Meirihluti fyrirtækja gerir upp í evrum Andrés Pétursson skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Í nýlegri frétt í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra, kemur fram að árið 2011 hafi í fyrsta skipti meirihluti íslenskra fyrirtækja sem gera upp í erlendri mynt ákveðið að gera upp ársreikning sinn í evrum. Hingað til hefur Bandaríkjadollarinn verið vinsælasta uppgjörsmyntin. Þetta er áhugaverð staðreynd því dómsdagsspámenn í bloggheimum og einstaka fjölmiðill hafa í langan tíma reynt að sannfæra íslenskan almenning að evran sé ótækur gjaldmiðill og að Evrópa standi í ljósum logum. Það er greinilegt að þessi íslensku stórfyrirtæki eru ekki á sama máli. Þegar Alþingi ákvað árið 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu var eitt af markmiðunum að kanna möguleika á því að taka upp evru og koma þannig á stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Síðan þá hefur ýmislegt gerst í evrópsku efnahagslífi og aðildarviðræðurnar dregist á langinn. En það hefur ekkert breyst varðandi þá staðreynd að íslenskt efnahagslíf er í fjötrum gjaldeyrishafta og fátt bendir til annars en að við þurfum á utanaðkomandi aðstoð að halda til að koma okkur út úr þeirri úlfakreppu. Hvort það er aðild að Evrópusambandinu sem getur aðstoðað okkur á eftir að koma í ljós því ekki er búið að ljúka viðræðunum. En eina leiðin til að komast að því er að ganga þá götu til enda sem Alþingi ákvað fyrir rúmum þremur árum. Síðan er það íslensku þjóðarinnar að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún er sátt við það sem úr þeim viðræðum kemur. Það er því sorgleg staðreynd að til séu pólitískir flokkar og hagsmunasamtök sem hamast eins og rjúpan við staurinn að útiloka íslenska þjóð frá því að kjósa um þetta stóra hagsmunamál íslensks almennings. Ekki er ljóst hverra erinda sumir forráðamenn þessara afla ganga því þeir hafa lýst því yfir að þeir myndu alltaf segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslu, sama hve hagstæður samningur við ESB væri fyrir íslenskt samfélag! Mikil er ábyrgð þeirra manna sem halda þessu blákalt fram. Nýlega kom hópur áhrifafólks úr atvinnulífinu, verkalýðshreyfingunni, háskólasamfélaginu og öllum helstu stjórnmálaöflunum saman og sendi frá sér mjög beinskeytta yfirlýsingu. Þar er meðal annars skorað á stjórnvöld að halda áfram með aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið og að taka upp ný vinnubrögð í íslenskri pólitík. Lokaorð þeirrar yfirlýsingar eru mjög sterk og langar mig að gera þau að mínum lokaorðum í þessari grein; „Ekki er rökrétt að veikja stöðu Íslands með því að loka á einstaka kosti meðan ekki er vitað að aðrir séu færir. Við skorum því á fólkið í landinu að taka höndum saman um öfgalaus viðhorf, að beita áhrifum sínum til að þrýsta á stjórnmálaflokkana og treysta samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra, kemur fram að árið 2011 hafi í fyrsta skipti meirihluti íslenskra fyrirtækja sem gera upp í erlendri mynt ákveðið að gera upp ársreikning sinn í evrum. Hingað til hefur Bandaríkjadollarinn verið vinsælasta uppgjörsmyntin. Þetta er áhugaverð staðreynd því dómsdagsspámenn í bloggheimum og einstaka fjölmiðill hafa í langan tíma reynt að sannfæra íslenskan almenning að evran sé ótækur gjaldmiðill og að Evrópa standi í ljósum logum. Það er greinilegt að þessi íslensku stórfyrirtæki eru ekki á sama máli. Þegar Alþingi ákvað árið 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu var eitt af markmiðunum að kanna möguleika á því að taka upp evru og koma þannig á stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Síðan þá hefur ýmislegt gerst í evrópsku efnahagslífi og aðildarviðræðurnar dregist á langinn. En það hefur ekkert breyst varðandi þá staðreynd að íslenskt efnahagslíf er í fjötrum gjaldeyrishafta og fátt bendir til annars en að við þurfum á utanaðkomandi aðstoð að halda til að koma okkur út úr þeirri úlfakreppu. Hvort það er aðild að Evrópusambandinu sem getur aðstoðað okkur á eftir að koma í ljós því ekki er búið að ljúka viðræðunum. En eina leiðin til að komast að því er að ganga þá götu til enda sem Alþingi ákvað fyrir rúmum þremur árum. Síðan er það íslensku þjóðarinnar að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún er sátt við það sem úr þeim viðræðum kemur. Það er því sorgleg staðreynd að til séu pólitískir flokkar og hagsmunasamtök sem hamast eins og rjúpan við staurinn að útiloka íslenska þjóð frá því að kjósa um þetta stóra hagsmunamál íslensks almennings. Ekki er ljóst hverra erinda sumir forráðamenn þessara afla ganga því þeir hafa lýst því yfir að þeir myndu alltaf segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslu, sama hve hagstæður samningur við ESB væri fyrir íslenskt samfélag! Mikil er ábyrgð þeirra manna sem halda þessu blákalt fram. Nýlega kom hópur áhrifafólks úr atvinnulífinu, verkalýðshreyfingunni, háskólasamfélaginu og öllum helstu stjórnmálaöflunum saman og sendi frá sér mjög beinskeytta yfirlýsingu. Þar er meðal annars skorað á stjórnvöld að halda áfram með aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið og að taka upp ný vinnubrögð í íslenskri pólitík. Lokaorð þeirrar yfirlýsingar eru mjög sterk og langar mig að gera þau að mínum lokaorðum í þessari grein; „Ekki er rökrétt að veikja stöðu Íslands með því að loka á einstaka kosti meðan ekki er vitað að aðrir séu færir. Við skorum því á fólkið í landinu að taka höndum saman um öfgalaus viðhorf, að beita áhrifum sínum til að þrýsta á stjórnmálaflokkana og treysta samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar."
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar