Fjárfestingaáætlun á fjárlög Katrín Júlíusdóttir skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Fjármögnun fjárfestingaáætlunar ríkisstjórnarinnar sem kynnt var sl. vor hefur nú verið tryggð, en áætlunin var sett fram með fyrirvara um tekjur af veiðigjöldum og arði úr bönkum. Hvort tveggja hefur nú gengið eftir. Á næsta ári fara því alls 10,3 milljarðar króna á fjárlögum næsta árs í verkefni fjárfestingaáætlunar sem auka munu fjárfestingu og styðja við vaxandi atvinnugreinar til að skapa hagvöxt og ný störf. Veiðigjald í samgöngur og nýsköpunÍ fjárfestingaáætlun er arði þjóðarinnar af fiskveiðiauðlindinni veitt til samgöngubóta um land allt. Þannig var hægt að flýta Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöngum og öðrum brýnum vegabótum og leggja aukið fé til hjólreiða á samgönguáætlun, svo fátt eitt sé talið. Háskóla- og atvinnulíf framtíðarinnar var jafnframt stóreflt með auknu fé til rannsóknasjóðs og tækniþróunarsjóðs, auk markáætlana sem beinast að sérstökum áherslusviðum í vísinda- og atvinnumálum. Alls verða framlög til þessara þátta 3,8 milljarðar á næsta ári. Hinar skapandi greinarÖnnur verkefni á fjárfestingaáætlun eru fjármögnuð með arði úr bönkum. Framlög í Kvikmyndasjóð Íslands verða hækkuð úr 530 í 1.000 m.kr á ári. Þetta hefur margföldunaráhrif því fyrir hverja krónu sem þar er lögð fram sækja kvikmyndagerðarmenn um þrjár til viðbótar í verkefni sín erlendis frá. Jafnframt verður komið á fót verkefnasjóði skapandi greina sem styrkja mun hönnun og myndlist auk þess sem framlög til tónlistar og bókmennta verða aukin en alls munu 250 m.kr árlega renna í verkefnasjóði skapandi greina. Græna hagkerfiðTil að fylgja eftir tillögum sem Alþingi sameinaðist um til eflingar grænu atvinnulífi á Íslandi verður varið 3,5 milljörðum næstu þrjú ár og þar af um milljarði á næsta ári. Mikil sóknarfæri eru á þessu sviði og til að örva fjárfestingar verður settur á laggirnar grænn fjárfestingasjóður sem fjárfesta mun í fyrirtækjum í umhverfisvænni starfsemi. Hann fær milljarð í stofnfé úr ríkissjóði en stefnt er að því að þrír fjórðu hlutar stofnfjár komi annars staðar frá. Græn skref ríkisstofnana, stuðningur og hvati til að grænka fyrirtæki og verkefni á sviði orkuskipta fá einnig framlög til að auka samkeppnishæfni Íslands með umhverfislausnum. Efling innviða í ferðamannaþjónustuSérstök áhersla er á að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustu um landið. Veittar verða 500 milljónir til viðbótar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða næstu þrjú árin. Auk þess sem gert verður sérstakt átak í að byggja upp innviði þjóðgarða og viðkvæmra náttúrusvæða fyrir andvirði 250 m.kr á ári. Þá er ráðgert að reisa Kirkjubæjarstofu, sem verður anddyri að Vatnajökulsþjóðgarði. Hús íslenskra fræða verður hús yfir handritin okkar sem geta orðið svipað aðdráttarafl og önnur fegurstu listaverk heimsins og peningar verða settir í að koma á fót langþráðri náttúruminjasýningu. Þá er tryggt fé til endurnýjunar á nýjum Herjólfi og endurbóta í Landeyjahöfn en allt eru þetta einnig dæmi um ferðaþjónustutengdar fjárfestingar. Úr vörn í sókn með framtíðarsýnFjárfestingaáætlun er hluti af efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Hún miðar að því að auka fjárfestingar og draga úr atvinnuleysi. Hún felur einnig í sér nýja og skýra atvinnupólitík. Hún byggir á þekkingu og hugvitsgreinum. Hún er skapandi og hún er græn. Því fer hins vegar fjarri að ríkisstjórnin eigi fjárfestingaáætlunina ein. Þvert á móti byggir hún á vandaðri og viðamikilli stefnumótun sem hundruð Íslendinga um land allt hafa komið að í gegnum Sóknaráætlun fyrir Ísland, þjóðfundi hennar og sérfræðivinnu. Fjárfestingaáætlun er því sameign okkar allra, til marks um nýja tíma og nýja framtíðarsýn og þann metnað og kraft sem við viljum að einkenni næstu ár á Íslandi. Framlög til verkefna innan fjárfestingaáætlunar árið 2013 (m.kr.) Verkefni fjármögnuð með veiðigjaldi og leigutekjum skv. fjárlagafrumvarpi 2013 4.200 Samgönguframkvæmdir, aukning 2.500 Rannsóknar- og tækniþróunarsjóður, aukning 1.300 Sóknaráætlun landshluta* 400 Ný verkefni fjármögnuð með arðgreiðslum við 2. umr. fjárlagafrumvarps 6.130 Fasteignir 3.430 Fangelsi 1.000 Hús íslenskra fræða 800 Herjólfur/Landeyjahöfn 640 Náttúruminjasafn/sýning 500 Kirkjubæjarstofa 290 Húsverndarsjóður, aukning 200 Græna hagkerfið 1.030 Grænn fjárfestingasjóður, nýtt 500 Græna hagkerfið og grænkun fyrirtækja, nýtt 280 Græn skref og vistvæn innkaup, nýtt 150 Grænar fjárfestingar, nýtt 50 Orkuskipti í skipum, nýtt 50 Skapandi greinar 920 Kvikmyndasjóður, aukning 470 Verkefnasjóðir skapandi greina, nýtt 250 Netríkið Ísland, aukning 200 Ferðaþjónusta 750 Uppbygging ferðamannastaða, aukning 500 Innviðir friðlýstra svæða, nýtt 250 Samtals 10.330 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Herjólfur Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármögnun fjárfestingaáætlunar ríkisstjórnarinnar sem kynnt var sl. vor hefur nú verið tryggð, en áætlunin var sett fram með fyrirvara um tekjur af veiðigjöldum og arði úr bönkum. Hvort tveggja hefur nú gengið eftir. Á næsta ári fara því alls 10,3 milljarðar króna á fjárlögum næsta árs í verkefni fjárfestingaáætlunar sem auka munu fjárfestingu og styðja við vaxandi atvinnugreinar til að skapa hagvöxt og ný störf. Veiðigjald í samgöngur og nýsköpunÍ fjárfestingaáætlun er arði þjóðarinnar af fiskveiðiauðlindinni veitt til samgöngubóta um land allt. Þannig var hægt að flýta Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöngum og öðrum brýnum vegabótum og leggja aukið fé til hjólreiða á samgönguáætlun, svo fátt eitt sé talið. Háskóla- og atvinnulíf framtíðarinnar var jafnframt stóreflt með auknu fé til rannsóknasjóðs og tækniþróunarsjóðs, auk markáætlana sem beinast að sérstökum áherslusviðum í vísinda- og atvinnumálum. Alls verða framlög til þessara þátta 3,8 milljarðar á næsta ári. Hinar skapandi greinarÖnnur verkefni á fjárfestingaáætlun eru fjármögnuð með arði úr bönkum. Framlög í Kvikmyndasjóð Íslands verða hækkuð úr 530 í 1.000 m.kr á ári. Þetta hefur margföldunaráhrif því fyrir hverja krónu sem þar er lögð fram sækja kvikmyndagerðarmenn um þrjár til viðbótar í verkefni sín erlendis frá. Jafnframt verður komið á fót verkefnasjóði skapandi greina sem styrkja mun hönnun og myndlist auk þess sem framlög til tónlistar og bókmennta verða aukin en alls munu 250 m.kr árlega renna í verkefnasjóði skapandi greina. Græna hagkerfiðTil að fylgja eftir tillögum sem Alþingi sameinaðist um til eflingar grænu atvinnulífi á Íslandi verður varið 3,5 milljörðum næstu þrjú ár og þar af um milljarði á næsta ári. Mikil sóknarfæri eru á þessu sviði og til að örva fjárfestingar verður settur á laggirnar grænn fjárfestingasjóður sem fjárfesta mun í fyrirtækjum í umhverfisvænni starfsemi. Hann fær milljarð í stofnfé úr ríkissjóði en stefnt er að því að þrír fjórðu hlutar stofnfjár komi annars staðar frá. Græn skref ríkisstofnana, stuðningur og hvati til að grænka fyrirtæki og verkefni á sviði orkuskipta fá einnig framlög til að auka samkeppnishæfni Íslands með umhverfislausnum. Efling innviða í ferðamannaþjónustuSérstök áhersla er á að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustu um landið. Veittar verða 500 milljónir til viðbótar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða næstu þrjú árin. Auk þess sem gert verður sérstakt átak í að byggja upp innviði þjóðgarða og viðkvæmra náttúrusvæða fyrir andvirði 250 m.kr á ári. Þá er ráðgert að reisa Kirkjubæjarstofu, sem verður anddyri að Vatnajökulsþjóðgarði. Hús íslenskra fræða verður hús yfir handritin okkar sem geta orðið svipað aðdráttarafl og önnur fegurstu listaverk heimsins og peningar verða settir í að koma á fót langþráðri náttúruminjasýningu. Þá er tryggt fé til endurnýjunar á nýjum Herjólfi og endurbóta í Landeyjahöfn en allt eru þetta einnig dæmi um ferðaþjónustutengdar fjárfestingar. Úr vörn í sókn með framtíðarsýnFjárfestingaáætlun er hluti af efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Hún miðar að því að auka fjárfestingar og draga úr atvinnuleysi. Hún felur einnig í sér nýja og skýra atvinnupólitík. Hún byggir á þekkingu og hugvitsgreinum. Hún er skapandi og hún er græn. Því fer hins vegar fjarri að ríkisstjórnin eigi fjárfestingaáætlunina ein. Þvert á móti byggir hún á vandaðri og viðamikilli stefnumótun sem hundruð Íslendinga um land allt hafa komið að í gegnum Sóknaráætlun fyrir Ísland, þjóðfundi hennar og sérfræðivinnu. Fjárfestingaáætlun er því sameign okkar allra, til marks um nýja tíma og nýja framtíðarsýn og þann metnað og kraft sem við viljum að einkenni næstu ár á Íslandi. Framlög til verkefna innan fjárfestingaáætlunar árið 2013 (m.kr.) Verkefni fjármögnuð með veiðigjaldi og leigutekjum skv. fjárlagafrumvarpi 2013 4.200 Samgönguframkvæmdir, aukning 2.500 Rannsóknar- og tækniþróunarsjóður, aukning 1.300 Sóknaráætlun landshluta* 400 Ný verkefni fjármögnuð með arðgreiðslum við 2. umr. fjárlagafrumvarps 6.130 Fasteignir 3.430 Fangelsi 1.000 Hús íslenskra fræða 800 Herjólfur/Landeyjahöfn 640 Náttúruminjasafn/sýning 500 Kirkjubæjarstofa 290 Húsverndarsjóður, aukning 200 Græna hagkerfið 1.030 Grænn fjárfestingasjóður, nýtt 500 Græna hagkerfið og grænkun fyrirtækja, nýtt 280 Græn skref og vistvæn innkaup, nýtt 150 Grænar fjárfestingar, nýtt 50 Orkuskipti í skipum, nýtt 50 Skapandi greinar 920 Kvikmyndasjóður, aukning 470 Verkefnasjóðir skapandi greina, nýtt 250 Netríkið Ísland, aukning 200 Ferðaþjónusta 750 Uppbygging ferðamannastaða, aukning 500 Innviðir friðlýstra svæða, nýtt 250 Samtals 10.330
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun