Vænting og vonbrigði Teitur Björn Einarsson skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Mörgum er tíðrætt um virðingu Alþingis og hvernig auka megi traust löggjafans meðal almennings. Enda er það vissulega áhyggjuefni að þjóðþingið njóti ekki trausts nema hjá litlum hluta þjóðarinnar. En í hverju er þetta vantraust nákvæmlega fólgið? Er það eingöngu bundið við lélega stjórnmálamenn sem ekki eru vandir að virðingu sinni? Eða má kenna lélegri lagasetningu um og spyrja í framhaldinu hvort Íslendingar beri ekki virðingu fyrir þeim lögum sem Alþingi samþykkir? Það kann að vera að svarið felist í því að sá sem lofar öllu er dæmdur til að valda vonbrigðum þrátt fyrir góðan vilja. Væntingin er systir vonbrigðanna. Gera á miklar kröfur til þeirra sem starfa í umboði almennings og veita þeim stöðugt aðhald. Flest erum við sammála um að hlutverk alþingismanna sé að vinna af heilindum í þágu lands og þjóðar. Telja má að ágætis samstaða sé meðal þorra landsmanna um að stefna beri að því að bæta hér lífskjör fólks og auka velsæld í samfélaginu. Samstaða um leiðir að því marki er talsvert minni og beinlínis hlutverk stjórnmálamanna að takast á um þær. Til að reyna að auka virðingu þingsins getur verið gagnlegt að leita svara við spurningunni hvert eigi að vera hlutverk þess. Spurningin er hápólitísk og venjulega skiptist fólk í tvær fylkingar þegar spurningunni er svarað; til vinstri eða hægri. Forsjárhyggja eða frjálshyggja er kannski betri skipting. Burtséð frá því hvernig þessar fylkingar svara spurningunni er ljóst að þróunin hefur verið í átt að auknum útgjöldum og afskiptum ríkisins. Sé það lagt til grundvallar eitt og sér er ljóst að vinstri fylkingin hefur staðið sig betur við að ná sínu fram. Fögur en fölsk fyrirheit forsjárhyggjumanna um hið algóða og alltumlykjandi ríkisvald hafa ýtt undir óraunhæfar væntingar til hins opinbera á æ fleiri sviðum mannlífsins. Aukin krafa um að ríkið geri sífellt meira og taki meiri ábyrgð á sínar herðar leiðir óhjákvæmilega til þess að ríkið verður að hafa meiri afskipti af einstaklingum ef það á að standa undir þeim kröfum. Til að tryggja öllum réttinn til að njóta líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er kunna því til dæmis að verða settar í meira mæli reglur sem banna óhollustu og hættulegar aðstæður. Til að ábyrgjast að bankar fari ekki á hausinn verða settar strangari reglur sem takmarka eða banna tilteknar fjárfestingar. Til að standa undir stækkandi ríkisbákni er hætt við að seilst verði æ dýpra í vasa skattgreiðenda. Það eru gömul sannindi og ný að þessi vegferð í átt að auknum ríkisafskiptum er leiðin til ánauðar og allar fyrirætlanir til að auka velsæld undir þeim kringumstæðum eru dæmdar til að mistakast. Ef væntingar almennings standa til þess að alþingismenn leysi öll vandamál sem að þjóðfélaginu steðja er ekki nema von að traust til Alþingis mælist lítið. Það er ekki á færi Alþingis að standa undir slíkum kröfum og á ekki að vera hlutverk þess. Betur færi á því að Alþingi færðist minna í fang en ígrundaði og vandaði betur sín störf við lagasetningu. Mikilvægt er að leikreglur samfélagsins séu almennar og skýrar, umfangi og umsvifum stjórnsýslunnar stillt í hóf og að festa ríki í grunnskipan þjóðfélagsins. Mestu skiptir að hver og einn hafi rétt á að bera ábyrgð á eigin lífi og njóti til þess frelsis til orðs og æðis. Ríkisvaldinu ber að sinna afmörkuðu hlutverki á ákveðnum sviðum í þágu borgaranna en ekki vera upphaf og endir alls í samfélagi manna. Beri Alþingi virðingu fyrir því hlutverki er von til þess að virðing þess aukist á ný hjá fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Mörgum er tíðrætt um virðingu Alþingis og hvernig auka megi traust löggjafans meðal almennings. Enda er það vissulega áhyggjuefni að þjóðþingið njóti ekki trausts nema hjá litlum hluta þjóðarinnar. En í hverju er þetta vantraust nákvæmlega fólgið? Er það eingöngu bundið við lélega stjórnmálamenn sem ekki eru vandir að virðingu sinni? Eða má kenna lélegri lagasetningu um og spyrja í framhaldinu hvort Íslendingar beri ekki virðingu fyrir þeim lögum sem Alþingi samþykkir? Það kann að vera að svarið felist í því að sá sem lofar öllu er dæmdur til að valda vonbrigðum þrátt fyrir góðan vilja. Væntingin er systir vonbrigðanna. Gera á miklar kröfur til þeirra sem starfa í umboði almennings og veita þeim stöðugt aðhald. Flest erum við sammála um að hlutverk alþingismanna sé að vinna af heilindum í þágu lands og þjóðar. Telja má að ágætis samstaða sé meðal þorra landsmanna um að stefna beri að því að bæta hér lífskjör fólks og auka velsæld í samfélaginu. Samstaða um leiðir að því marki er talsvert minni og beinlínis hlutverk stjórnmálamanna að takast á um þær. Til að reyna að auka virðingu þingsins getur verið gagnlegt að leita svara við spurningunni hvert eigi að vera hlutverk þess. Spurningin er hápólitísk og venjulega skiptist fólk í tvær fylkingar þegar spurningunni er svarað; til vinstri eða hægri. Forsjárhyggja eða frjálshyggja er kannski betri skipting. Burtséð frá því hvernig þessar fylkingar svara spurningunni er ljóst að þróunin hefur verið í átt að auknum útgjöldum og afskiptum ríkisins. Sé það lagt til grundvallar eitt og sér er ljóst að vinstri fylkingin hefur staðið sig betur við að ná sínu fram. Fögur en fölsk fyrirheit forsjárhyggjumanna um hið algóða og alltumlykjandi ríkisvald hafa ýtt undir óraunhæfar væntingar til hins opinbera á æ fleiri sviðum mannlífsins. Aukin krafa um að ríkið geri sífellt meira og taki meiri ábyrgð á sínar herðar leiðir óhjákvæmilega til þess að ríkið verður að hafa meiri afskipti af einstaklingum ef það á að standa undir þeim kröfum. Til að tryggja öllum réttinn til að njóta líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er kunna því til dæmis að verða settar í meira mæli reglur sem banna óhollustu og hættulegar aðstæður. Til að ábyrgjast að bankar fari ekki á hausinn verða settar strangari reglur sem takmarka eða banna tilteknar fjárfestingar. Til að standa undir stækkandi ríkisbákni er hætt við að seilst verði æ dýpra í vasa skattgreiðenda. Það eru gömul sannindi og ný að þessi vegferð í átt að auknum ríkisafskiptum er leiðin til ánauðar og allar fyrirætlanir til að auka velsæld undir þeim kringumstæðum eru dæmdar til að mistakast. Ef væntingar almennings standa til þess að alþingismenn leysi öll vandamál sem að þjóðfélaginu steðja er ekki nema von að traust til Alþingis mælist lítið. Það er ekki á færi Alþingis að standa undir slíkum kröfum og á ekki að vera hlutverk þess. Betur færi á því að Alþingi færðist minna í fang en ígrundaði og vandaði betur sín störf við lagasetningu. Mikilvægt er að leikreglur samfélagsins séu almennar og skýrar, umfangi og umsvifum stjórnsýslunnar stillt í hóf og að festa ríki í grunnskipan þjóðfélagsins. Mestu skiptir að hver og einn hafi rétt á að bera ábyrgð á eigin lífi og njóti til þess frelsis til orðs og æðis. Ríkisvaldinu ber að sinna afmörkuðu hlutverki á ákveðnum sviðum í þágu borgaranna en ekki vera upphaf og endir alls í samfélagi manna. Beri Alþingi virðingu fyrir því hlutverki er von til þess að virðing þess aukist á ný hjá fólki.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun