Auðjöfur kaupir hlut í Orku Energy Þórður Snær Júlíusson skrifar 7. nóvember 2012 16:00 Richard F. Chandler Richard Chandler Corporation (RCC) keypti í sumar 33 prósenta hlut í móðurfélagi íslenska orkufyrirtækisins Orka Energy Holding ehf. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar greiddi RCC tólf milljónir dala, um 1,5 milljarð króna fyrir hlutinn. RCC, sem er staðsett í Singapore, var stofnað af Richard F. Chandler, nýsjálenskum fjárfesti. Samkvæmt lista Forbes var Chandler, sem er 53 ára og ókvæntur, fjórði ríkasti maður Singapore í lok síðasta árs og 230. ríkasti maður í heimi. Tímaritið sagði auð hans nema um 4,6 milljörðum dala, um 586 milljörðum króna. Orka Energy var stofnað snemma á síðasta ári. Eigandi þess Orka Energy Pte. Ltd., félags með skráð heimilisfesti í Singapore. Það er í eigu Hauks Harðarsonar, sem er kjölfestufjárfestir í félaginu, og starfsmanna þess. Í ágúst 2011 keypti Orka Energy félagið Enex-Kína af fyrrverandi eigendum þess, Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Geysi Green Energy. Kaupverðið var um 1,6 milljarðar króna fyrir allt hlutaféð miðað við það verð sem OR fékk fyrir sinn tæplega fimmtungshlut. Það keypti einnig aðrar eignir sem höfðu verið inni í útrásararmi OR, REI. Um er að ræða Iceland America Energy og fjórðungshlut í Envent Holding ehf., sem á jarðhitafyrirtæki á Filippseyjum. Enex-Kína, sem nú heitir Orka Energy China ehf., á 49 prósenta hlut í kínversku félagi sem heitir Shaanxi Green Energy Geothermal Development (SGE). Það vinnur að þróun, og til framtíðar rekstri, jarðvarmaorkuvera í Kína. Hitt 51 prósentið í félaginu er í eigu kínverska orkufyrirtækisins Sinopec, sem er fimmta stærsta fyrirtæki í heimi. Það er að öllu leyti í eigu kínverska ríkisins. Hjá SGE starfa um 260 manns og fyrirtækið hitar sem stendur upp um sex milljón fermetra af íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Það stefnir að því að auka þá hitaframleiðslu í 100 milljón fermetra fyrir árið 2020 auk þess sem það hyggur á stórtæka rafmagnsframleiðslu. Þann 20. apríl heimsótti fjölmenn sendinefnd Kínverja Ísland heim í tengslum við komu Wen Jiabao, forsætisráðherra landsins. Á meðal þeirra sem hingað komu var stjórnarformaður Sinopec, Fui Chengyu. Hann og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, skrifuðu við það tilefni undir samkomulag sem breikkaði samstarfsgrundvöll fyrirtækjanna tveggja umtalsvert. Í júní keypti RCC síðan 33 prósent í móðurfélagi Orku Energy. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar var kaupverðið um tólf milljónir dala, 1,5 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu sem RCC sendi frá sér vegna þessa var haft eftir Richard F. Chandler, stjórnarformanni RCC, að félögin tvö hefðu sömu sýn á að virkja jarðvarmaorku. Gunnar Thoroddsen, framkvæmdastjóri Orku Energy, vildi ekki tjá sig um starfsemi fyrirtækisins umfram það sem fram kom í tilkynningu RCC í júní síðastliðnum. Forsetinn styður Orka Energy og Orka Energy styður forsetannÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur komið umtalsvert við sögu í samskiptum Orku Energy við kínverska fyrirtækið Sinopec. Samkvæmt heimasíðu forsetaembættisins átti hann fund með Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy, í Singapore hinn 24. febrúar síðastliðinn. Þar ræddu þeir um "eflingu jarðhitanýtingar í Kína, á Filippseyjum og víðar". Þann 20. apríl birtist síðan önnur frétt á heimasíðu embættisins um jarðhitasamvinnu við Kína. Þar segir að forsetinn hafi fundað með Fu Chengyu, stjórnarformanni Sinopec, vegna þess að "Orka Energy og Sinopec hafa samið um gríðarlegar hitaveituframkvæmdir í Kína, sem m.a. felur í sér stærstu hitaveitur heims[…]Stjórnarformaður Sinopec lýsti því yfir að fyrirtækið, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum heims, hefði ákveðið að gera samvinnu við Ísland, Orku Energy og vísinda- og tæknisamfélagið á Íslandi, að forgangsmáli í orkustefnu fyrirtækisins á komandi árum og áratugum". Orka Energy var eitt af níu félögum sem studdi framboð Ólafs Ragnars til forseta síðastliðið sumar. Félagið greiddi samtals 200 þúsund krónur í kosningasjóð hans. Lögfræðistofa Gunnars Thoroddsen ehf., sem er í eigu Gunnars Thoroddsen, framkvæmdastjóra Orku Energy, studdi einnig Ólaf með 200 þúsund króna framlagi. Alls námu framlög lögaðila 1.390 þúsundum króna.Fui Chengyu, stjórnarformaður Sinopec, og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, skrifa undir samstarfssamning í Þjóðmenningarhúsinu í apríl síðastliðnum. Forsætisráðherrarnir Wen Jiabao og Jóhanna Sigurðardóttir fylgjast með. Illugi og Orka Energy Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Richard Chandler Corporation (RCC) keypti í sumar 33 prósenta hlut í móðurfélagi íslenska orkufyrirtækisins Orka Energy Holding ehf. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar greiddi RCC tólf milljónir dala, um 1,5 milljarð króna fyrir hlutinn. RCC, sem er staðsett í Singapore, var stofnað af Richard F. Chandler, nýsjálenskum fjárfesti. Samkvæmt lista Forbes var Chandler, sem er 53 ára og ókvæntur, fjórði ríkasti maður Singapore í lok síðasta árs og 230. ríkasti maður í heimi. Tímaritið sagði auð hans nema um 4,6 milljörðum dala, um 586 milljörðum króna. Orka Energy var stofnað snemma á síðasta ári. Eigandi þess Orka Energy Pte. Ltd., félags með skráð heimilisfesti í Singapore. Það er í eigu Hauks Harðarsonar, sem er kjölfestufjárfestir í félaginu, og starfsmanna þess. Í ágúst 2011 keypti Orka Energy félagið Enex-Kína af fyrrverandi eigendum þess, Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Geysi Green Energy. Kaupverðið var um 1,6 milljarðar króna fyrir allt hlutaféð miðað við það verð sem OR fékk fyrir sinn tæplega fimmtungshlut. Það keypti einnig aðrar eignir sem höfðu verið inni í útrásararmi OR, REI. Um er að ræða Iceland America Energy og fjórðungshlut í Envent Holding ehf., sem á jarðhitafyrirtæki á Filippseyjum. Enex-Kína, sem nú heitir Orka Energy China ehf., á 49 prósenta hlut í kínversku félagi sem heitir Shaanxi Green Energy Geothermal Development (SGE). Það vinnur að þróun, og til framtíðar rekstri, jarðvarmaorkuvera í Kína. Hitt 51 prósentið í félaginu er í eigu kínverska orkufyrirtækisins Sinopec, sem er fimmta stærsta fyrirtæki í heimi. Það er að öllu leyti í eigu kínverska ríkisins. Hjá SGE starfa um 260 manns og fyrirtækið hitar sem stendur upp um sex milljón fermetra af íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Það stefnir að því að auka þá hitaframleiðslu í 100 milljón fermetra fyrir árið 2020 auk þess sem það hyggur á stórtæka rafmagnsframleiðslu. Þann 20. apríl heimsótti fjölmenn sendinefnd Kínverja Ísland heim í tengslum við komu Wen Jiabao, forsætisráðherra landsins. Á meðal þeirra sem hingað komu var stjórnarformaður Sinopec, Fui Chengyu. Hann og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, skrifuðu við það tilefni undir samkomulag sem breikkaði samstarfsgrundvöll fyrirtækjanna tveggja umtalsvert. Í júní keypti RCC síðan 33 prósent í móðurfélagi Orku Energy. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar var kaupverðið um tólf milljónir dala, 1,5 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu sem RCC sendi frá sér vegna þessa var haft eftir Richard F. Chandler, stjórnarformanni RCC, að félögin tvö hefðu sömu sýn á að virkja jarðvarmaorku. Gunnar Thoroddsen, framkvæmdastjóri Orku Energy, vildi ekki tjá sig um starfsemi fyrirtækisins umfram það sem fram kom í tilkynningu RCC í júní síðastliðnum. Forsetinn styður Orka Energy og Orka Energy styður forsetannÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur komið umtalsvert við sögu í samskiptum Orku Energy við kínverska fyrirtækið Sinopec. Samkvæmt heimasíðu forsetaembættisins átti hann fund með Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy, í Singapore hinn 24. febrúar síðastliðinn. Þar ræddu þeir um "eflingu jarðhitanýtingar í Kína, á Filippseyjum og víðar". Þann 20. apríl birtist síðan önnur frétt á heimasíðu embættisins um jarðhitasamvinnu við Kína. Þar segir að forsetinn hafi fundað með Fu Chengyu, stjórnarformanni Sinopec, vegna þess að "Orka Energy og Sinopec hafa samið um gríðarlegar hitaveituframkvæmdir í Kína, sem m.a. felur í sér stærstu hitaveitur heims[…]Stjórnarformaður Sinopec lýsti því yfir að fyrirtækið, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum heims, hefði ákveðið að gera samvinnu við Ísland, Orku Energy og vísinda- og tæknisamfélagið á Íslandi, að forgangsmáli í orkustefnu fyrirtækisins á komandi árum og áratugum". Orka Energy var eitt af níu félögum sem studdi framboð Ólafs Ragnars til forseta síðastliðið sumar. Félagið greiddi samtals 200 þúsund krónur í kosningasjóð hans. Lögfræðistofa Gunnars Thoroddsen ehf., sem er í eigu Gunnars Thoroddsen, framkvæmdastjóra Orku Energy, studdi einnig Ólaf með 200 þúsund króna framlagi. Alls námu framlög lögaðila 1.390 þúsundum króna.Fui Chengyu, stjórnarformaður Sinopec, og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, skrifa undir samstarfssamning í Þjóðmenningarhúsinu í apríl síðastliðnum. Forsætisráðherrarnir Wen Jiabao og Jóhanna Sigurðardóttir fylgjast með.
Illugi og Orka Energy Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira