Að hafa styrk til að sækja fram, fjárfesta og skapa störf Páll Harðarson skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Aukið eigið fé íslenskra fyrirtækja gæti haft afgerandi áhrif á íslenskt efnahagslíf. Stöðugleiki gæti orðið meiri. Traustur efnahagur kemur í veg fyrir kollsteypur þegar á móti blæs í þjóðarbúskapnum. Hann dregur einnig úr kerfisáhættu í fjármálakerfinu. Vel fjármögnuð fyrirtæki eru áhættuminni lántakar. En það sem mestu máli skiptir er að þau hafa styrk til að sækja fram af krafti, fjárfesta og skapa störf. Nýsköpun gæti aukist, framleiðni vaxið og góðum störfum fjölgað. Eiginfjárhlutfall íslenskra fyrirtækja er nú að meðaltali um 30%. Þetta má m.a. ráða af niðurstöðum könnunar Samkeppniseftirlitsins meðal 120 stærstu fyrirtækja landsins um efnahag í árslok 2011. Samantekt Hagstofunnar fyrir árið 2010 dregur upp svipaða mynd, en hún nær til allflestra fyrirtækja landsins. Íslensk fyrirtæki hafa löngum reitt sig um of á lánsfjármögnun en ef vel tekst til getur fjármögnun þeirra tekið stakkaskiptum. Hlutabréfamarkaður gegnir þar lykilhlutverki. Nú yppa vafalítið einhverjir öxlum. Eiginfjárhlutfall í námunda við 30% hefur þótt sæmilegt hér á landi og auðvitað veltur æskileg eigin fjármögnun á efnum og aðstæðum. Sem meðaltal fyrir atvinnulífið í heild er þetta hlutfall þó afar lágt í alþjóðlegum samanburði. Skýtur það skökku við því sveiflukennt rekstrarumhverfi hérlendis krefst einstaklega traustrar eiginfjárstöðu. Hversu mikið viðbótar eigið fé þarf íslenskt efnahagslíf til að ná framangreindum markmiðum? Sé tekið mið af hlutföllum í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við gæti fjárhæðin numið 300-600 milljörðum króna. Rekstrargrunnur okkar mikilvægustu fyrirtækja myndi styrkjast. Tiltölulega smá og millistór vaxtarfyrirtæki myndu þó e.t.v. hafa hlutfallslega mestan hag af traustari fjármögnun. Hlutabréfamarkaður er mikilvæg uppspretta eigin fjár og aflvaki fjárfestingar. Mikið er því í húfi að endurreisn hlutabréfamarkaðar gangi vel fyrir sig. Það er vart orðum aukið að hún sé forsenda þess að breytingar í þá veru sem hér eru nefndar geti orðið að veruleika. Framsýn stefnumörkun og ábyrg umgengni ráða úrslitumAfar brýnt er að ryðja úr vegi hindrunum sem gætu teflt framangreindri framtíðarsýn í tvísýnu og þar hefur löggjafinn mikið að segja. Vil ég nefna tvennt í þessu sambandi. Annars vegar er útfærsla auðlegðarskatts með þeim hætti að eigendur margra fyrirtækja sem ættu erindi á markað gefa þeim möguleika lítinn gaum. Ástæðan er sú að stofn til auðlegðarskatts miðast við skattalegt eigið fé ef um óskráð fyrirtæki er að ræða, en markaðsvirði ef fyrirtækið er skráð á hlutabréfamarkaði. Allmörg óskráð fyrirtæki hér á landi eru í þeirri stöðu að við skráningu á markað yrði markaðsvirði þeirra langtum hærra en skattalegt eigið fé. Á þetta bæði við um smá og stór fyrirtæki. Ástæða er til að hafa sérstakar áhyggjur af efnilegum vaxtarfyrirtækjum í þessu sambandi. Algengt er að markaðsvirði slíkra fyrirtækja sé margfalt skattalegt eigið fé. Eigendur þeirra standa því frammi fyrir því að að kalla yfir sig stóraukna skattheimtu við það eitt að skrá félag sitt á markað. Þetta eru einmitt þau fyrirtæki þar sem skráning gæti gagnast þjóðfélaginu mest til framtíðar í formi aukinnar fjárfestingar og atvinnusköpunar. Ætlun löggjafans hefur örugglega ekki verið að setja upp slíkan vegatálma fyrir okkar efnilegustu fyrirtæki. Lítilsháttar rýmkun heimilda lífeyrissjóðanna til fjárfestinga á hliðarmarkaði Kauphallarinnar, First North, gæti einnig haft mikla þýðingu fyrir smá og miðlungsstór fyrirtæki. First North, fremur en Aðalmarkaður Kauphallarinnar, er eðlilegur kostur fyrir mörg þessara fyrirtækja. Með þessari breytingu gæti First North verið sá stökkpallur fyrir vaxtarfyrirtæki sem hann hefur reynst á Norðurlöndum. Endurreisn hlutabréfamarkaðar mun að miklu leyti velta á því hvort tekst að endurvinna traust fjárfesta. Hver mistök eru dýr og brýnt að allir þátttakendur á markaði starfi af kostgæfni. Almennir fjárfestar verða að njóta ávinnings til jafns við aðra. Markaðsumhverfið verður að vera til þess fallið að laða að jafnt innlent sem erlent fjármagn. Þetta er ögrandi verkefni sem getur haft víðtæk og jákvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf til framtíðar. Umgengni við þessa sameiginlegu auðlind og stefnumörkun þarf að einkennast af ábyrgð og framsýni. Von mín er að þetta verði leiðarljós allra sem að þessu verkefni koma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Aukið eigið fé íslenskra fyrirtækja gæti haft afgerandi áhrif á íslenskt efnahagslíf. Stöðugleiki gæti orðið meiri. Traustur efnahagur kemur í veg fyrir kollsteypur þegar á móti blæs í þjóðarbúskapnum. Hann dregur einnig úr kerfisáhættu í fjármálakerfinu. Vel fjármögnuð fyrirtæki eru áhættuminni lántakar. En það sem mestu máli skiptir er að þau hafa styrk til að sækja fram af krafti, fjárfesta og skapa störf. Nýsköpun gæti aukist, framleiðni vaxið og góðum störfum fjölgað. Eiginfjárhlutfall íslenskra fyrirtækja er nú að meðaltali um 30%. Þetta má m.a. ráða af niðurstöðum könnunar Samkeppniseftirlitsins meðal 120 stærstu fyrirtækja landsins um efnahag í árslok 2011. Samantekt Hagstofunnar fyrir árið 2010 dregur upp svipaða mynd, en hún nær til allflestra fyrirtækja landsins. Íslensk fyrirtæki hafa löngum reitt sig um of á lánsfjármögnun en ef vel tekst til getur fjármögnun þeirra tekið stakkaskiptum. Hlutabréfamarkaður gegnir þar lykilhlutverki. Nú yppa vafalítið einhverjir öxlum. Eiginfjárhlutfall í námunda við 30% hefur þótt sæmilegt hér á landi og auðvitað veltur æskileg eigin fjármögnun á efnum og aðstæðum. Sem meðaltal fyrir atvinnulífið í heild er þetta hlutfall þó afar lágt í alþjóðlegum samanburði. Skýtur það skökku við því sveiflukennt rekstrarumhverfi hérlendis krefst einstaklega traustrar eiginfjárstöðu. Hversu mikið viðbótar eigið fé þarf íslenskt efnahagslíf til að ná framangreindum markmiðum? Sé tekið mið af hlutföllum í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við gæti fjárhæðin numið 300-600 milljörðum króna. Rekstrargrunnur okkar mikilvægustu fyrirtækja myndi styrkjast. Tiltölulega smá og millistór vaxtarfyrirtæki myndu þó e.t.v. hafa hlutfallslega mestan hag af traustari fjármögnun. Hlutabréfamarkaður er mikilvæg uppspretta eigin fjár og aflvaki fjárfestingar. Mikið er því í húfi að endurreisn hlutabréfamarkaðar gangi vel fyrir sig. Það er vart orðum aukið að hún sé forsenda þess að breytingar í þá veru sem hér eru nefndar geti orðið að veruleika. Framsýn stefnumörkun og ábyrg umgengni ráða úrslitumAfar brýnt er að ryðja úr vegi hindrunum sem gætu teflt framangreindri framtíðarsýn í tvísýnu og þar hefur löggjafinn mikið að segja. Vil ég nefna tvennt í þessu sambandi. Annars vegar er útfærsla auðlegðarskatts með þeim hætti að eigendur margra fyrirtækja sem ættu erindi á markað gefa þeim möguleika lítinn gaum. Ástæðan er sú að stofn til auðlegðarskatts miðast við skattalegt eigið fé ef um óskráð fyrirtæki er að ræða, en markaðsvirði ef fyrirtækið er skráð á hlutabréfamarkaði. Allmörg óskráð fyrirtæki hér á landi eru í þeirri stöðu að við skráningu á markað yrði markaðsvirði þeirra langtum hærra en skattalegt eigið fé. Á þetta bæði við um smá og stór fyrirtæki. Ástæða er til að hafa sérstakar áhyggjur af efnilegum vaxtarfyrirtækjum í þessu sambandi. Algengt er að markaðsvirði slíkra fyrirtækja sé margfalt skattalegt eigið fé. Eigendur þeirra standa því frammi fyrir því að að kalla yfir sig stóraukna skattheimtu við það eitt að skrá félag sitt á markað. Þetta eru einmitt þau fyrirtæki þar sem skráning gæti gagnast þjóðfélaginu mest til framtíðar í formi aukinnar fjárfestingar og atvinnusköpunar. Ætlun löggjafans hefur örugglega ekki verið að setja upp slíkan vegatálma fyrir okkar efnilegustu fyrirtæki. Lítilsháttar rýmkun heimilda lífeyrissjóðanna til fjárfestinga á hliðarmarkaði Kauphallarinnar, First North, gæti einnig haft mikla þýðingu fyrir smá og miðlungsstór fyrirtæki. First North, fremur en Aðalmarkaður Kauphallarinnar, er eðlilegur kostur fyrir mörg þessara fyrirtækja. Með þessari breytingu gæti First North verið sá stökkpallur fyrir vaxtarfyrirtæki sem hann hefur reynst á Norðurlöndum. Endurreisn hlutabréfamarkaðar mun að miklu leyti velta á því hvort tekst að endurvinna traust fjárfesta. Hver mistök eru dýr og brýnt að allir þátttakendur á markaði starfi af kostgæfni. Almennir fjárfestar verða að njóta ávinnings til jafns við aðra. Markaðsumhverfið verður að vera til þess fallið að laða að jafnt innlent sem erlent fjármagn. Þetta er ögrandi verkefni sem getur haft víðtæk og jákvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf til framtíðar. Umgengni við þessa sameiginlegu auðlind og stefnumörkun þarf að einkennast af ábyrgð og framsýni. Von mín er að þetta verði leiðarljós allra sem að þessu verkefni koma.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar