Snúum vörn í sókn Katrín Jakobsdóttir skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Undanfarin ár hafa verið erfið í opinberum rekstri þar sem nánast allir geirar hins opinbera hafa tekið á sig niðurskurð í kjölfar efnahagshrunsins. Framhaldsskólarnir hafa ekki verið undanskildir en þar voru miklar væntingar um aukið fjármagn eftir að ný framhaldsskólalög gengu í gildi árið 2008. Þeir fjármunir skiluðu sér ekki heldur þurftu skólarnir að skera niður. Ofan á það bættist að framhaldsskólarnir hafa tekið við fleiri nemendum en nokkru sinni fyrr undir merkjum átaksins Nám er vinnandi vegur þar sem atvinnuleitendum hefur verið boðið nám við hæfi. Þetta átak hefur þegar skilað markverðum árangri og leiðir okkur vonandi nær því markmiði að hlutfall þeirra sem hafa lokið námi í framhaldsskóla hækki og brottfall minnki. Nú þegar við nálgumst jöfnuð í ríkisfjármálum eftir átak síðustu ára verður mögulegt að snúa vörn í sókn. Það á ekki síst við um menntakerfið sem þarf að byggja hægt og bítandi upp að nýju. Þess sér þegar stað í frumvarpi til fjáraukalaga þar sem gert er ráð fyrir aukafjárveitingu til framhaldsskóla og enn fremur er gert ráð fyrir viðbótarfjármagni til framhaldsskóla fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarps. Ég vona að þetta sýni að nú liggi leiðin upp á við. Allir hljóta að vera þakklátir framhaldsskólunum sem eins og önnur skólastig hafa staðið það mikla álagspróf sem undanfarin ár hafa verið. Á sama tíma og skorið hefur verið niður og nemendum fjölgað hefur líka verið unnin mikil þróunarvinna innan skólanna sem snýr að innleiðingu nýrra námskráa. Nýlegt samkomulag fjármálaráðuneytis og framhaldsskólakennara sem gerir ráð fyrir aukinni faglegri forystu kennara og þróunarvinnu er lykilatriði til að þessi innleiðing gangi eftir. Þegar kjör íslenskra kennara eru borin saman við kjör starfssystkina þeirra í nágrannalöndum okkar komum við Íslendingar því miður ekki nægilega vel út. Kjör kennara þarf að bæta og það þarf að haldast í hendur við aukið faglegt sjálfstæði þeirra enda kennarar lykillinn að allri skólaþróun. Það er von mín að framhaldsskólakennarar samþykki þetta samkomulag og það verði einn liður í að bæta kjör kennara og efla stöðu þeirra sem hlýtur að vera langtímamarkmið allra sem hafa áhuga á skólamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa verið erfið í opinberum rekstri þar sem nánast allir geirar hins opinbera hafa tekið á sig niðurskurð í kjölfar efnahagshrunsins. Framhaldsskólarnir hafa ekki verið undanskildir en þar voru miklar væntingar um aukið fjármagn eftir að ný framhaldsskólalög gengu í gildi árið 2008. Þeir fjármunir skiluðu sér ekki heldur þurftu skólarnir að skera niður. Ofan á það bættist að framhaldsskólarnir hafa tekið við fleiri nemendum en nokkru sinni fyrr undir merkjum átaksins Nám er vinnandi vegur þar sem atvinnuleitendum hefur verið boðið nám við hæfi. Þetta átak hefur þegar skilað markverðum árangri og leiðir okkur vonandi nær því markmiði að hlutfall þeirra sem hafa lokið námi í framhaldsskóla hækki og brottfall minnki. Nú þegar við nálgumst jöfnuð í ríkisfjármálum eftir átak síðustu ára verður mögulegt að snúa vörn í sókn. Það á ekki síst við um menntakerfið sem þarf að byggja hægt og bítandi upp að nýju. Þess sér þegar stað í frumvarpi til fjáraukalaga þar sem gert er ráð fyrir aukafjárveitingu til framhaldsskóla og enn fremur er gert ráð fyrir viðbótarfjármagni til framhaldsskóla fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarps. Ég vona að þetta sýni að nú liggi leiðin upp á við. Allir hljóta að vera þakklátir framhaldsskólunum sem eins og önnur skólastig hafa staðið það mikla álagspróf sem undanfarin ár hafa verið. Á sama tíma og skorið hefur verið niður og nemendum fjölgað hefur líka verið unnin mikil þróunarvinna innan skólanna sem snýr að innleiðingu nýrra námskráa. Nýlegt samkomulag fjármálaráðuneytis og framhaldsskólakennara sem gerir ráð fyrir aukinni faglegri forystu kennara og þróunarvinnu er lykilatriði til að þessi innleiðing gangi eftir. Þegar kjör íslenskra kennara eru borin saman við kjör starfssystkina þeirra í nágrannalöndum okkar komum við Íslendingar því miður ekki nægilega vel út. Kjör kennara þarf að bæta og það þarf að haldast í hendur við aukið faglegt sjálfstæði þeirra enda kennarar lykillinn að allri skólaþróun. Það er von mín að framhaldsskólakennarar samþykki þetta samkomulag og það verði einn liður í að bæta kjör kennara og efla stöðu þeirra sem hlýtur að vera langtímamarkmið allra sem hafa áhuga á skólamálum.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun