messi brýtur niður markamúra 29. október 2012 08:00 Messi fagnar hér 300. markinu um helgina. Hann lætur sér fátt um finnast og segir að það eina sem skipti máli sé gengi liðsins.nordicphotos/getty Lionel Messi er engum líkur. Hann skoraði tvö mörk gegn Rayo Vallecano um helgina. Það voru mörk númer 300 og 301 hjá þessum ótrúlega leikmanni. Hann er búinn að skora þessi rúmlega 300 mörk í aðeins 419 leikjum. 270 mörk komu í leik með Barcelona og 31 með argentínska landsliðinu. 246 mörk voru skoruð með hinum fræga vinstri fæti hans. 41 mark er skorað með hægri fæti. 12 sinnum skallaði Messi í netið, hann hefur skorað eitt mark með búknum og svo eitt ólöglegt mark með hendinni. Þessi litli snillingur, sem er aðeins 169 sentimetrar á hæð, er nú búinn að skora 73 mörk á þessu ári. Brasilíumaðurinn Pelé skoraði mest 75 mörk á einu ári en það gerði hann árið 1959. Þjóðverjinn Gerd Müller á þó markametið fyrir eitt ár en það er 85 mörk og sett árið 1972. „Að slá þetta met hans Pelé er það síðasta sem ég hef áhyggjur af. Við unnum erfiðan útileik og það er það eina sem skiptir máli," sagði hinn hógværi Messi sem er ávallt auðmýktin uppmáluð og stígur ekki feilspor utan vallar frekar en innan hans. Mörkin eru orðin 44 í spænsku deildinni á þessu ári en Cristiano Ronaldo átti metið. Það voru 43 mörk og sett á síðasta ári. Messi fær gullskóinn í dag þar sem hann var markahæsti leikmaður Evrópu á síðustu leiktíð. „Ég vil þakka liðsfélögum mínum. Án þeirra gæti ég aldrei hafa náð þessum árangri," bætti hinn lítilláti Messi við. Síðasta tímabil var lyginni líkast hjá Argentínumanninum en hann hefur ekki slegið slöku við í vetur. Hann er þegar búinn að skora 17 mörk í 14 leikjum í vetur. Hann er þess utan búinn að leggja upp sex mörk en Cristiano Ronaldo á enn eftir að leggja upp mark á þessari leiktíð. Spænski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Sjá meira
Lionel Messi er engum líkur. Hann skoraði tvö mörk gegn Rayo Vallecano um helgina. Það voru mörk númer 300 og 301 hjá þessum ótrúlega leikmanni. Hann er búinn að skora þessi rúmlega 300 mörk í aðeins 419 leikjum. 270 mörk komu í leik með Barcelona og 31 með argentínska landsliðinu. 246 mörk voru skoruð með hinum fræga vinstri fæti hans. 41 mark er skorað með hægri fæti. 12 sinnum skallaði Messi í netið, hann hefur skorað eitt mark með búknum og svo eitt ólöglegt mark með hendinni. Þessi litli snillingur, sem er aðeins 169 sentimetrar á hæð, er nú búinn að skora 73 mörk á þessu ári. Brasilíumaðurinn Pelé skoraði mest 75 mörk á einu ári en það gerði hann árið 1959. Þjóðverjinn Gerd Müller á þó markametið fyrir eitt ár en það er 85 mörk og sett árið 1972. „Að slá þetta met hans Pelé er það síðasta sem ég hef áhyggjur af. Við unnum erfiðan útileik og það er það eina sem skiptir máli," sagði hinn hógværi Messi sem er ávallt auðmýktin uppmáluð og stígur ekki feilspor utan vallar frekar en innan hans. Mörkin eru orðin 44 í spænsku deildinni á þessu ári en Cristiano Ronaldo átti metið. Það voru 43 mörk og sett á síðasta ári. Messi fær gullskóinn í dag þar sem hann var markahæsti leikmaður Evrópu á síðustu leiktíð. „Ég vil þakka liðsfélögum mínum. Án þeirra gæti ég aldrei hafa náð þessum árangri," bætti hinn lítilláti Messi við. Síðasta tímabil var lyginni líkast hjá Argentínumanninum en hann hefur ekki slegið slöku við í vetur. Hann er þegar búinn að skora 17 mörk í 14 leikjum í vetur. Hann er þess utan búinn að leggja upp sex mörk en Cristiano Ronaldo á enn eftir að leggja upp mark á þessari leiktíð.
Spænski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Sjá meira