Opið bréf til Sóleyjar Sigrún Edda Lövdal skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Komdu sæl, Sóley. Okkur langar að byrja á að þakka þér fyrir skjót viðbrögð við opnu bréfi okkar og jafnframt að benda þér góðfúslega á að persónugera ekki bréfið sem kemur frá stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Í bréfi okkar kölluðum við ekki eftir skoðunum þínum heldur báðum þig að færa rök fyrir þeim mikla viðsnúningi sem þú vilt meina að verði í þjóðfélaginu með þessum orðum þínum: "Náist að brúa þetta bil mun það hafa jákvæð áhrif á menntun barna, líðan og atvinnuþátttöku foreldra, atvinnulífið og samfélagið í heild sinni. Það mun fjölga störfum bæði karla og kvenna, stuðla að jafnari tækifærum og þar með auknu jafnrétti kynjanna." Í þessu sama bréfi kröfðumst við þess að þú svaraðir þessum spurningum okkar: Ef þér er svona umhugað um foreldra þessara ungu barna, af hverju hefur þú aldrei barist fyrir hækkunum á niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra hjá dagforeldrum? Af hverju þú hefur horft upp á það þegjandi og hljóðalaust að foreldrum í Reykjavík sé mismunað svo um munar þegar kemur að niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra í borginni miðað við niðurgreiðslur til ungbarnaleikskóla? Það er okkar mat að foreldrar hafi ekki raunverulegt val þegar kemur að daggæslu fyrir þetta ung börn sín, þar sem borgin hefur dregið lappirnar með hækkun á niðurgreiðslu til foreldra sem velja að hafa barn sitt hjá dagforeldrum þar sem töluverður munur er á gjaldskrá dagforeldra og leikskóla. Það kom fram í skoðanakönnun sem borgin lét gera á meðal foreldra í vor að rúmlega 50% foreldra vilja ekki að þetta ung börn sín fari inn á leikskóla. Leikur okkur forvitni á að vita hvort ekki sé tekið tillit til vilja foreldra heldur eingöngu þess hver þín skoðun sé og fleiri borgarfulltrúa á hvar börnin eigi að dvelja í daggæslu yfir daginn, hvernig sem foreldrum líkar það? Frekar að laga tannlæknaþjónustu Það má gera ráð fyrir því að ef lengja á fæðingarorlof, þá hafi það umtalsverðan kostnað fyrir ríkisjóð í för með sér, sem í dag hefur ekki burði til þess að hafa þá sjálfsögðu þjónustu, sem tannlækningar barna eru, gjaldfrjálsa. Eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum hefur tannheilsu barna hrakað svo um munar á síðastliðnum árum. Væri ekki nærtækara að berjast fyrir því að koma þeim málum í lag svo þau börn sem búa við lélega tannheilsu geti sofið verkjalaus um nætur í stað þess að berjast fyrir því að koma kornungum börnum úr því rólega umhverfi sem dagforeldrar hafa upp á að bjóða, inn á leikskóla þar sem þau dvelja í allt að 20 barna hópi í þeim hávaða sem mælst hefur á leikskólum? Sá hávaði er vart bjóðandi fullorðnu fólki, hvað þá þetta ungum börnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Opið bréf til borgarfulltrúa Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. 14. nóvember 2012 06:00 Hvenær á að byrja í leikskóla? Ég vil þakka Sigrúnu Lövdal, dagforeldri í Reykjavík, fyrir opið bréf til okkar Sóleyjar Tómasdóttur. Nokkrum athugasemdum vil ég koma á framfæri vegna orða Sigrúnar sem er gott að fá tækifæri til að leiðrétta. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá Sigrúnu að borgarsjóður eigi í handraðanum 1,2 milljarða króna til nýrra verkefna. 20. nóvember 2012 06:00 Um þjónustu við börn Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. 15. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Komdu sæl, Sóley. Okkur langar að byrja á að þakka þér fyrir skjót viðbrögð við opnu bréfi okkar og jafnframt að benda þér góðfúslega á að persónugera ekki bréfið sem kemur frá stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Í bréfi okkar kölluðum við ekki eftir skoðunum þínum heldur báðum þig að færa rök fyrir þeim mikla viðsnúningi sem þú vilt meina að verði í þjóðfélaginu með þessum orðum þínum: "Náist að brúa þetta bil mun það hafa jákvæð áhrif á menntun barna, líðan og atvinnuþátttöku foreldra, atvinnulífið og samfélagið í heild sinni. Það mun fjölga störfum bæði karla og kvenna, stuðla að jafnari tækifærum og þar með auknu jafnrétti kynjanna." Í þessu sama bréfi kröfðumst við þess að þú svaraðir þessum spurningum okkar: Ef þér er svona umhugað um foreldra þessara ungu barna, af hverju hefur þú aldrei barist fyrir hækkunum á niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra hjá dagforeldrum? Af hverju þú hefur horft upp á það þegjandi og hljóðalaust að foreldrum í Reykjavík sé mismunað svo um munar þegar kemur að niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra í borginni miðað við niðurgreiðslur til ungbarnaleikskóla? Það er okkar mat að foreldrar hafi ekki raunverulegt val þegar kemur að daggæslu fyrir þetta ung börn sín, þar sem borgin hefur dregið lappirnar með hækkun á niðurgreiðslu til foreldra sem velja að hafa barn sitt hjá dagforeldrum þar sem töluverður munur er á gjaldskrá dagforeldra og leikskóla. Það kom fram í skoðanakönnun sem borgin lét gera á meðal foreldra í vor að rúmlega 50% foreldra vilja ekki að þetta ung börn sín fari inn á leikskóla. Leikur okkur forvitni á að vita hvort ekki sé tekið tillit til vilja foreldra heldur eingöngu þess hver þín skoðun sé og fleiri borgarfulltrúa á hvar börnin eigi að dvelja í daggæslu yfir daginn, hvernig sem foreldrum líkar það? Frekar að laga tannlæknaþjónustu Það má gera ráð fyrir því að ef lengja á fæðingarorlof, þá hafi það umtalsverðan kostnað fyrir ríkisjóð í för með sér, sem í dag hefur ekki burði til þess að hafa þá sjálfsögðu þjónustu, sem tannlækningar barna eru, gjaldfrjálsa. Eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum hefur tannheilsu barna hrakað svo um munar á síðastliðnum árum. Væri ekki nærtækara að berjast fyrir því að koma þeim málum í lag svo þau börn sem búa við lélega tannheilsu geti sofið verkjalaus um nætur í stað þess að berjast fyrir því að koma kornungum börnum úr því rólega umhverfi sem dagforeldrar hafa upp á að bjóða, inn á leikskóla þar sem þau dvelja í allt að 20 barna hópi í þeim hávaða sem mælst hefur á leikskólum? Sá hávaði er vart bjóðandi fullorðnu fólki, hvað þá þetta ungum börnum.
Opið bréf til borgarfulltrúa Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. 14. nóvember 2012 06:00
Hvenær á að byrja í leikskóla? Ég vil þakka Sigrúnu Lövdal, dagforeldri í Reykjavík, fyrir opið bréf til okkar Sóleyjar Tómasdóttur. Nokkrum athugasemdum vil ég koma á framfæri vegna orða Sigrúnar sem er gott að fá tækifæri til að leiðrétta. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá Sigrúnu að borgarsjóður eigi í handraðanum 1,2 milljarða króna til nýrra verkefna. 20. nóvember 2012 06:00
Um þjónustu við börn Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. 15. nóvember 2012 06:00
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun