Öryggi farþega í Strætó Ragnar Jörundsson skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Strætó bs. hefur á undanförnum árum unnið af miklum metnaði að bættu öryggi í umferðinni. Einn liður í þessari vinnu er sérstakt forvarnarsamstarf milli Strætó og VÍS sem staðið hefur yfir frá árinu 2008. Þetta samstarf hefur skilað verulega marktækum árangri, því umferðaróhöppum og -slysum hefur fækkað um 73% á þessum tíma. Núna standa einmitt yfir formlegir öryggisdagar Strætó og VÍS í þriðja skipti undir heitinu Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS, þar sem meðal annars er lögð áhersla á aukið öryggi farþega í strætisvögnunum. En hvernig geta farþegar tryggt eigið öryggi þegar þeir ferðast með strætó? Helstu atriði sem gott er að farþegar hugi að: n að standa ekki alveg á ystu brún gangstéttar þegar þeir bíða eftir strætisvagni á biðstöð, sérstaklega eftir að fer að kólna og hætta er á að hálkublettir myndist. n að hafa fargjaldið tilbúið áður en komið er inn í vagninn. n að gefa sér tíma til að framvísa kortum og skiptimiðum þannig að vagnstjóri fái tækifæri til að lesa gildistímann. n að vera viðbúnir þegar vagninn tekur af stað. n að forðast troðning og færa sig aftarlega í vagninn á anna- og álagstímum. n að sýna tillitssemi og standa upp fyrir þeim sem augljóslega þurfa frekar sæti. n að gæta vel að yngri börnum, bæði á leið inn og út úr vagninum. n að vera ávallt viðbúnir þegar vagninn nemur staðar. Öll þessi atriði auka öryggi farþega og gera ferðirnar ánægjulegri og skilvirkari. Óhappa- og slysatíðni hjá Strætó bs. er hlutfallslega mjög lág miðað við almenn óhöpp og slys í umferðinni. Að ferðast með strætó er því öruggari og þægilegri leið til að fara til og frá vinnu eða skóla, eða bara skreppa í heimsóknir. Að auki er það miklu ódýrara og minna mengandi ferðamáti. Strætó bs. hefur stöðugt unnið að bættu aðgengi á biðstöðum. Undanfarið hefur verið gert verulegt átak í þeim efnum en þetta er þó nokkuð stórt verkefni og eftir er að lagfæra og endurbæta víða. Við vagnstjórar hjá Strætó bs. reynum að leggja okkar af mörkum til þess að auka öryggi farþega okkar. Það er hlutverk okkar að hafa farþega Strætó í fyrirrúmi og að þeir komist heilir og sáttir á áfangastað. Góða og örugga ferð með Strætó! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Strætó bs. hefur á undanförnum árum unnið af miklum metnaði að bættu öryggi í umferðinni. Einn liður í þessari vinnu er sérstakt forvarnarsamstarf milli Strætó og VÍS sem staðið hefur yfir frá árinu 2008. Þetta samstarf hefur skilað verulega marktækum árangri, því umferðaróhöppum og -slysum hefur fækkað um 73% á þessum tíma. Núna standa einmitt yfir formlegir öryggisdagar Strætó og VÍS í þriðja skipti undir heitinu Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS, þar sem meðal annars er lögð áhersla á aukið öryggi farþega í strætisvögnunum. En hvernig geta farþegar tryggt eigið öryggi þegar þeir ferðast með strætó? Helstu atriði sem gott er að farþegar hugi að: n að standa ekki alveg á ystu brún gangstéttar þegar þeir bíða eftir strætisvagni á biðstöð, sérstaklega eftir að fer að kólna og hætta er á að hálkublettir myndist. n að hafa fargjaldið tilbúið áður en komið er inn í vagninn. n að gefa sér tíma til að framvísa kortum og skiptimiðum þannig að vagnstjóri fái tækifæri til að lesa gildistímann. n að vera viðbúnir þegar vagninn tekur af stað. n að forðast troðning og færa sig aftarlega í vagninn á anna- og álagstímum. n að sýna tillitssemi og standa upp fyrir þeim sem augljóslega þurfa frekar sæti. n að gæta vel að yngri börnum, bæði á leið inn og út úr vagninum. n að vera ávallt viðbúnir þegar vagninn nemur staðar. Öll þessi atriði auka öryggi farþega og gera ferðirnar ánægjulegri og skilvirkari. Óhappa- og slysatíðni hjá Strætó bs. er hlutfallslega mjög lág miðað við almenn óhöpp og slys í umferðinni. Að ferðast með strætó er því öruggari og þægilegri leið til að fara til og frá vinnu eða skóla, eða bara skreppa í heimsóknir. Að auki er það miklu ódýrara og minna mengandi ferðamáti. Strætó bs. hefur stöðugt unnið að bættu aðgengi á biðstöðum. Undanfarið hefur verið gert verulegt átak í þeim efnum en þetta er þó nokkuð stórt verkefni og eftir er að lagfæra og endurbæta víða. Við vagnstjórar hjá Strætó bs. reynum að leggja okkar af mörkum til þess að auka öryggi farþega okkar. Það er hlutverk okkar að hafa farþega Strætó í fyrirrúmi og að þeir komist heilir og sáttir á áfangastað. Góða og örugga ferð með Strætó!
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar