Jóhönnuð atburðarás Sigríður Andersen skrifar 13. nóvember 2012 06:00 Hér í blaðinu fyrir helgi svaraði Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, grein minni um þátt Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í kipp sem útlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) tóku á mánuðunum fyrir bankahrunið 2008. Upplýsingafulltrúinn segir að ég hafi „ýjað“ að því að Jóhanna hafi með aðgerðum sínum ginnt fjölda fólks út í fasteignaviðskipti á mánuðunum fyrir hrun. Hið rétta er þó að ég ýjaði ekki að þessu heldur fullyrti ég þetta enda liggja staðreyndir málsins fyrir. Það er engin ástæða til að fara í kringum þetta eins og köttur kringum heitan graut. Útlán ÍLS jukust hratt eftir að Jóhanna hafði fengið það samþykkt í ríkisstjórn vorið 2008 að hækka hámarkslán sjóðsins og rýmka veðsetningarheimildir. Þessu til viðbótar var hluti lántökukostnaðar vegna kaupa á fyrstu íbúð felldur niður. Upplýsingafulltrúinn reynir í grein sinni að breiða yfir þátt Jóhönnu Sigurðardóttur í þessu máli og koma ábyrgð hennar sem fagráðherra yfir á þáverandi forsætisráðherra, þótt ÍLS hafi heyrt undir hennar ráðuneyti. Það er ekki mikil reisn yfir þeirri tilraun en hún er svo sem í stíl við pólitíska ákæru vinstri flokkanna á hendur þessum sama einstaklingi fyrir Landsdómi. Þessi breyting á útlánareglum ÍLS var á forræði Jóhönnu. Sjálf sagði Jóhanna í þingræðu 23. maí 2008 að „sú sem hér stendur er ráðherra húsnæðismála.“ En þrátt fyrir þessa tilraun til að draga úr hlut húsnæðismálaráðherrans reynir fulltrúinn jafnframt að réttlæta auknar útlánaheimildir ÍLS með því að þær hafi verið „neyðarráðstöfun“ til að koma í veg fyrir að „fasteignamarkaðurinn botnfrysi“. En það var hins vegar gild ástæða fyrir því að fasteignaviðskipti höfðu nær stöðvast vorið 2008. Lánsfé, sem áður var ofgnótt af, var illfáanlegt. Það var fullkomlega eðlilegt að menn héldu að sér höndum um hríð og færu ekki út í jafn stórar fjárfestingar og íbúðarkaup eru fyrir hverja fjölskyldu. Loftið var byrjað að leka úr fasteignabólunni og við þær aðstæður er lítill áhugi á fasteignakaupum. Sjálf sagði Jóhanna húsnæðismálaráðherra í fyrrnefndri þingræðu um stöðuna á fasteignamarkaðinum að „alþjóðleg fjármálakreppa“ væri hafin. Hvernig gat það gerst að húsnæðismálaráðherra, sem gerir sér grein fyrir kreppunni, greip til aðgerða sem miðuðu að því að lokka fólk út í húsnæðiskaup? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hér í blaðinu fyrir helgi svaraði Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, grein minni um þátt Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í kipp sem útlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) tóku á mánuðunum fyrir bankahrunið 2008. Upplýsingafulltrúinn segir að ég hafi „ýjað“ að því að Jóhanna hafi með aðgerðum sínum ginnt fjölda fólks út í fasteignaviðskipti á mánuðunum fyrir hrun. Hið rétta er þó að ég ýjaði ekki að þessu heldur fullyrti ég þetta enda liggja staðreyndir málsins fyrir. Það er engin ástæða til að fara í kringum þetta eins og köttur kringum heitan graut. Útlán ÍLS jukust hratt eftir að Jóhanna hafði fengið það samþykkt í ríkisstjórn vorið 2008 að hækka hámarkslán sjóðsins og rýmka veðsetningarheimildir. Þessu til viðbótar var hluti lántökukostnaðar vegna kaupa á fyrstu íbúð felldur niður. Upplýsingafulltrúinn reynir í grein sinni að breiða yfir þátt Jóhönnu Sigurðardóttur í þessu máli og koma ábyrgð hennar sem fagráðherra yfir á þáverandi forsætisráðherra, þótt ÍLS hafi heyrt undir hennar ráðuneyti. Það er ekki mikil reisn yfir þeirri tilraun en hún er svo sem í stíl við pólitíska ákæru vinstri flokkanna á hendur þessum sama einstaklingi fyrir Landsdómi. Þessi breyting á útlánareglum ÍLS var á forræði Jóhönnu. Sjálf sagði Jóhanna í þingræðu 23. maí 2008 að „sú sem hér stendur er ráðherra húsnæðismála.“ En þrátt fyrir þessa tilraun til að draga úr hlut húsnæðismálaráðherrans reynir fulltrúinn jafnframt að réttlæta auknar útlánaheimildir ÍLS með því að þær hafi verið „neyðarráðstöfun“ til að koma í veg fyrir að „fasteignamarkaðurinn botnfrysi“. En það var hins vegar gild ástæða fyrir því að fasteignaviðskipti höfðu nær stöðvast vorið 2008. Lánsfé, sem áður var ofgnótt af, var illfáanlegt. Það var fullkomlega eðlilegt að menn héldu að sér höndum um hríð og færu ekki út í jafn stórar fjárfestingar og íbúðarkaup eru fyrir hverja fjölskyldu. Loftið var byrjað að leka úr fasteignabólunni og við þær aðstæður er lítill áhugi á fasteignakaupum. Sjálf sagði Jóhanna húsnæðismálaráðherra í fyrrnefndri þingræðu um stöðuna á fasteignamarkaðinum að „alþjóðleg fjármálakreppa“ væri hafin. Hvernig gat það gerst að húsnæðismálaráðherra, sem gerir sér grein fyrir kreppunni, greip til aðgerða sem miðuðu að því að lokka fólk út í húsnæðiskaup?
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun