Áhugi annarra liða hvetur mig áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2012 06:00 Aron Jóhannsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu.fréttablaðið/anton Aron Jóhannsson, leikmaður AGF og markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, hefur víða vakið athygli fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, sagði við danska fjölmiðla að lið úr alls átta deildum víða um Evrópu hefðu fylgst með kappanum síðustu vikur og mánuði. „Aggi [Magnús Agnar] hefur alltaf sagt mér að einbeita mér að boltanum og pæla ekki í áhuga annarra liða. Hann hafði sagt mér frá einhverjum liðum en annars var ég bara að lesa þetta í blöðunum í dag," sagði Aron við Fréttablaðið í gær. Aron er nú að glíma við tognun í nára en hann segir fréttir eins og þessar ekki trufla einbeitinguna. „Það er frekar að þetta hjálpi mér því nú vil ég leggja enn meira á mig til að ná mér góðum og koma enn sterkari til baka," segir Aron. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Aron er frá vegna tognunar í nára en hann þurfti að draga sig úr landsliðshópi Íslands sem lék í undankeppni HM 2014 í upphafi síðasta mánaðar. „Ég býst við að vera frá í um tvær vikur. Draumurinn er að ná leik með AGF gegn Horsens þann 9. nóvember." Aron neitar því ekki að það sé erfitt að hafa þurft að sitja á hliðarlínunni síðustu vikurnar vegna meiðslanna. „Það var virkilega svekkjandi að missa af landsleikjunum enda í fyrsta sinn sem ég var valinn í A-landsliðið. AGF á svo stærsta leik tímabilsins á sunnudaginn þegar við mætum FCK en ég missi af honum líka," segir Aron en AGF er sem stendur í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði FCK. Aron hefur skorað tólf mörk í þrettán deildarleikjum á tímabilinu og ætlar ekki að láta áhuga annarra liða trufla sig þegar hann snýr svo til baka á völlinn. „Ég reyndi að standa mig áfram vel í leikjum með AGF og ef eitthvað spennandi kemur upp síðar meir verður það skoðað." Aron skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við AGF. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana Sjá meira
Aron Jóhannsson, leikmaður AGF og markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, hefur víða vakið athygli fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, sagði við danska fjölmiðla að lið úr alls átta deildum víða um Evrópu hefðu fylgst með kappanum síðustu vikur og mánuði. „Aggi [Magnús Agnar] hefur alltaf sagt mér að einbeita mér að boltanum og pæla ekki í áhuga annarra liða. Hann hafði sagt mér frá einhverjum liðum en annars var ég bara að lesa þetta í blöðunum í dag," sagði Aron við Fréttablaðið í gær. Aron er nú að glíma við tognun í nára en hann segir fréttir eins og þessar ekki trufla einbeitinguna. „Það er frekar að þetta hjálpi mér því nú vil ég leggja enn meira á mig til að ná mér góðum og koma enn sterkari til baka," segir Aron. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Aron er frá vegna tognunar í nára en hann þurfti að draga sig úr landsliðshópi Íslands sem lék í undankeppni HM 2014 í upphafi síðasta mánaðar. „Ég býst við að vera frá í um tvær vikur. Draumurinn er að ná leik með AGF gegn Horsens þann 9. nóvember." Aron neitar því ekki að það sé erfitt að hafa þurft að sitja á hliðarlínunni síðustu vikurnar vegna meiðslanna. „Það var virkilega svekkjandi að missa af landsleikjunum enda í fyrsta sinn sem ég var valinn í A-landsliðið. AGF á svo stærsta leik tímabilsins á sunnudaginn þegar við mætum FCK en ég missi af honum líka," segir Aron en AGF er sem stendur í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði FCK. Aron hefur skorað tólf mörk í þrettán deildarleikjum á tímabilinu og ætlar ekki að láta áhuga annarra liða trufla sig þegar hann snýr svo til baka á völlinn. „Ég reyndi að standa mig áfram vel í leikjum með AGF og ef eitthvað spennandi kemur upp síðar meir verður það skoðað." Aron skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við AGF.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana Sjá meira