Inn á miðjuna Magnús Orri Schram skrifar 31. október 2012 08:00 Ég tel að Samfylkingin eigi að leggja meiri áherslu á alþjóðaviðskipti, einfaldara skattkerfi, eflingu samkeppni, og frjálsræði í viðskiptum, og þannig færast nær kjósendum á miðju íslenskra stjórnmála. Við erum flokkurinn sem hefur raunsæjar lausnir fyrir nútímafólk. Við erum flokkur hins nýja atvinnulífs sem krefst opinna markaða, afnáms einokunar eða hindrana í viðskiptum. Atvinnulífs sem opnar leiðir fyrir frumkvöðla t.d. í gegnum skattkerfi eða innan landbúnaðar eða sjávarútvegs. Atvinnulífs sem byggir á hugviti og menntun einstaklinga og skilur mikilvægi umhverfisverndar og náttúru fyrir verðmætasköpun. Með auknum áherslum í þessa veru verður Samfylkingin vænlegur valkostur kjósenda á miðju íslenskra stjórnmála sem er umhugað um öflugt atvinnulíf til jafns við sterkt velferðarkerfi. Til þessa fólks eigum við að ná með stefnu okkar í landbúnaðarmálum, sjávarútvegsmálum, Evrópumálum, skattastefnu okkar, mennta- og atvinnustefnu. Þekkingarmiðað atvinnulífFlokkurinn hefur sýnt að honum er vel treystandi fyrir ríkisfjármálunum, að hann hafni einangrunarstefnu, og að hann sé eini flokkurinn með stefnu í myntmálum þjóðarinnar. Um leið eigum við að leggja áherslu á þekkingarmiðað atvinnulíf, jafnvægi milli umhverfisverndar og virkjana, innleiðingu skattalegra hvata gagnvart atvinnulífinu og á eflingu samkeppnishæfni landsins. Samfylking er alþjóðasinnaður miðjuflokkur þar sem við teljum að jafnvæginu á milli ríkisforsjár og einkaframtaks sé hægt að ná í gegnum áherslu á velferðarkerfi og verðmætasköpun. Valkostur miðjunnarVerði Samfylkingin í forsæti næstu ríkisstjórnar er mikilvægt að halda áfram að gæta að þeim verst stöddu í okkar samfélagi. Forsendur verðmætasköpunar liggja í velferðinni. Þá á flokkurinn að fylgja eftir nauðsynlegu aðhaldi í ríkisútgjöldum, gæta að hófsemi í skattlagningu og réttlátri skiptingu arðs af auðlindum. Stefna ber að endurskoðun landbúnaðarkerfisins, halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og freista þess að gefa þjóðinni valkost í myntmálum. Þannig á Samfylkingin að birtast sem valkostur þeirra sem hafna einangrun en vilja byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og losa heimilin undan oki verðtryggingar og hárra vaxta. Samfylkingin ber því ríka ábyrgð sem valkostur kjósenda á miðju íslenskra stjórnmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tel að Samfylkingin eigi að leggja meiri áherslu á alþjóðaviðskipti, einfaldara skattkerfi, eflingu samkeppni, og frjálsræði í viðskiptum, og þannig færast nær kjósendum á miðju íslenskra stjórnmála. Við erum flokkurinn sem hefur raunsæjar lausnir fyrir nútímafólk. Við erum flokkur hins nýja atvinnulífs sem krefst opinna markaða, afnáms einokunar eða hindrana í viðskiptum. Atvinnulífs sem opnar leiðir fyrir frumkvöðla t.d. í gegnum skattkerfi eða innan landbúnaðar eða sjávarútvegs. Atvinnulífs sem byggir á hugviti og menntun einstaklinga og skilur mikilvægi umhverfisverndar og náttúru fyrir verðmætasköpun. Með auknum áherslum í þessa veru verður Samfylkingin vænlegur valkostur kjósenda á miðju íslenskra stjórnmála sem er umhugað um öflugt atvinnulíf til jafns við sterkt velferðarkerfi. Til þessa fólks eigum við að ná með stefnu okkar í landbúnaðarmálum, sjávarútvegsmálum, Evrópumálum, skattastefnu okkar, mennta- og atvinnustefnu. Þekkingarmiðað atvinnulífFlokkurinn hefur sýnt að honum er vel treystandi fyrir ríkisfjármálunum, að hann hafni einangrunarstefnu, og að hann sé eini flokkurinn með stefnu í myntmálum þjóðarinnar. Um leið eigum við að leggja áherslu á þekkingarmiðað atvinnulíf, jafnvægi milli umhverfisverndar og virkjana, innleiðingu skattalegra hvata gagnvart atvinnulífinu og á eflingu samkeppnishæfni landsins. Samfylking er alþjóðasinnaður miðjuflokkur þar sem við teljum að jafnvæginu á milli ríkisforsjár og einkaframtaks sé hægt að ná í gegnum áherslu á velferðarkerfi og verðmætasköpun. Valkostur miðjunnarVerði Samfylkingin í forsæti næstu ríkisstjórnar er mikilvægt að halda áfram að gæta að þeim verst stöddu í okkar samfélagi. Forsendur verðmætasköpunar liggja í velferðinni. Þá á flokkurinn að fylgja eftir nauðsynlegu aðhaldi í ríkisútgjöldum, gæta að hófsemi í skattlagningu og réttlátri skiptingu arðs af auðlindum. Stefna ber að endurskoðun landbúnaðarkerfisins, halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og freista þess að gefa þjóðinni valkost í myntmálum. Þannig á Samfylkingin að birtast sem valkostur þeirra sem hafna einangrun en vilja byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og losa heimilin undan oki verðtryggingar og hárra vaxta. Samfylkingin ber því ríka ábyrgð sem valkostur kjósenda á miðju íslenskra stjórnmála.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar