Leikarinn Jesse Plemons, sem meðal annars hefur unnið sér til frægðar að leika í fimmtu seríu hinnar vinsælu þáttaraðar Breaking Bad, mun koma fram í prufuþætti The Missionary sem Baltasar Kormákur leikstýrir.
Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu kemur Benjamin Walker til með að fara með aðalhlutverkið í prufuþættinum, en Hollywood-stjarnan Mark Wahlberg er einn framleiðenda þáttarins.
Samkvæmt Hollywood Deadline leikur Plemons starfsmann Coca Cola-fyrirtækisins sem smyglar fólki út úr Austur-Berlín á tímum kalda stríðsins. Ef þáttaröðin verður að veruleika verður hún sýnd á HBO-sjónvarpsstöðinni.
- kg
í Trúboðastellingar
