Stuðningsgrein: Árni Páll er rétti maðurinn Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Ég tók því afar illa þegar Árni Páll Árnason var settur út úr ríkisstjórn um sl. áramót. Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu var þá millilent í sameinuðu atvinnumálaráðuneyti til þess svo að vera staðsett nýverið í fjármálaráðuneyti. Með mannabreytingunni var höggvið í pólitíska stöðu fjölmennasta kjördæmisins og þetta sterkasta vígi jafnaðarmanna – Kraginn – veiklað að óþörfu. Enda kom í ljós samkvæmt Capacent Gallup að fylgi Samfylkingar í kjördæminu hrundi í kjölfarið. Þessi óskiljanlegi gjörningur reyndist seinna gera okkar oddvita að enn sterkari forystumanni. Árni Páll, sem hefur alltaf verið duglegur að funda með flokksfélögum í kjördæminu og efla sitt tengslanet, lá ekki á liði sínu þegar hagir breyttust. Við hrifumst af krafti hans og reisn. Hann var óþreytandi að segja fólki að maður ætti ekkert í pólitík. Að vera treyst fyrir ráðuneytum hefði verið dýrmæt reynsla. Nú væri hollt að horfa til pólitískra lausna frá öðrum sjónarhóli en innan stjórnarstarfsins. Hann varði félaga sína og umdeildar gjörðir. Talaði af skilningi um vandamálin sem þyrfti að leysa og horfði til framtíðar með nýjum þrótti. Alltaf fórum við bjartsýn og baráttuglöð af fundum hans. Það er stór hópur sem nú fylkir sér um Árna Pál sem oddvita og formannsefni. Sem trúir að hann hafi burði til að leiða land og þjóð inn í nýja framtíð fái Samfylkingin til þess fylgi. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir kynnti brotthvarf sitt úr pólitík eftir farsælan stjórnmálaferil í áratugi gaf hún boltann tímanlega til flokksmanna varðandi nýja forystusveit. Nú er tími kominn á kynslóðaskipti.Góðir kostir Það er okkar flokksmanna að hugsa pólitík dagsins með framtíðarsýn að leiðarljósi. Eftir þunga tiltektarvinnu í kjölfar efnahagshruns ber Samfylkingunni að boða framtíðarsýn jafnaðarmanna. Hvernig samfélag viljum við Íslendingar sameinast um þegar landið rís á ný eftir erfið ár? Samfylkingin þarf sterkan talsmann núna. Árni Páll hefur hæfileikann til að eiga samtal við fólk. Og hann ber virðingu fyrir skoðunum annarra. Þetta eru mikilvægir kostir stjórnmálamanns. Hann er jákvæður og víðsýnn. Hann talar fyrir opnu samfélagi, heilbrigðu viðskiptalífi og velferð allra. Og hans pólitíska hjarta slær afdráttarlaust vinstra megin við miðju. Í öllum löndum í kringum okkur þar sem jafnaðarstefnan hefur verið sterkt samfélagsafl og hornsteinn í uppbyggingu velferðarsamfélaga liggja sósíaldemókratískir flokkar á miðjunni og yfir til vinstri. Þannig á það að vera hér líka. Annars verður miðjan auð. Í minni eigin stjórnmálaþátttöku hafa velferðarmálin átt stærsta sess. Ég hef lært hve mikilvægt er að horfa til nýrra lausna þegar eldri leiðir reynast ekki færar. Ég hef glaðst yfir því sem formaður stjórnar framkvæmdasjóðs aldraðra að nú rísa hjúkrunarheimili hvert af öðru eftir langa bið af því að Árni Páll fór nýjar leiðir með svokallaðri leiguleið á þrengingartímum. Við þurfum formann sem er víðsýnn og leitar nýrra lausna um leið og hann stendur vörð um grundvallargildi jafnaðarmanna. Ég styð Árna Pál sem oddvita í Suðvesturkjördæmi áfram og mun vinna að framboði hans til formanns Samfylkingarinnar. Við þurfum Árna Pál sem formann núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég tók því afar illa þegar Árni Páll Árnason var settur út úr ríkisstjórn um sl. áramót. Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu var þá millilent í sameinuðu atvinnumálaráðuneyti til þess svo að vera staðsett nýverið í fjármálaráðuneyti. Með mannabreytingunni var höggvið í pólitíska stöðu fjölmennasta kjördæmisins og þetta sterkasta vígi jafnaðarmanna – Kraginn – veiklað að óþörfu. Enda kom í ljós samkvæmt Capacent Gallup að fylgi Samfylkingar í kjördæminu hrundi í kjölfarið. Þessi óskiljanlegi gjörningur reyndist seinna gera okkar oddvita að enn sterkari forystumanni. Árni Páll, sem hefur alltaf verið duglegur að funda með flokksfélögum í kjördæminu og efla sitt tengslanet, lá ekki á liði sínu þegar hagir breyttust. Við hrifumst af krafti hans og reisn. Hann var óþreytandi að segja fólki að maður ætti ekkert í pólitík. Að vera treyst fyrir ráðuneytum hefði verið dýrmæt reynsla. Nú væri hollt að horfa til pólitískra lausna frá öðrum sjónarhóli en innan stjórnarstarfsins. Hann varði félaga sína og umdeildar gjörðir. Talaði af skilningi um vandamálin sem þyrfti að leysa og horfði til framtíðar með nýjum þrótti. Alltaf fórum við bjartsýn og baráttuglöð af fundum hans. Það er stór hópur sem nú fylkir sér um Árna Pál sem oddvita og formannsefni. Sem trúir að hann hafi burði til að leiða land og þjóð inn í nýja framtíð fái Samfylkingin til þess fylgi. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir kynnti brotthvarf sitt úr pólitík eftir farsælan stjórnmálaferil í áratugi gaf hún boltann tímanlega til flokksmanna varðandi nýja forystusveit. Nú er tími kominn á kynslóðaskipti.Góðir kostir Það er okkar flokksmanna að hugsa pólitík dagsins með framtíðarsýn að leiðarljósi. Eftir þunga tiltektarvinnu í kjölfar efnahagshruns ber Samfylkingunni að boða framtíðarsýn jafnaðarmanna. Hvernig samfélag viljum við Íslendingar sameinast um þegar landið rís á ný eftir erfið ár? Samfylkingin þarf sterkan talsmann núna. Árni Páll hefur hæfileikann til að eiga samtal við fólk. Og hann ber virðingu fyrir skoðunum annarra. Þetta eru mikilvægir kostir stjórnmálamanns. Hann er jákvæður og víðsýnn. Hann talar fyrir opnu samfélagi, heilbrigðu viðskiptalífi og velferð allra. Og hans pólitíska hjarta slær afdráttarlaust vinstra megin við miðju. Í öllum löndum í kringum okkur þar sem jafnaðarstefnan hefur verið sterkt samfélagsafl og hornsteinn í uppbyggingu velferðarsamfélaga liggja sósíaldemókratískir flokkar á miðjunni og yfir til vinstri. Þannig á það að vera hér líka. Annars verður miðjan auð. Í minni eigin stjórnmálaþátttöku hafa velferðarmálin átt stærsta sess. Ég hef lært hve mikilvægt er að horfa til nýrra lausna þegar eldri leiðir reynast ekki færar. Ég hef glaðst yfir því sem formaður stjórnar framkvæmdasjóðs aldraðra að nú rísa hjúkrunarheimili hvert af öðru eftir langa bið af því að Árni Páll fór nýjar leiðir með svokallaðri leiguleið á þrengingartímum. Við þurfum formann sem er víðsýnn og leitar nýrra lausna um leið og hann stendur vörð um grundvallargildi jafnaðarmanna. Ég styð Árna Pál sem oddvita í Suðvesturkjördæmi áfram og mun vinna að framboði hans til formanns Samfylkingarinnar. Við þurfum Árna Pál sem formann núna.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun